Loftslag og tískusveiflur

Í mjög áhugaverðri grein rakti Gunnlaugur H. Jónsson hitastigið á Íslandi undanfarin 100 ár og spyr í lokin:

Vil kvarta yfir því við Veðurstofuna að meðalárshitatölur fyrir tímabilið 1931-1948, sem var hlýtt tímabil, eru ekki aðgengilegar eins og áður. Taflan sem áður hófst árið 1931 hefst nú árið 1949 ?? sem var óvenju kalt ár, það kaldasta á tímabilinu 1922 til 1966! Hvaða rök eru fyrir þessari breytingu?

Svarið blasir við: Með því að klippa út hlýtt tímabil má láta önnur líta kaldari út og hlýnun undanfarinna áratuga líta dramatískari út. 

Fleiri og fleiri eru farnir að sjá í gegnum loftslagstrúboðið á sama tíma og stjórnmálamenn tala varla um annað með ásetning um að tala enn meira um það.

Eftir stendur samt að kolabruni er skítugur og mengun vegna hans (sem er ekki það sama og losun á koltvísýringi) alvarleg nema menn kunni á dýra og fullkomna hreinsunartækni. Meira að segja kínverskur almenningur nennir ekki lengur að anda að sér kolasóti og mun krefjast dýrra aðgerða. Það felast tækifæri í að minnka kolabrunann og keppa við hann í hagkvæmni. 

Eftir stendur líka að Evrópa er á fullri leið að byggja upp dýra, óhagkvæma, óstöðuga og óstönduga raforkuframleiðslu og stofna dreifikerfum sínum og orkuöryggi í stórhættu. Það felast tækifæri í að græða á þessari vegferð fram af bjargbrún.

Í jörðinni er nóg af olíu og gasi og vatnsföllin á Íslandi eru takmarkalaus uppspretta orku. Það er hægt að reisa kjarnorkuver og rannsaka samrunaorku. Tækifærin eru mörg.

Í millitíðinni breytast aðstæður. Íslendingar ættu auðveldlega að geta komið sínu rafmagni í arðbæra notkun, hvort sem álverin standa eða falla. Tískusveiflan í Evrópu (og jafnvel Bandaríkjunum en sem betur fer hvergi annars staðar) er Íslendingum í hag. 

Hitt er rétt að samkeppnisforskotið er að minnka. Bretar gætu allt í einu farið í stórkostlega uppbyggingu á kjarnorkuframleiðslu sinni og dæla hagkvæmu rafmagni yfir álfuna. Frakkar gætu hafið uppbyggingu líka. Þjóðverjar gætu jafnvel fattað að kjarnorkuver þeirra eru frábær og ber að halda áfram í rekstri. Það þarf að huga að þessu eins og öðru og tryggja að raforkuframleiðsla á Íslandi sé eins hagkvæm og hugsast getur (og hætta öllum tilraunum sem ýta henni í hina áttina).

Vonandi ber Íslendingum gæfa til að standa vörð um framleiðslu sína á verðmætum á einn eða annan hátt og nýta land og gæði sem best í þeirri viðleitni.


mbl.is Þórdís segir raforkumarkaðinn óþroskaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég skil ekki alveg dálæti stjornmálamanna á loftslags-paranoiunni.

Þá vinstrisinnuðu er auðvelt að skilja, fyrir þá er þetta alveg gullið vopn til að skemma iðnað, grafa undan lífskjörum almennings og klóra til sín völdum innanlands.

Fyrir hægri sinnaða... af hverju vilja menn tapa samkeppnishæfni?  Missa peningavöld?  Grafa undan lífskjörum?

Ég hef á tilfinningunni að þetta lið fari ekki mikið út.  Hangi bara innandyra, í dimmum kjöllurum og tali bara við hvorn annan.  Trúi þessum hálf geðveiku leftistum.  (Og leftistar eru geðveikir, það hefur verið sýnt frammá það: https://www.researchgate.net/publication/221686525_Correlation_Not_Causation_The_Relationship_between_Personality_Traits_and_Political_Ideologies?fbclid=IwAR1lFcEkk8Icoq3ao5s5FF5MOUdjROaDDkSJW0nVsCzu04mNCHDoUMXLDHA)

Nú er XD með loftslagsráð, mér sýnist það ekki vænlegt fyrir okkur.  Framtíðin er myrk hérna.

Á meðan er allt bjart í USA, og bretar geta farið að hafa það gott ef þeir snúa baki við þessum hindurvitnum.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2020 kl. 13:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ekki veit ég hvenær þessi loftslagsvá svokallaða gengur yfir. Gögn og tölur og mælingar og eðlisfræði og uppreisn vísindamanna og hvaðeina virðist ekki einu sinni ná að rispa yfirborðið á þessari þreyttu plötu.

Kannski hinn nýi kínverski vírus geti stuðlað að viðhorfsbreytingum? Til að vinna á svoleiðis þarf jú auðlindir og orku og menn gleyma öllu um vindmyllur og sólarorkuver og beita öllum sínum kröftum til að leysa hið raunverulega vandamál. Hver veit?

Nú eða næsta fjármálakrísa sem þurrkar upp allt niðurgreidda/nýprentaða lánsfjármagnið á 0% vöxtunum sem hin svokallaða græna orka þarf til að virka í Excel-skjölunum?

Eða að ákveðin ríki fari að standa í lappirnar? Hérna vonast ég eftir að Ástralía spyrni við fótum (og minni um leið á að skógareldarnir þar í landi eru aðallega vegna íkveikju og landverndar sem meinar bændum að framkvæma skipulega og reglulega bruna til að hreinsa upp dauðar plöntur).

Eða Brasilía og önnur ríki sem eru að byggja upp innviði sína og þurfa til þess olíu og gas.

Margir hægrimenn vilja meina að þeir séu orðnir "hægri-grænir" en hafa misskilið hugtakið alvarlega og hoppað blindandi ofan í suðupott pólitískrar rétthugsunar.

Geir Ágústsson, 17.2.2020 kl. 07:43

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur þú skoðað vef Veðurstofunnar og þau gögn sem þar er hægt að nálgast? Þar eru öll þessi gögn fyrirliggjandi, og það frá árinu 1869, meira að segja niður á mánuði. En. Ja, fyrst einhver stubbur fann ekki tölurnar, þá er ályktunin auðvitað sú að Veðurstofan sé að falsa gögn, eða eins og þú segir orðrétt "klippa út hlýtt tímabil [til þess að] láta önnur líta kaldari út".

Hvernig væri nú að reyna að ræða þessi mál af einhverri skynsemi, en ekki einvörðungu á grundvelli illa undirbyggðra samsæriskenninga?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband