Stjórnvöld baða sig í ástandinu

Það dylst vonandi engum að allskyns embættismenn baða sig í athyglinni sem veiru-ástandið veitir þeim. Um leið eru stjórnmálamenn ánægðir með að geta skýlt sér á bak við ókjörna embættismenn þegar kemur að ákvarðanatöku, eins og alltaf. Getur þetta endað öðruvísi en að tímabundið ástand verði að stórum hluta varanlegt? Skattar geta jú aldrei lækkað þegar opinberar skuldir hafa hlaðist upp, fyrirtæki sem komast á spena ríkisgyltunnar komast aldrei út úr neyðarástandinu og allskyns sjóðir sem stofnað er til í neyðarástandi lifa að eilífu. 

Það er kannski ekki meðvitað eða markvisst að stjórnmálamenn sækjast í aukin völd. Þeir eru einstaklingar með allskyns tilfinningar og hvata. Völdin eru hins vegar óendanlega freistandi. Hér má stofna sjóð! Hér má hjálpa til! Hér má veita lán! Hér má koma á úrræði! Sjóðirnir, hjálpin, lánin og úrræðin lifa svo af kjörtímabilið og jafnvel tvö og allt festist í sessi. Eftir 20 ár verður ennþá sótt um lán á Seðlabanka-vöxtum. Eftir 30 ár verður ennþá krafa um að víkja frá skattgreiðslu í ljósi aðstæðna (sjómannaafsláttur II ef svo má segja). Skattahækkanir halda áfram að trompa skattalækkanir, margfalt. 

En hvað er til ráða þegar veira ræðst á samfélagið? Kannski að fylgja ekki alltaf fordæmi embættismanna sem hafa jú, þrátt fyrir allt, faglega hagsmuni sína en ekki heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Og auðvitað að halda áfram að plaga stjórnmálamenn. Þeir eru jú bara að reyna koma í veg fyrir lélegar skoðanakannanir.

Maðurinn í peningaskápnum dó. Ekki láta það sama koma fyrir samfélagið.


mbl.is Metrarnir tveir komnir til að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Nasistarnir baða sig í sviðsljósinu .. og Íslenskjur almenningur stendur algerlega berskjaldaður af ótta yfir flensunni.

Örn Einar Hansen, 22.4.2020 kl. 20:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ótti og neyðarástand (alvarlegt eða heimatilbúið) hefur alltaf gagnast hinu opinbera vel. Það er kannski óþarfi að líkja öllum við nasista með sína einkennilegu hugmyndafræði, en fasista-samlíking er alveg við hæfi þegar fasismi er skilgreindur sem aukið samkrull ríkis og útvaldra fyrirtækja, á kostnað almennings.

Geir Ágústsson, 23.4.2020 kl. 09:26

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Rétt hjá þér, en ég vil benda á að ástæða þess að ég nota "nasisti" í  stað "fasisti", er tengingin við kínverska kommúnistaflokkin í þessu sambandi. Menn hugsa "kommmúnismi", sem í raun er "sósíalismi". CCCP er sosíalismi fyrir slava (austur evrópubúa). CCP er sósíalismi fyrir kínverja. Nasistaflokkurinn, er sósíalismi fyrir fólkið. Allir þessir þættir, eiga eitt sameiginlegt ... sósíalismi. Og veiruvandamálið, er nátengt CCP.

Örn Einar Hansen, 23.4.2020 kl. 15:42

4 identicon

Skattar geta jú aldrei lækkað þegar opinberar skuldir hafa hlaðist upp, en gerðu það samt eftir hrun. Fyrirtæki sem komast á spena ríkisgyltunnar komast aldrei út úr neyðarástandinu, en gerðu það samt eftir hrun. Og allskyns sjóðir sem stofnað er til í neyðarástandi lifa að eilífu, en þeir sem urðu til í hruninu gerðu það ekki.

Það er ætíð gott að setja fram uppskáldaðar staðreyndir og hreina þvælu þegar leggja þarf grundvöll að bulli og vitleysu. Og sé maður fáfróður en hugmyndaríkur bloggari er alger óþarfi að leita sér réttra upplýsinga og gagna, heimatilbúnu staðreyndirnar sanna allar fullyrðingar. Enda tilgangurinn ekki sá að veita réttar upplýsingar og fræða heldur að fá aðra heilalausa á sitt band.

Ekki borða sápu.

Vagn (IP-tala skráð) 24.4.2020 kl. 18:19

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn, 

Ég bíð í ofvæni eftir tölfræðinni og þætti mjög vænt um að skjátlast hér og slá á ótta minn að Vona það versta.

Í millitíðinni held ég í hlekk minn í frettabladid.is í færslunni.

Geir Ágústsson, 24.4.2020 kl. 18:53

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki vona það versta heldur óttast það, auðvitað.

Geir Ágústsson, 24.4.2020 kl. 18:53

7 identicon

Þú settir standarðinn um hvaða gögn, dæmi, rökstuðningur og tölfræði þurfi að fylgja fullyrðingum á þessari síðu. Viljir þú í alvöru breyta því þá er það þitt að taka fyrstu skrefin. En það er sennilega mikið átak fyrir mann sem setti heilann sinn í einangrun löngu fyrir Covid-19.

Og ekki borða sápu.

Vagn (IP-tala skráð) 24.4.2020 kl. 19:10

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég hef árangurslaust reynt að finna dæmi um opinbert "úrræði" sem hefur verið afnumið (ekki bara skipt um nafn) seinustu 20 ár. Mig vantar sárlega hjálp þína.

Mæli svo með Fréttablaðsfréttinni sem ég vísa í. Hún fór kannski framhjá þér.

Geir Ágústsson, 24.4.2020 kl. 22:14

9 identicon

Byrjaðu á byrjuninni, að sanna þínar fullyrðingar áður en þú leitar að staðfestingum á mínum. Byrjaðu á því að finna tímabundið úrræði síðustu 20 ára sem snýr að fjárhag eða starfsemi ríkisins, sem ekki er lækkun skatta eða gjalda, og hefur verið framlengt og er enn í gildi þó úrræðisins sé ekki þörf. Og þá getur verið að ég nefni skattalækkanir, gjaldalækkanir, tímabundin úrræði sem hafa verið aflögð, embætti sem ekki eru lengur til o.s.frv.

Vagn (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 16:36

10 identicon

Og vegna fréttarinnar sem þú vísar í.

Hvaða reglur gildi í sumar og hvaða venjur og siði við tökum varanlega upp að mati einhvers ­lög­regluþjóns kemur málinu ekkert við. Áróður fyrir sóttvörnum, fjarlægð og ýmsum þumalputtareglum í því sambandi verða sennilega viðvarandi lengi. Eins og áróður fyrir varkárni í umferð mestu ferðahelgarnar, með kerti fyrir jól og flugelda fyrir áramót.

Vagn (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 17:09

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Úrræði sem komið er á verður aldrei gert óþarfi. Þannig verður aldrei hægt að hætta niðurgreiðslu á framleiðslu íslenskra tómata í samkeppni við sólina á suðlægari slóðum nema svipta einhvern lífsviðurværinu, og það er pólitískt sjálfsmorð. Það er punkturinn sem fer vonandi að skila sér.

Geir Ágústsson, 25.4.2020 kl. 17:19

12 identicon

Úrræði sem komið er á varanlega verður aldrei gert óþarft, enda sá ekki tilgangurinn. Og þá er sama hvort það er niðurgreiðsla tómata, lambakjöts, heilbrigðisþjónustu og menntunar eða bann við innbrotum og þjófnaði. Aðstæður hverju sinni ráða svo breytingum á úrræðunum.

Þú varst að tala um tímabundin úrræði og 20 ár: "Getur þetta endað öðruvísi en að tímabundið ástand verði að stórum hluta varanlegt?"..."Ég hef árangurslaust reynt að finna dæmi um opinbert "úrræði" sem hefur verið afnumið (ekki bara skipt um nafn) seinustu 20 ár."   en eina dæmið þitt er mannsaldurs gamalt og átti aldrei að vera tímabundið frekar en bann við hraðaakstri.

Og ekki borða meiri sápu.

Vagn (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 19:09

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég fann dæmi: Þjóðarbókhlöðuskattinn

https://andriki.is/2003/04/10/fimmtudagur-10-april-2003/

Krafan um að bæta enn í styrki við garðyrkjubændur skýtur reglulega upp kollinum:

https://www.samorka.is/nidurgreidd-raforka-til-gardyrkjubaenda/

Kannski það sé rétt að menn hafi alltaf ætlað sér að halda uppi andvana fæddri starfsgrein (sem væri hressandi hreinskilni að sjá á prenti) en svolítið úrræði er nú orðin öflug hagsmunabarátta á kostnaæ annarra.

Geir Ágústsson, 26.4.2020 kl. 04:59

14 identicon

Þjóðarbókhlöðuskattinum var fyrst komið á 1989 og lagðist af 2002 og er því ekki úrræði síðustu 20 ára og ekki úrræði sem hefur haldið sér. Og breytingartillögur á varanlegum, ótímabundnum, úrræðum eru ekki dæmi um tímabundin úrræði sem hafa haldið sér. Skoðanir þínar eru heldur hvorki rök né sannanir.

Það er ekki annað að sjá en að þú hafir ekki haft neitt fyrir þér og ekkert vitað þegar þú hófst þessi skrif. Eitthvað heimskulegt ævintýri hafi orðið til í þínum kolli og þér einhvernvegin tekist að sannfæra sjálfan þig um að það væri söguleg staðreynd.

Vagn (IP-tala skráð) 26.4.2020 kl. 15:27

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Er það ekki frekar svo að þú takir allt út fyrir sviga sem fellur ekki að þínum hugmyndum? Ríkisumsvif og skattheimta eru töluvert meiri í dag en 2007. Þetta gildir ekki bara um Ísland heldur víðast hvar. Kannski hinn vitri og kjaftfori nafnlausi "Vagn" hafi skýringar á reiðum höndum? 

Geir Ágústsson, 26.4.2020 kl. 15:34

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þarf að éta hatt minn: Gjaldeyrishöft voru afnumin:

https://www.dv.is/eyjan/2020/4/26/thingpollum-thegar-timabundnar-radstafanir-verda-vidvarandi/

Geir Ágústsson, 26.4.2020 kl. 17:58

17 identicon

Þú kemur með fullyrðingu úr lausu lofti og ætlasst til að ég sé með skýringu á reiðum höndum! Nei, Geir, ég veit ekki hvers vegna þú heldur að ríkisumsvif og skattheimta séu töluvert meiri í dag en 2007. Ég hef ekki séð þig setja neitt á þessar síður sem styður þá fullyrðingu, og höldum okkur við Ísland.

Vagn (IP-tala skráð) 27.4.2020 kl. 00:13

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn, 

Þú kemur mér á óvart. Ertu ekki með skýringar á öllu á reiðum höndum?

En já, ég gaf sjálfum mér góða hugmynd: Bera saman ástand hins opinbera og ríkisumsvif þegar hrunið 2008 skall á við heimatilbúna hrunið 2020.

Geir Ágústsson, 27.4.2020 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband