Maðurinn í peningaskápnum

Fyrir mörgum árum heyrði ég svolitla sögu um mann sem fékk spádóm um það hvenær hann myndi deyja. Til að verja sig gegn slysum og öðrum hættum ákvað hann því að loka sig inni í peningaskáp. Þar kafnaði hann og dó á sama tíma spádómurinn hafði spáð fyrir um.

Spádómurinn rættist með öðrum orðum af því að maðurinn brást við honum með öfgafullum hætti.

Það mætti kannski segja að hagkerfi flestra ríkja heims séu á sömu vegferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flest hagkerfi heimsins byggjast á lofti væntinga og vona

og hagkerfin eru að kafna því berin sem verið er að selja eru ekki bara súr þau eru að rotna

Grímur (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 13:29

2 identicon

Það er áberandi hvað við búum í óöruggum heimi miðað við að það sé bókstaflega búið að hirða nánast allt af venjulegu fólki bæði fjármuni og frelsi í skiptum fyrir öryggi. Þegar á reynir er ekkert öryggi. Opinberir aðilar leika sér að þegnum sínum. 

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 16:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Báðar athugasemdir get ég tekið undir.

Það væri samt skömminni skárra að hleypa verðmætasköpun af stað en að fjármagna allt hagkerfið með lánsfé og nýprentuðu lánsfé að utan.

Og það væri óskandi að tryggingar gegn óöryggi væru seldar af sérhæfðum aðilum sem kunna að reikna.

Geir Ágústsson, 17.4.2020 kl. 17:54

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég myndi nú segja frekar, að vandamálið sé hvernig "sósíalismi" breiðist út um Evrópu eins og eldur í sinu.  Allir dýrka Hillary Clinton, en hata Trump ... maður sem sakaður er um að hafa verið meðlimur hryðjuverkahóps, er valinn sem formaður WHO.

Bíómyndir hylla Lucifer, og prestar eru nýddir niður.

Örn Einar Hansen, 17.4.2020 kl. 22:42

5 identicon

Sósíalisimi er fallegur = allir eiga að hafa jafna möguleika

Því miður hefur "góða fólkið" eyðilagt þetta allt með boðorðum einsog þú skalt hata Trump og Davíð, þú skalt ferkar velta þér upp úr vandmálunum í Afríku en að yrða á nágranna þinn. Reykjavíkurborg er versta birtingarmynd af þessu og starfsmenn þar fá skýr skilaboð - þú ert rekinn 

Grímur (IP-tala skráð) 18.4.2020 kl. 16:35

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Grímur, "sósíalismi" er ekki fallegur.

Nasismi = Sosíalismi
Sovét = Sósíalismi
Kína = Sósíalismi

Ekkert "fallegt" í þessum dæmum. Vegna þess að í sósíalisma ... er einstaklingurinn ekki til.

"The individual vs. the collective".

Örn Einar Hansen, 19.4.2020 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband