Veit hægri höndin ekki hvað sú til vinstri er að gera?

Bretar undirbúa nú innheimtu tolla af vöruflutningum frá meginlandi Evrópu, þ.e. Evrópusambandinu.

Um leið leggja þeir línurnar fyrir fríverslunarsamninga við Bandaríkin, Ástralíu og fleiri ríki.

Svona hagar Evrópusambandið sér líka: Tolla allt utan þess en rembist samhliða við að gera fríverslunarsamninga.

Ísland hagar sér líka svona: Leggur á tolla en semur um fríverslun.

Þetta er, með öðrum orðum, hin hefðbundna nálgun.

En hvers vegna? 

Að setja á tolla er einhliða ákvörðun sérhvers ríkis. Það þarf enginn að tolla eitt né neitt. Hefðin virðist snúast um að ef ríki A leggur tolla á varning frá ríki B, þá svarar ríki B því með því að tolla vörur frá ríki A.

Með öðrum orðum: Ef nágranni minn pissar á ganginn í fjölbýlishúsinu þá þarf ég líka að gera það. Ef einhver grýtir höfnina sína þá ætla ég að grýta mína höfn.

Ég hélt kannski að Bretar vissu betur og létu það einfaldlega eiga sig að reisa tollamúra. Það væri mikið stílbrot en Bretar hafa áður fetað ótroðnar slóðir. En svo virðist ekki vera. Evrópusambandið tollar breskar vörur og því skulu Bretar tolla vörur Evrópusambandsins. Svona rúllar boltinn.


mbl.is Fyrsta tollafgreiðslan í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða auga fyrir auga stendur í Bibliunni,ekki ósvipað en jákvæðara með samkomulagi um jólagjafir.
"gefðu mér þúsundkall og ég gef þér þúsundkall" stakk bróðir minn upp á einhverju sinni og fyrirhöfn og vandamál leyst. Verður laglegt að vakna i fyrramálið,hvern fjandann varstu að skrifa;spyr sú sem ekki man,Ó.

Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2020 kl. 01:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helga,

Það er nákvæmlega málið! Auga fyrir auga! Ég tek mitt auga ef þú tekur þitt! Var ekki ásetningurinn á bak við Nýja testamentið að leysa svona vitleysu úr Gamla testamentinu af hólmi með betri nálgun?

Einu sinni gerðu Íslendingar mjög opinn fríverslunarsamning við Færeyjar. Um það er fjallað hér: https://andriki.is/2005/09/07/midvikudagur-7-september-2005/

Tilvitnun í þáverandi utanríkisráðherra: 

Utanríkisráðherra sagði við undirskrift samningsins að ekki þyrfti „nein eftirlitströll til að halda mönnum við efnið“.

Geir Ágústsson, 31.7.2020 kl. 08:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu myndu allir tollar á milli Íslands og Evrópusambandsríkjanna falla niður, til að mynda á íslenskum sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum. cool

Sala á fullunnum íslenskum afurðum, til dæmis skyri og lambakjöti, myndi þannig stóraukast í Evrópusambandsríkjunum og margir fengju vinnu við þessa fullvinnslu hér á Íslandi. cool

Hins vegar er að sjálfsögðu ekki mikið selt af sjávarafurðum hér á Íslandi frá Evrópusambandsríkjunum en þau eru langflest vel til landbúnaðar fallin og meðal annars þess vegna eru lagðir þar á tollar á landbúnaðarvörur frá ríkjum sem ekki eru í sambandinu.

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%." cool

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða." cool

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland og Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir. cool

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og Norðmenn eru okkar stærstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum. cool

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum [óunnum] fiski. cool

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:35

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru Ísland og Noregur de facto í Evrópusambandinu en hafa ekki atkvæðisrétt í sambandinu. cool

Loðna hefur gengið
á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.  cool

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið yrði ekki hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga og raunar allra aðildarríkjanna.  cool

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða." cool

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjunum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings." cool

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki." cool

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Og þar að auki fullunnu lambakjöti.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis. cool

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda. cool

Þar að auki eru til að mynda dráttarvélar, aðrar búvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis. cool

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu. cool

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð." cool

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2018:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins [nú Miðflokksins]. cool


Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson." cool

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands. cool

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 11:57

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland er að sjálfsögðu stórt ríki en hefur hvorki verið með evru né á Schengen-svæðinu. cool

Írland er hins vegar með evru en ekki á Schengen-svæðinu, eins og Ísland og Noregur, sem eru de facto í Evrópusambandinu með aðild þeirra að Evrópska efnahagssvæðinu en hafa ekki atkvæðisrétt í Evrópusambandinu.

Og Írar hafa engan áhuga á að hætta að nota evru sem sinn gjaldmiðil.

Á evrusvæðinu búa um 340 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum. cool

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

3.7.2015:

Þrír fjórðu Grikkja vilja halda evrunni og einungis 15% telja drökmu vænlegri gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 12:00

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.3.2015:

Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í tæp sjö ár. cool

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra. cool

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti. cool

19. 11.2008:

"Stjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi." cool

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island.
I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 12:21

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir. cool

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur. cool

Þorsteinn Briem, 31.7.2020 kl. 12:25

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú hefur þú greinilega lent í skriðu irrelevant athugasemda frá vissum aðila. Tollverndin snýst annars um að með því að tolla vörur erlendis frá megi bæta samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda. Menn geta svo verið ósammála um hvort það sé til bóta, en í það minnsta eru þetta einu málefnalegu rökin fyrir tollvernd.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.7.2020 kl. 12:38

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn Sig.,

Já mikil ósköp. En jú, það er þetta með að vernda starfsemi sem ýmist keppir við sólina eða fátækt fólk í þróunarríkjum sem er að reyna koma undir sig fótunum með verðmætasköpun, á slíku eru margir vankantar, bæði hagfræðilegir og siðferðislegir. 

Nýlega var bent á að verndartollar eru lagðir á kartöflur á árstímum þar sem ekki ein einasta kartafla kemur upp úr íslenskri mold. Mikil er verndin þá!

Geir Ágústsson, 31.7.2020 kl. 13:50

18 identicon

Þorsteinn Briem veður, að vanda, í kommentin eins og lúpína yfir berjamócool.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband