Þegar matinn vantar þarf fitan að fjúka

Ríkissjóði vantar fé. Það er skiljanlegt. Hann hefur þanist svo mikið út í fjárþorsta að það má varla missa einn skattgreiðenda til að halda sér réttu meginn við núllið. Því er heimatilbúin veiru-krísa auðvitað erfið fyrir hann.

En hvað gerir fólk þegar tekjur lækka?

Hvað gera fyrirtæki í einkaeigu?

Jú, fólk og fyrirtæki minnka útgjöld. Þau leita að fitu og skera hana í burtu. Þau endurskoða þarfir sínar. Ertu með bæði Viaplay og Netflix? Annað eða bæði þarf að fara. Ertu að kaupa leðurjakka í nýjustu tísku tvisvar á ári? Hættu því alveg. Ertu að borga af svimandi stórum bíl á blússandi bílalánum? Seldu hann og keyptu þér minni bíl. Ertu í stærra húsnæði en þú þarft? Seldu það og keyptu minna.

Þetta vita nákvæmlega allir. Allir! 

Fyrir ríkið ætti þetta jafnvel að vera enn auðveldara. Það á miklar eignir sem má selja - eignir í formi lands, húsnæðis og fyrirtækja sem hvergi er mælt fyrir um í stjórnarskrá að eigi að vera á könnu ríkisins. Stjórnmálamenn gætu um leið gert líf sitt léttara með því að hafa minna á sinni könnu, t.d. stjórnarsetu í bönkum og allskyns sjóðum.

Með eignasölu mætti moka miklu fé í ríkissjóð. Um leið er fyrirtækjum, sem er sleppt úr ríkiskrumlunni, veitt svigrúm til að endurskipuleggja sig og jafnvel verða að fyrirtækjum sem skapa hagnað og fjölga verðmætaskapandi störfum (á kostnað óverðmætaskapandi staða).

Með eignasölu eykst líka svigrúm til að lækka skatta, duglega! Það er eins og vítamínsprauta fyrir hagkerfi og heimili. Eða með orðum Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, þegar hann ræddi ákveðna tímabundna skattalækkun: "Þessi skattaívilnun skilar líklega meiru í ríkissjóð en ella."

Já, ótrúlegt en satt! Þegar sjúklingurinn fær súrefni verður hann líflegri.

En sjáum hvað setur. Kannski menn haldi áfram að ríghalda í allar ríkiseigur, halda sköttum í svíðandi hæðum og safni skuldum. Það kæmi mér ekkert á óvart.


mbl.is Ekki svigrúm til nýrra útgjalda ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenskur frjálshyggjumaður vill endilega búa í Danmörku, þar sem skattar eru með þeim hæstu í heiminum. cool

Og helst vilja mörlenskir hægrimenn búa í Evrópusambandsríkjunum, eins og dæmin sanna. cool

Rétt eins og fjölmörg önnur ríki gera vegna Covid-19 dælir nú bandaríska ríkið með Trump í broddi fylkingar gríðarlegum fjárhæðum út í bandaríska hagkerfið, sem bandarískir skattgreiðendur munu greiða.

Og Bandaríkin fá þessar trilljónir Bandaríkjadala auðvitað að láni hjá Kínverjum, sem eru stærstu lánardrottnar Bandaríkjanna, og auka þar með enn frekar skuldir bandaríska ríkisins, sem voru um 108% af vergri landsframleiðslu árið 2017, með þeim mestu í heiminum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki selja Landsvirkjun, sem er í eigu íslenska ríkisins, og flokkurinn fær árlega háar fjárhæðir frá ríkinu til að halda úti starfsemi sinni.

Og þjóðlendulögin voru samþykkt á Alþingi þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Mörlenskir hægrimenn, sem ekki hafa nú þegar flutt til Evrópusambandsríkjanna, hafa einnig mestan áhuga á að starfa hjá mörlenska ríkinu og Reykjavíkurborg. cool

Þannig var Davíð Oddsson á launaskrá
Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út í Móa, Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, Björn Bjarnason deildarstjóri og skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. cool

Þorsteinn Briem, 22.7.2020 kl. 17:49

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stjórnmálamenn sækjast eftir völdum. Og þeir sækjast líka eftir peningum. Þess vegna vilja þeir sitja í sem flestum stjórnum og ráðum, skipta sér af sem flestu og þiggja sem mest af bitlingum. Þeim hrýs hugur við að hafa minna á sinni könnu.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2020 kl. 18:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það versnar enn: Fjölmiðlar sýna þeim alveg ótrúlega linkind.

Geir Ágústsson, 22.7.2020 kl. 20:10

4 Smámynd: Már Elíson

Þú segir, réttilega ;"Það á miklar eignir sem má selja - eignir í formi lands, húsnæðis og fyrirtækja sem hvergi er mælt fyrir um í stjórnarskrá að eigi að vera á könnu ríkisins.."

Einu sleppirðu/gleymirðu,og það stóru mál sem allir vita um...

Hvað um eignir/umráðarétt yfir auðlindum hafsins sem er í höndum stjórnvalda og getur nánast bjargað fjárhag landsins að stórum hluta, en er færður/gefinn til vel valinna útgerðarfyrirtækja,(og meira að segja,arfgegnt),á silfurfötum til vildarvina og samflokksmanna ?

Það liggja víða eignir og aðgangur að peningum sem má fara að taka úr höndum spilltra stjórnmálamanna t.d.

Hvað um að fara að taka til á jólagjafalistanum líka ??

Már Elíson, 23.7.2020 kl. 08:25

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Már,

Menn lærðu það fyrir löngu síðan á landi að ríkiseign, eða sameign, leiðir til sóunar. Lausnin á landi var að selja landið og leyfa eigendum þess að reisa girðingar og hafa sína rækt út af fyrir sig.

Á hafinu hafa menn ekki lært neitt slíkt. Reglan er ofveiði, taprekstur og hnignun lífríkisins. En sem plástur á sárið hafa menn takmarkað aðgengið í gegnum kvótakerfið. Það hefur kosti og galla sem ég hef áður fjallað um, en þann kost helstan að á Íslandi er útgerð rekin með hagnaði. Á kostnað almennings, segir einhver, en þeir sem sóttu fiskinn mega alveg græða á honum mín vegna, frekar en að kaffilepjandi miðbæjarrottur hirði arðinn.

Snyrtilegast væri auðvitað að skipta hafinu upp í skika, eins og bændur hafa gert á landi, og afnema ríkisafskipti af veiðiheimildum.

Geir Ágústsson, 23.7.2020 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband