Ef í vafa um utanríkismál Bandaríkjanna: Lesa Ron Paul

Margar og misvísandi fréttir berast nú frá Miðausturlöndum eftir að Bandaríkjamenn sprengdu í loft upp háttsettan embættismann og vonast nú til að samlandar hans skjóti fyrsta skotinu (svipuð aðferðafræði og var notuð til að þröngva Japönum til að skjóta fyrsta skotinu í síðari heimstyrjöldinni). 

Ef maður er í vafa um hver hin skynsamlega og yfirvegaða afstaða til utanríkismála Bandaríkjanna er þá er ég með ráð: Kynna sér viðhorf fyrrverandi öldungadeildarþingmannsins Ron Paul.

Í tilfelli Írans segir hann núna:

At some point, when we’ve been lied to constantly and consistently for decades about a “threat” that we must “take out” with a military attack, there comes a time where we must assume they are lying until they provide rock solid, irrefutable proof. Thus far they have provided nothing. So I don’t believe them.

Þessa afstöðu ætla ég að gera að minni. Bandaríkin eru að reyna espa upp stríðsástand til fá átyllu til að breyta Miðausturlöndum endanlega í holu í jörðinni. Ég ætla ekki að styðja slíkt þótt álit mitt á stjórnmála- og trúarbragðaleiðtogum heimshlutans sé ekki upp á marga fiska.


mbl.is Hetja eða hryðjuverkamaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Um þetta mál er ég að fá sömu upplýingarnar frá öllum, svona í grunninn, en alltaf túlkaðar á mismunandi hátt eftir hvar í pólitíkinni viðkomandi fjölmiðill er.

Svo ég efast ekki um að allar upplýsingarnar eru réttar.

Stutt yfirlit yfir allar fígúrirnar á vellinum segir mér svo að það verður ekkert WW3 úr þessu máli, sama hvað hver segir.

Mín hugmynd er að ef það er efi, að áætla að allir séu heilir á geði og með að minnsta kosti meðal-greind.

Allt er unnið af yfirlögðu ráði þarna.  Hvert leiðir það okkur? 

Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2020 kl. 20:02

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Held að þetta, eins og allar athafnir Trumps, sé auðveldast að skilja með hliðsjón af stöðu hans sjálfs heima fyrir. Öll hans pólitík snýst um hann sjálfan.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2020 kl. 20:24

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Geir,

Rétt hjá þér með, að:"...Bandaríkin eru að reyna espa upp stríðsástand til fá átyllu til að breyta Miðausturlöndum endanlega í holu í jörðinni..". 

KV.

Image may contain: 5 people, people smiling, meme, possible text that says 'THEY LIED ABOUT THE MAINE ABOUT THE LUSITANIA TO START A WAR WITH SPAIN ABOUT TO GET US INVOLVED IN WWI THEY LIED ABOUT ABOUT PEARL HARBOR GULF TONKIN TO GET US INTO WWII TO GET VIETNAM THEY LIED ABOUT THEY LIED ABOUT INCUBA BABIES START DESERT STORM THEY LIED ABOUT WMDS TO THE 2ND WAR INTO A IN LIBYA AWAR IN SYRIA IF YOU BELIEVE WHAT THEY'RE SAYING ABOUT IRAN DON'T KNOW WHAT TELL YOU, YOU'RE JUST NOT THAT INTELLIGENT'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.1.2020 kl. 11:50

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: 1 person, closeup, possible text that says '

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.1.2020 kl. 11:52

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hafi menn lausa stund, eru t.d. að mála herbergi eða viðra hundinn, þá mæli ég eindregið með podcasti Scott Horton um utanríkismál BNA og pólitík heimsins ef því er að skipta:

https://scotthorton.org

Geir Ágústsson, 7.1.2020 kl. 13:07

6 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Þarna koma fram áhugaverðar upplýsingar um seinni heimsstyrjöldina og þátt japana í henni, sem ég vissi ekki af. Hverjir voru þetta annars sem neyddu japani út í stríð, voru það kóreubúar, eða kínverjar?

Hólmgeir Guðmundsson, 7.1.2020 kl. 17:02

7 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Hólmgeir, 

Ég held að Japanir hafi ekki verið neyddir út í þetta stríð, en þú ættir að athuga söguna varðandi með að hann FDR. vissi um áætlun Japana með að hefja árás á Pearl Harbor löngu áður en það allt saman gerðist (foreknowledge).   

KV

"Do Freedom of Information Act Files Prove FDR Had Foreknowledge of Pearl Harbor?"

"Pearl Harbour memo shows US warned of Japanese attack"

"EXPOSED - FDR knew of the Pearl Harbor Attack in advance"

"On the 70th anniversary of Pearl Harbour, the attack that propelled America into the Second World War, a declassified memo shows that Japanese surprise attack was expected."

Þú ættir kannski að fá þér þessar bækur eða Vol. 1 og Vol. 2: "Deception, Intrigue, and the Road to War  A Chronology of Significant Events Detailing President Franklin D. Roosevelt's 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.1.2020 kl. 18:49

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað snertir Japani 1941, þá voru það úrslitakostir Kana að Japanir færu frá Kína en sættu alger viðskiptabanni ella á olíu og ómissandi hráefnum.

Fyrir Samuræja hugsun japanskra hershöfðingja þýddi þetta tvo kosti: 

1. Að ganga að úrslitakostum og fremja kviðristu. 

2. Að verða fyrri til og eyða flota Bandaríkjamanna, sem áttu aðeins sex flugmóðurskip. Ekkert þeirra var í Pearl Harbour 7. des 1941 og það varð afdrifaríkt. 

Ómar Ragnarsson, 7.1.2020 kl. 19:39

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar, 

Takk fyrir að benda á þetta með þessa Samuræja hugsun, og no. 1 með að ganga að úrslitakostum og fremja kviðristu, nú og svo hins vegar (no. 2) með að eyða flota Bandaríkjamanna. En það voru alvarlegar lygar sem að stjórnvöld FDR. notuð með því að þegja svona yfir öllu, og vitandi að Japanir voru farnir af stað með að gera þessa árás á Pearl Harbour (foreknowledge), nú og gerðu nákvæmlega engar ráðstafanir og allt til þess að fá átillu eða afsökun til þess fara í stríðið.

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.1.2020 kl. 22:16

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vegna aðkomu Bandaríkjanna að seinni heimstyrjöld get ég mælt með stórfróðlegri og hrífandi bók:

Pearl Harbor: The Seeds and Fruits of Infamy

https://www.amazon.com/Pearl-Harbor-Seeds-Fruits-Infamy/dp/1933550333

Það þurfti nefnilega mikið til að hafa átyllu til að hefja stríð við Japani. Almenningur þurfti sjokk. Pearl Harbor var fullkomið tækifæri til að espa Japani upp til árásar.

Geir Ágústsson, 8.1.2020 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband