Litakóðar á sóttvarnaraðgerðum

Yfirvöld hafa búið til litakóða og hólfa nú landið niður eins og gert er þegar riðutilfelli koma upp í sauðfé. Ráðherra landbúnaðarmála hefur kannski fengið að koma að vinnu sóttvarnaryfirvalda, hver veit. 

En litakóðar eru góðir. Þá er með sjónræmum hætti einfalt að koma á framfæri skilaboðum. Hér eru mínir litakóðar á aðgerðir sóttvarnaryfirvalda, og þess ber að geta að í dag er rautt ástand:

Blóðrauðar sóttvarnaraðgerðir:

Hagkerfið örkumlað. Allir í stofufangelsi, bæði veikir og lasnir ("lock-down"). Sem betur fer hafa Íslendingar losnað við slíkt ástand. Fólk deyr heima hjá sér og sekkur í þunglyndi og vímuefnamisnotkun og sumt deyr úr hjartaáföllum en aðrir missa af skimunum fyrir krabbameini og öðrum langvinnum sjúkdómum og deyja seinna. Gamalt fólk skorið frá vinum og ættingjum og upplifir elliglöp og heilabilanir hraðar en ella. Börnum beint og óbeint ýtt út úr námi og íþróttum.

Nú er unnið að lagabreytingum í ýmsum ríkjum, t.d. Íslandi og Danmörku, til að heimila yfirvöldum að fara út í blóðrauðar sóttvarnaraðgerðir.

Rauðar sóttvarnaraðgerðir:

Flest af atriðum blóðrauðra sóttvarnaraðgerða en þó má fólk hætta sér út fyrir hússins dyr og jafnvel versla annað en klósettpappír og matvæli. Gamalt fólk eftir sem áður að visna upp í einveru og fólk á biðlistum heilbrigðiskerfisins sagt að bíða enn lengur og þrýstingur á börn að detta úr námi og íþróttum.

Appelsínugular sóttvarnaraðgerðir:

Einhverjar takmarkanir sem aðallega koma fram í banni á tónleikum og íþróttaviðburðum en þó hægt að drekka sig ölvaðan í góðra vina hópi og hitta ömmu og afa í eigin persónu. Sænska leiðin og íslenska sumarið í grófum dráttum.

Gular sóttvarnaraðgerðir:

Allt sem fólk hefur alla tíð skilið þegar hin árlega flensa gengur yfir.


mbl.is Aldrei fleiri en 100 saman miðað við nýtt kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband