Þegar feta-ostur varð salatostur

Einu sinni var hægt að kaupa íslenskan feta-ost. Núna er það ekki hægt. Feta-ostur er nú bara það sem kemur frá Grikklandi og er búið til úr kindamjólk. Það er dýrt að flytja ost yfir heilu heimsálfurnar og því líklegt að feta-ostur fáist nánast hvergi á Íslandi. Um leið er hið gríska orð dottið úr daglegu tali og mín ágiskun er sú að þar komi færri ferðamenn en áður til að fá ekta feta-ost. Það er jú hægt að fá ekta salatost hvar sem er!

Af hverju er ég að benda á þetta? Jú, til að vekja til umhugsunar. Stundum er besta auglýsingin sú að vera hin upprunalega vara sem allir reyna að herma eftir. Kannski er betra að selja "ekta íslenskar lopapeysur" en bara "íslenskar lopapeysur skv. reglugerð nr. 103 frá 2020".

En kannski skjátlast mér og feta-ostur selst nú í bílförmum eftir að reglugerð var sett á eftirhermurnar, og að íslenska lopapeysan geti búist við öðru eins. Kannski, en það kæmi mér á óvart.


mbl.is Íslenska lopapeysan nú verndað afurðaheiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að ef ég færi að auglýsa mig sem Íslenskan verkfræðing, mætti jafnvel kalla mig Geir Agustsson, og tæki að mér verk sem slíkur þá yrðir þú eftirsóttari. Að þegar brýrnar mínar hrynja og lokar brotna þá mundi enginn tengja það við íslenska verkfræðinga eða þig og allir hlaupa til þín. Og að það sé betra að leyfa hverjum sem er að selja hvaða peysu sem er sem Íslenska Lopapeysu því þá verði sú ekta svo vinsæl. Sniðugt, engum hefur dottið það í hug fyrr ... einhverra hluta vegna.

Vagn (IP-tala skráð) 10.3.2020 kl. 21:22

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég mæli með - til umhugsunar - kafla 7 í bókinni Defending the Undefendable, aðgengileg á PDF hér:

https://cdn.mises.org/Defending_the_Undefendable_2018.pdf

Svolítil tilvitnun:

"With the present laws prohibiting libelous falsehoods, there is a natural tendency to believe any publicized slur

on someone’s character. “It would not be printed if it were not true,” reasons the gullible public. If libel and slander were allowed, however, the public would not be so easily deceived."

Geir Ágústsson, 11.3.2020 kl. 08:20

3 identicon

Gallinn við þessi rök er að þau standast ekki skoðun þó fullyrðingin sé sett á prent. Þú semsagt gerðir nákvæmlega það sem verið er að benda á, að trúa því sem þú lest. Sú tilhneiging er rík í okkur öllum og var til og rík í mannfólkinu löngu fyrir setningu laganna. Annars hefði ekki þurft að setja lögin. Það er ekki þannig að við trúum vegna þess að lög voru sett, lögin voru sett vegna þess að við viljum trúa. Og þessi ofurtrú á að fólk fari að lögum er ekki fyrir hendi. Við læsum húsum og bílum og löbbum ekki yfir á gangbraut fyrr en bílar eru stopp þó græni kallinn logi. Að snúa hlutunum svona við er vinsælt hjá þeim höfundum sem virðast vinsælir hjá þér. Og þú lætur glepjast.

Vagn (IP-tala skráð) 11.3.2020 kl. 15:42

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það eru engin lög til um hvað má kallast "hollt mataræði". Hvernig fer fólk að?

Geir Ágústsson, 11.3.2020 kl. 16:01

5 identicon

Það á allavega auðveldara með að forðast falsaðan ost.

Vagn (IP-tala skráð) 11.3.2020 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband