Um ranga útreikninga

Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina. Menn reyna samt alltaf. Fyrirtæki prófa þetta á hverjum degi. Þeim sem tekst vel skila hagnaði. Önnur skila tapi.

Í tilfelli hins opinbera reyna menn þetta auðvitað líka. Stundum tekst vel upp, en stundum er rangt reiknað. Fyrir því geta verið margar ástæður. 

Til dæmis geta menn vanmetið eða ofmetið hvata. Segjum að maður þéni milljón á mánuði og fái greitt 600 þús. eftir skatt. Nú hækkar tekjuskatturinn og yfirvöld reyna að krækja í 50 þús. í viðbót frá þessum manni. Hann er eftir sem áður með milljón á mánuði fyrir skatt en sér nú fram á að fá bara 550 þús. útborgað. Hvað gerir hann? Skiptir á vinnu og auknum frítíma - lækkar í launum en fær eftir sem áður 550 þús. útborgað, en borgar ekki meira í skatt? Eða fer hann að vinna meira til að bæta upp fyrir aukna skattheimtu? Eða er honum alveg sama? Þetta þurfa menn að reyna giska á þegar áætlunin er að krækja í meira af fé skattgreiðandans.

Einnig geta komið upp áföll. Þá hleypir ríkisvaldið oft af stað með fé skattgreiðenda. Til dæmis þarf reglulega að bjarga Íbúðalánasjóði. Í gamla daga þurfti reglulega að bjarga ríkisbönkum, og svo verður aftur þegar næsti hiksti kemur í fjármálakerfi heimsins. Ríki með mörg járn í eldinum þarf alltaf að búast við áfalli sem kallar á fé.

Það þarf auðvitað alveg sérstaka tegund af fólki til að reikna rangt um 64 milljarða og koma undan góðæri með um 2000 milljónir í skuldum og skuldbindingum, og nú á leið inn í niðursveiflu eftir veirugang. En menn halda áfram. Það eru stjórnmál.


mbl.is 68 milljörðum verri niðurstaða ríkisins 2019
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendar skuldir hér á Íslandi hafa að nú mestu leyti verið greiddar upp, fyrst og fremst af ferðaþjónustunni, og þaðan kemur einnig gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti. cool

Þorsteinn Briem, 12.7.2014:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar

30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

16.6.2016:

"
Ríkissjóður greiðir upp 62 milljarða skuldir. Erlendar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt að undanförnu og nema nú 230 milljörðum króna."

23.7.2016:

"L
ækkun ríkisskulda undanfarin fjögur ár á sér engin fordæmi í hagsögu Íslands, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs sé enn nokkuð há í sögulegu samhengi.

Frá árinu 2011 hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um hartnær 500 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, eða úr 86,6% af vergri landsframleiðslu niður í 51%."

14.8.2018:

"H
lutfall hreinna skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu er nú 24% en árið 2013 var það 52%."

16.4.2020:

Gjald­eyris­forði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna

5.7.2016:

Kaupmáttur hér á Íslandi hefur aukist um 30% frá árinu 2010

Gengi íslensku krónunnar hefur nú fallið um 18% gagnvart gengi evrunnar frá síðustu áramótum, fyrst og fremst vegna þess að mun færri erlendir ferðamenn hafa dvalið hér á Íslandi á þessu ári en síðastliðin ár vegna Covid-19.

Verðbólgan hefur hins vegar ekki aukist mikið hér á Íslandi á þessu ári vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og vegna þess að þeir sem flytja inn og selja hér erlend aðföng og vörur hafa nú getað tekið á sig gengislækkunina að miklu leyti vegna góðæris síðastliðinna ára. cool

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 18:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétt eins og fjölmörg önnur ríki gera vegna Covid-19 dælir nú bandaríska ríkið með Trump í broddi fylkingar gríðarlegum fjárhæðum út í bandaríska hagkerfið, sem bandarískir skattgreiðendur munu greiða. cool

Og Bandaríkin fá þessar trilljónir Bandaríkjadala auðvitað að láni hjá Kínverjum, sem eru stærstu lánardrottnar Bandaríkjanna, og auka þar með enn frekar skuldir bandaríska ríkisins, sem voru um 108% af vergri landsframleiðslu árið 2017, með þeim mestu í heiminum. cool

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 18:39

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er gaman að sagnfræði en tölur frá 2016 eiga lítið erindi í umræðuna. Ég tek gjarnan við öllum frá 1. jan. 2019 og til dagsins í dag. Eitthvað virðist nefnilega hafa skolast til í fyrra, sbr. það sem fréttin segir (en athugasemdahöfundur virðist ekki hafa lesið):

Skatt­tekj­ur rík­is­ins námu 654 millj­örðum króna, 44 millj­örðum minna en áætlað var í fjár­lög­um. Þá námu trygg­inga­gjöld tæp­um 97 millj­örðum sam­an­borið við 101 millj­arð sam­kvæmt fjár­lög­um. Aðrar tekj­ur skiluðu rík­inu 76 millj­örðum, sam­an­borið við 93 millj­arða sam­kvæmt fjár­lög­um. Alls voru tekj­ur rík­is­ins því 64 millj­örðum minni en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Þá voru gjöld rík­is­ins fjór­um millj­örðum yfir áætl­un.

Geir Ágústsson, 20.7.2020 kl. 20:50

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér sýnist þú gera ráð fyrir 100% jaðarskatti þarna Geir. Það er ekki raunhæft, jafnvel ekki í verstu sósíalistaríkjum. 

Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2020 kl. 20:53

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Þorsteinn,

Já, sennilega, en punkturinn var sá að tvennt gerist iðulega:

1) Að lækkandi skattar hafi leitt til hækkandi skattheimtu

2) Að hækkandi skattar hafi leitt til lækkandi skattheimtu

Geir Ágústsson, 20.7.2020 kl. 23:36

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég spái:

Ríkið fær fyrirsjáanlega minna inn á þessu ári.  Allir sjá hvers vegna.

Ríkisútgjöld dragast ekkert saman.  Samt verður sparað í heilbrigðiskerfinu og vegaframkvæmdum.

Skattar munu hækka svo og skuldir.  Stofnanir munu stækka.

Þetta verður svona á næsta ári líka, verður kannski falið með bókhalds-brellum, en ekki lagað.  Skattheimtan dregst hægt en örugglega saman, en enginn skilur af hverju.

Svo verður landið tekið upp í skuld eftir svona 10-15 ár.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.7.2020 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband