Fjölbreytni og frjáls markaður

Veganbúðin byrjaði sem lítil netverslun í Hafnarfirði en hefur á aðeins tveimur árum eignast stóran hóp viðskiptavina. Eigendurnir anna nú vart eftirspurn.

Þetta er ánægjuleg frétt. Vonandi gengur Veganbúðinni sem best. Neytendur eiga skilið alla þá fjölbreytni sem þeir eru tilbúnir að fjármagna.

Við tökum því sem sjálfsögðum hlut að geta keypt það sem við viljum. Það er óvarlegt. Fjölbreytni, úrval, aðlögun og frjáls viðskipti eru drifkraftur sem hvetur frumkvöðla og fyrirtæki áfram. Þar sem önnur lögmál gilda, t.d. í menntakerfinu þar sem ein afurð - námsskrá hins opinbera - er í boði, er stöðnun og jafnvel afturför. Þetta kemur ágætlega fram þegar niðurstöður hinnar svokölluðu PISA-rannsóknar eru skoðaðar: Allir flokkar eru "negative" eða "stable". Er ekki hægt að krefjast meira fyrir alla peningana?

Fullorðið fólk þekkir þarfir sínar betur en stjórnmálamenn. Fullorðið fólk á að hafa valið. Þá fá fleiri en grænmetisæturnar möguleika á að gera kröfur og halda fyrirtækjum og frumkvöðlum á tánum, og stjórnmálamönnumum í löngu sumarfríi fram að jólafríi.


mbl.is Veganbúðin er í miklum vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband