Einfaldleikinn falinn með heilræðum

Ekki vantar góð ráð allskyns sérfræðinga og spekinga við hverju sem er.

Hvernig á að léttast? Hvað á að borða? Er kaffi hollt? Hvað er hæfileg áfengisneysla? Hvernig minnkar nikótín-neysla líkurnar á heilahrörnunarsjúkdómum? Hvað er hæfileg kannabisneysla krabbameinssjúklings til að byggja upp matarlystina?

Við öllum spurningum má finna óteljandi svör.

Oft er einfaldleikinn samt bestur, og hyggjuvitið.

Til dæmis má nefna þynnku. Af hverju verður maður þunnur daginn eftir mikla áfengisneyslu?

Jú, af því líkaminn notar mikið magn vatns til að skola áfenginu út. Með vatninu fer líka mikið af salti úr líkamanum. Besta þynnkuráðið er því að drekka vatn og borða salt.

Enn betra er að drekka vatn og borða salt samhliða drykkjunni en það nenna því ekki allir.

En það má segja fólki að drekka vatn og borða salt á marga vegu, t.d. með því að selja því kók og pizzu. Kókið inniheldur mikið af vatni og sykri og pizzan inniheldur mikið af salti. Kók og pizza er því bara vatn og salt.

Gleðilegt nýtt ár!


mbl.is Það sem vinnur best á þynnkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband