Nefndir og ađrar leiđir til ađ forđast ákvarđanatöku

Greinin hér ađ neđan birtist í Morgunblađinu í dag (međ annarri fyrirsögn) og er ađgengileg áskrifendum blađsins hér.

**************************************

Í lýđrćđisríki er reglulega kosiđ um stjórnendur á hinum ýmsu stjórnsýslustigum til ađ tryggja ađ kjósendur hafi eitthvađ um ţađ ađ segja hvađa ákvarđanir eru teknar, a.m.k. ţegar kemur ađ stóru málunum.

Ţetta er allt gott og blessađ. Vissulega eru stjórnmálamenn kosnir og ţeir samţykkja lög og annađ slíkt sem geta haft mikil áhrif á samfélag og hagkerfi. Í kosningabaráttu lofa frambjóđendur einu og annađ og kjósendur geta stuđst viđ slík loforđ til ađ mjaka stóru málunum í einhverja átt. Einhverjir bođa fóstruríki og ađrir ekki. Sumir vilja gera sem flesta ađ ţurfalingum velferđarkerfisins á međan ađrir telja ađ hóflegt öryggisnet dugi til ađ grípa ţá fáu sem geta sér litla björg veitt af ýmsum ástćđum.

Ţađ blasir samt viđ ađ stjórnmálin ein og sér duga kjósendum ekki til ađ hafa áhrif á gang mála ţví innan opinbers reksturs starfar ógrynni allskyns nefnda og stofnana sem kjósendur koma hvergi nćrri. Ókjörnir embćttismenn ráđa of meiru um framkvćmd laga og reglugerđa en sjálfir stjórnmálamennirnir. Embćttismennirnir hafa ekki endilega skođanir kjósenda í huga. Miklu frekar er ţeirra áhersla á eigiđ starfsöryggi. Ţađ má tryggja međ ţví ađ túlka allt eins strangt og hćgt er og efla ţannig eftirlitsiđnađinn, setja eins mörg skilyrđi og lögin heimila til ađ hámarka magn umsóknareyđublađa og tefja mál eins lengi og hćgt er til ađ byggja upp rök fyrir frekari fjárheimildum. Stjórnmálamenn eru eins og lamađir ţegar kemur ađ ţví ađ eiga viđ embćttismannaverkiđ og finnst kannski bara gott ađ hafa ţađ til ađ skella skuldinni á ţegar einhver vinnustađurinn deyr drottni sínum undan ţunga skrifrćđisins, eđa flýr erlendis.

En ţetta versnar enn. Stjórnmálamenn eiga ţađ til ađ hlaupa í felur frá eigin hugsjónum ţegar blađamenn ber ađ garđi eđa skođanakannanir sýna lítinn stuđning viđ tiltekiđ mál. Ţá er upplagt ađ stofna nefnd eđa starfshóp, moka í fé í litla hít, fá til starfa fólk međ stórar háskólagráđur og bíđa svo eftir skýrslunni. Í umrćđuţáttum bera stjórnmálamennirnir svo á borđ skođanakannanir sem sýni ţjóđarviljann svokallađa og hvernig hann fellur ađ skođunum viđkomandi en ekki annarra viđ borđiđ, nefna ţörfina á heildarendurskođun og ítarlegri úttekt, ásaka mótherja sína um spillingu eđa stuđning viđ slíka og enda oftar en ekki á ţví ađ krefjast nýrrar stjórnarskrár.

Hvađ eiga kjósendur ađ gera viđ svona stjórnmálamenn? Af hverju ţora stjórnmálamenn ekki bara ađ segja blákalt ađ ţeir vilji frjálst markađshagkerfi eđa hina sósíalísku andstćđu ţess? Viltu ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ eđa ekki? Viltu ađ skattar og opinber útgjöld hćkki eđa lćkki? Eđa viltu kannski ađ skattar lćkki, útgjöld hćkki og skuldir aukist? Ađspurđur um slíkt, af hverju ţarftu ţá alltaf ađ vísa í nefnd eđa heildarendurskođun í stađ ţess ađ hafa bara skođun? Er spurningin of umfangsmikil til ađ hćgt sé ađ svara henni í beinni útsendingu? Skrifađu ţá grein eđa langan pistil og gerđu grein fyrir máli ţínu.

Ţessi flótti stjórnmálamanna frá eigin skođunum í gegnum embćttismannaverkiđ, nefndarstörfin og lođnu svörin er vandamál fyrir lýđrćđiđ og heldur kjósendum í raun frá allri raunverulegri stefnumörkun í samfélaginu. Ţađ eina sem má ganga ađ vísu er ađ allir stjórnmálamenn ţora ađ hćkka opinber útgjöld og skatta og hljóta ţannig blessun vinstrisinnađra blađamanna sem ráđa ferđinni í raun.

Er ekki hćgt ađ gera betur?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband