Hringamyndun

"Mælikvarðar á samþjöppun á markaði eru einkum notaðir af samkeppnisyfirvöldum til að leggja mat á áhrif fyrirhugaðra samruna á samkeppnisvirkni á markaði." (samkeppni.is)

Íslendingar hafa oft miklar áhyggjur af skorti á samkeppni. Kannski skiljanlega. Fámennið heldur skiljanlega ekki úti mjög mörgum fyrirtækjum á tilteknum markaði. Þó má furða sig á úrvalinu víða, t.d. á matvörumarkaði og farsímamarkaði. Engu að síður eru neytendur með varann á. Samkeppni er jú mikilvæg og val neytandans þarf að skipta máli.

Til að bregðast við áhyggjum af skorti á samkeppni heldur ríkisvaldið úti mjög umfangsmikilli starfsemi svokallaðs Samkeppniseftirlits. Þetta eftirlit flækist fyrir sérhverjum samrunahugleiðingum fyrirtækja og grandskoðar slík áform með tilliti til samkeppni. Stundum er samruna hafnað en stundum er honum bara settur ákveðin skilyrði. Þannig er það.

En hvað gerist svo þegar menn líta frá einkafyrirtækjum í blússandi samkeppni og í átt að hinu opinbera?

Þá gufa allar áhyggjur af samkeppni og einokun upp, eins og dögg fyrir sólu.

Ríkiseinokun er þá talin hagkvæm og samkeppni almennt til ama. Af hverju að hafa val þegar það er hægt að safna öllu á fáar hendur? 

Sveitarfélögin eiga að vera sem stærst. Í því felst jú stærðarhagkvæmni. Að flytja úr sveitarfélagi krefst þess stundum að yfirgefa heilu landsfjórðungana, eða allt að því. 

Þetta er veruleikinn: Fyrirtæki eiga að vera mörg, lítil og veikburða. Opinberar rekstrareiningar eiga að vera sem stærstar og þekja sem mest flatarmál. 

Ég vil leggja til málamiðlun:

Að ríkið hætti að skipta sér af því hvaða fyrirtæki vinna saman og hvernig, hvort þau séu í sitthvoru lagi eða sameinist, og þar fram eftir götunum. Um leið þarf að tryggja að aðgangshindranir að markaði séu sem minnstar. Það er t.d. nánast ómögulegt að stofna banka á Íslandi og því skiljanlega skortur á samkeppni á þeim markaði.

Að ríkið breyti um leið lögum sem gerir íbúum tiltekins svæðis auðveldar að kljúfa sig út úr sveitarfélagi sínu og stofna nýtt. Samhliða því þarf auðvitað að fækka lögbundnum verkefnum sveitarfélaga og afnema ákvæði um lágmarks- og hámarksútsvar. Sveitarfélögin eru orðin hálfgerð ruslatunna fyrir ríkisvaldið, sem framleiðir verkefni eftir verkefni fyrir sveitarfélögin án þess að þurfa hafa áhyggjur af kostnaðinum við þau. Þetta þarf að stöðva.

Sameining sveitarfélaga er stundum skynsamleg, rétt eins og sameining fyrirtækja. En stundum þarf að huga að samkeppni, og þá er hvorki gagn að risavöxnum sveitarfélögum né fyrirtækjum á markaði aðgangshindrana.


mbl.is 70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með lögheimili á Seltjarnarnesi, samkvæmt Hagstofu Íslands:

Árið 2001: 4.673,

árið 2020: 4.726.

Þeim sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi hefur því fjölgað um 53 síðastliðna tvo áratugi, eða 0,01%. cool

Með lögheimili í Reykjavík:

Árið 2001: 111.544,

árið 2020: 131.136.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 19.592 síðastliðna tvo áratugi, eða 17,6%, rúmlega fjórum sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.025 um síðustu áramót. cool

Ef þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi ættu lögheimili í Reykjavík væru þeir einungis 3,6% þeirra sem þar ættu lögheimili.

Og nú vill þessi fámenni hópur stjórna því hvað er í miðbæ Reykjavíkur. cool

Þorsteinn Briem, 29.7.2020 kl. 13:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.2.2018:

Rúmlega þriðjungur landsmanna býr í Reykjavík og þeir hafa væntanlega valið það sjálfir. cool

Flestir sem starfa á höfuðborgasvæðinu vinna í Reykjavík og ekki er nú mikil atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi, þannig að Seltirningar sækja alls kyns atvinnu og þjónustu til Reykjavíkur.

Það er því auðvelt að hafa útsvarið lægra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík þar sem sífellt er verið að auka þjónustu og atvinnu fyrir þá sem búa á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Í Reykjavík búa einnig þúsundir manna sem ekki eiga þar lögheimili og þeim fjölgar sífellt, til að mynda erlendum ferðamönnum, erlendum starfsmönnum starfsmannaleiga og námsmönnum af landsbyggðinni.

Allir vita að sjálfsögðu að gríðarlega mikið hefur verið byggt í Reykjavík undanfarin ár, þúsundir íbúða og atvinnuhúsnæði, til að mynda hundruð hótela og gistiheimila.

Og vegna stóraukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli er einnig verið að byggja gríðarlega mikið í Reykjanesbæ, þar sem lóðir eru ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu en útsvarið hærra.

15.1.2018:

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 29.7.2020 kl. 13:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jónas Kristjánsson 12.6.2020:

"Ársreikningar eru ágæt heimild um fjármálastjórn. Séu ársreikningar Reykjavíkur, Garðabæjar og Seltjarnarness fyrir árið 2019 bornir saman kemur fram að liðurinn "skuldir og skuldbindingar" hefur hækkað frá árinu áður, 2018, um 54% hjá Seltjarnarnesi, 15% hjá Garðabæ en 4,8% hjá Reykjavík. cool

Eigið fé á íbúa á Seltjarnarnesi lækkaði um 20 þúsund krónur en hækkaði hjá Garðabæ um 5.800 krónur og í Reykjavík hækkaði eigið fé á íbúa um 10.400 krónur. Og þannig mætti lengi telja.

Reykjavík er ekki verr rekin en nágrannasveitarfélögin nema síður sé og Seltjarnarnes er eina sveitarfélagið sem er rekið með tapi. Hvernig er það hægt? Þar hafa ekki verið neinar framkvæmdir í fjölda ára." cool

"Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra er blind einsog klerkur á stól.

Konurnar skvetta úr koppum á tún.
Karlarnir vinda segl við hún.
Draga þeir marhnút í drenginn sinn.
Duus kaupir af þeim málfiskinn."

Hvað er á Seltjarnarnesi?!

Nærri því ekki neitt.

Ekki einu sinni miðbær.

Einungis verslunarmiðstöð við bæjamörk Seltjarnarness og Reykjavíkur.

Þar var ekki einu sinni pláss fyrir nýja Bónusverslun, þannig að ný verslun var opnuð úti á Granda í Reykjavík í stað þeirrar sem lokað var á Seltjarnarnesi.

Hversu stór höfn er á Seltjarnarnesi og hversu miklu er landað þar?!

Höfnin í Kópavogi er meira að segja stærri.

Seltirningar sækja nær alla þjónustu og vinnu til Reykjavíkur og enginn framhaldsskóli, banki eða pósthús er á Nesinu. cool

Þorsteinn Briem, 29.7.2020 kl. 13:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 19.1.2018:

"Aldrei hefur verið úthlutað lóðum fyrir eins margar íbúðir í Reykjavík og á síðasta ári.

Alls var úthlutað lóðum fyrir 1.711 íbúðir, sem hittir svo skemmtilega á að er sama tala og heildarfjöldi íbúða á Seltjarnarnesi í árslok 2016. cool

Aðalfréttin er þó að af þessum 1.711 íbúðum munu 1.422 verða reistar af félögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Þetta eru stúdentar, félög aldraðra, verkalýðsfélög, búseturéttarfélög og margir fleiri.

Samstarf við félög sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni er einmitt lykilatriði í að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari og er hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar.

Hér er svo listi yfir úthlutanirnar."

Þorsteinn Briem, 29.7.2020 kl. 13:14

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Miðað við þessa rósrauðu mynd sem þú málar af Reykjavík er mesta furða að Reykjavík vilji taka við þessum kofaþyrpingum í kringum sig og innlima í ráðhúsið við Tjörnina, og jafnfurðulegt að kofaþyrpingarnar séu ekki betlandi á hnjánum um að fá borgarstjóra yfir sig. Kannski bara fínt að hafa þetta eins og það er.

Geir Ágústsson, 29.7.2020 kl. 14:14

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æ, mikið vildi ég að tillaga þín um að fólk geti stofnað eigin sveitarfélög yrði að veruleika. Ég yrði ekki lengi að gera húsið mitt og lóðina að sjálfstæðum hreppi og sjálfan mig að hreppstjóra embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 29.7.2020 kl. 22:17

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ertu að endursegja orð bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingarinnar?

"That whenever any Form of Government becomes destructive of these ends, it is the Right of the People to alter or to abolish it, and to institute new Government, laying its foundation on such principles and organizing its powers in such form, as to them shall seem most likely to effect their Safety and Happiness."

https://www.archives.gov/founding-docs/declaration-transcript

Geir Ágústsson, 29.7.2020 kl. 22:38

8 identicon

Það væri gaman að sjá Þorstein veita íbúum og gestum lögbundna þjónustu sveitarfélaga og borga fullu verði þá þjónustu sem sveitarfélag hans og íbúar þiggja af öðrum sveitarfélögum. Og hversu glaður hann verður þegar dómsmálaráðherra gerir hann hreppstjóra á Raufarhöfn og sendir hann þangað.

Vagn (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband