Hugleiðing um heilsu

Ég rakst á svolitla tilvitnun í eldri, einmana mann í Danmörku (í lauslegri þýðingu minni):

Lífið snýst um fleira en að forðast dauðann. Góð heilsa er meira en fjarvera á vírus. Að einblína á heilsuna er í raun og veru óheilbrigt.

Innblástur hins eldri manns voru ummæli dansks sóttvarnarlæknis um að við þurfum að forðast hvort annað í heilt ár í viðbót: Ekki takast í hendur, faðmast, kyssast og hvaðeina.

Hann sá nú fram á að deyja einn í því sem hann líkti við búr í dýragarði. Mannlífið er þarna en óaðgengilegt. Einveran er óbærileg. 

Auðvitað erum við stödd í einni stórri tilraunastofu. Í Danmörku hafa menn aðskilið fólk svo mikið að heilbrigðiskerfið hefur aldrei verið í hættu. Félagi minn í öðrum landshluta sagði mér að á sjúkrahúsunum sæti starfsfólk við borðspil til að fá tímann til að líða með örfáar hræður á deildunum. Í Svíþjóð hafa menn byggt upp gríðarlega getu til að taka við auknum fjölda sjúklinga sem komu svo aldrei, og þar virðast fátækir innflytjendur sem búa þröngt vera helsti áhættuhópurinn fyrir utan þá öldruðu. Í flestum ríkjum hafa menn beinlínis rústað hagkerfum sínum með fyrirsjáanlegum vandræðum langt inn í framtíðina.

Þarf þá ekki sífellt að endurskoða gang mála? Á gamla fólkið að deyja úr einmanaleika frekar en vírus? Eiga börn að flosna upp úr skóla og fjölskyldur að enda á götunni frekar en að taka á sig vírus eða hætta á það?

Er í rauninni verið að feta hinn örugga veg með því að drepa hagkerfið og framleiða fátækt og einmanaleika? Eða er það kannski hin hættulega vegferð?

Ég spyr og vona að aðrir geri það líka.


mbl.is „Hræðilegt ástand“ og óvissa í veitingageiranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Geir.

Mikið er ég þér sammála. "Baráttan" við þessa kórónu Satans, eins og ég kalla það, veldur meiri vandamálum en sjálf veiran, þá ætla ég ekki að koma inná efnahagsvandamálið sem það veldur og þá erfiðleika sem milljónir heimila þurfa að glíma við þess vegna.

Það er alltaf sorg þegar fólk deyr, en það hefur átt sér stað alveg frá upphafi. Fólk fæðist og fólk deyr. Fólk með sjúkdóma eða undirliggjandi veikleika deyr, jafnvel ungt fólk og fólk á gamalsaldri deyr.

Sjálfur er ég kominn nokkuð yfir miðjan aldur. Ég á börn, tengdabörn og barnabörn sem ég elska út af lífinu. Ég vil miklu frekar eiga góð og náin samskipti við þau og deyja hamingjusamur, en að deyja úr leiðindum og einmannaleika vegna ótta við einhverja "pöddu". Lífið er of stutt, við þurfum að njóta þess. Hvað er betra en að njóta samvista við afkomendur sína, elska þau og finna elsku þeirra og vináttu?

Mér finnst skelfilegt að fullorðið fólk á elliheimilum og/eða hjúkrunarheimilum skuli ekki mega fá ástvini sína í heimsókn, það er ekkert gott við það.

Það eru margir aðrir sem deyja af öðrum völdum en kórónu Satans. Það er talið að um 350.000 mans deyi árlega af völdum flensu, bara venjulegri flensu, á hverjum eina og einasta degi er talið að um 17.000 deyi úr hungri og svo eru um 7,5milljónir sem deyddir eru í móðurlífi og það þykir hinn eðlilegasti hlutur.!!!!!!!  ÞAÐ ER EKKI ALLT Í LAGI með það sem er að gerast í þessum heimi og við tökum fullan þátt í því. Því miður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.4.2020 kl. 10:28

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við Vesturlandabúar sættum okkur ekki við að dauðinn sé eðlilegur hluti lífsins. Þess í stað lítum við á hann sem óeðlilegan atburð sem verði að forðast með öllum tiltækum ráðum. Og skammsýni okkar veldur svo því að við fórnum tíu mannslífum í framtíðinni til að bjarga einu núna.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.4.2020 kl. 11:55

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Man fyrsta skiptið, sem ég fékk lungnabólgu ... var heima, í meir en mánuð með 40+ hita, allan tímann. Svaf ekki, var í hálfgerðu móki ... annað skiptið var svipað, en þá hafði ég Norska Brjóstdropa, sem ég drakk eins og vatn og leið betur en í fyrra skiptið. Þriðja skiptið sem ég fékk flensuna illa, fékk ég ekki lungnabólgu en hóstaði svo illa, að ég braut rifbein hægra meginn.

Aldrei fór ég til læknis ... enda hef ég aldrei fengið neina aðstoð, sem hægt er að kalla aðstoð. Þegaré g var 37, fór ég svo illa í baki við að fella tré og virkja, að ég var rúmliggjandi í meir en mánuð. Þegar ég hringdi á lækni, var mér sagt að koma sjálfur ... þegar ég sagði að ég gæti ekki hreift mig, var ekki hlustað á mig frekar en köttinn.

Kona mín er kínversk, og ég sé það sem þar gerist og mér blöskrar. Blóðið síður í mér að sjá og heira það sem er að gerast.  Þegar ég segi, að fólk er lamið til bana á götum úti, þá er ég ekki að ýkja. Fyrst láta kommarnir (og vitið, ég geri engan greinarmun á Íslenskum kommum og kínverskum) sem ekkert sé og allt sé í lagi. Síðan loka þeir fólk inni, svo það komist ekki út og lætur það hreinlega deyja drottni sínum. Síðan eru tugir miljóna atvinnulausir, og eiga sér enga björg.

Fólk í Kína, hefur ekki efni á að fara á sjúkrahús ... ef þú ert röngu megin götunar, er þér hent út úr sjúkrabílnum. Mannslíf, er einskis virði ... og þetta vill komma líðurinn hér í Evrópu herma eftir.

Veiran er slæm, en kommaskíll evrópu er alger plága ... og það er mikilvæŋar að eyða kommúnismanum, en veirunni.  Því margfalt fleir, miss líf sitt fyrir tillstylli þessa óhugnaðar, en fyrir tilstylli sjúkdóma.

Örn Einar Hansen, 21.4.2020 kl. 15:46

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð hugleiðing Geir og gestir. Lífsgæði eru verðmætari en lífslengd.

Magnús Sigurðsson, 21.4.2020 kl. 18:50

5 identicon

"Spænska veikin", fyrir hundrað árum, lagði tugmilljónir manna að velli. Hún lagðist mjög þungt á ungt fólk, einkum vanfærar konur og ungar mæður. 

COVID veikin legst, a.m.k. hingað til, einkum á veikburða og roskið fólk.

Þó að ég sé orðinn 87 ára þá langar mig til þess að lifa dálítið lengur. En er kannski til of mikils mælst að heimta allar þessar varnaraðgerðir gegn þessari farsótt, og eru að setja heimsbyggðina á hausinn, til þess að ég og mínir líkar fái að lifa fáein ár í viðbót?

Það er í fyrsta sinn í veraldarsögunni sem nokkuð þessu líkt hefur átt sér stað. Fyrir hundrað árum hefði mönnum látið sér fátt um finnast. En veröldin hefur breyst meira á þessum hundrað árum heldur en árþúsundin þar á undan.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.4.2020 kl. 00:04

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Þú slærð á mjög viðkvæma taug núna. Það tala allir í öllum ríkjum um að verja þá sem eru viðkvæmastir fyrir þessari veiru (og kannski öðrum) og áherslan í leitinni að rétta lyfinu auðvitað verið sú að hjálpa þeim sem eiga erfiðast með að verjast veirunni á eigin spýtur. Allur viðbúnaðurinn vegna veirunnar hefur líka dregið úr því að fólk leiti til læknis vegna annarra meina og í Danmörku segja menn að fjöldi krabbameins- og hjartasjúkdóma muni líklega stíga vegna þess. Og aftur skal svo neft að allar þessar lokanir eru að framleiða fátækt með öllum sínum fylgikvillum, sumum banvænum.

Geir Ágústsson, 22.4.2020 kl. 06:39

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég var að tala við kunningja minn í Suður-Afríku í gær. Hann sagði að ástandið þar væri orðið afar slæmt, fólk stendur í biðröðum eftir matargjöfum, sem ekki duga til, flutningabílar með matvæli eru rændir og þar fram eftir götunum.

Ég spurði hann hvað hann teldi að ætti að gera. Hann sagðist vera að horfa á samfélagið sitt leggjast á hliðina. Hömlunum yrði að aflétta strax. "Ég er sjálfur í áhættuhópi" sagði hann, kominn yfir sjötugt. En hann sagðist frekar vilja taka áhættuna af því að smitast sjálfur en að eyðileggja samfélagið sem hann tilheyrir: "Ég hef átt gott líf, gengið vel í starfi, á stóra fjölskyldu. Ef minn tími er kominn, þá er það bara þannig".

Þetta er eitt viðhorf.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband