Afneitun!

Andri Snær Magnason, rithöfundur, fékk í hendurnar spurningu: Af hverju hefur Veðurstofa Íslands fjarlægt mælingar á hitastigi á Íslandi af heimasíðu sinni og klippt út óvenjulega hlýtt tímabil framan af gagnarununni?

Svarið ætti að blasa við en menn geta þannig séð deilt um það og boðið upp á önnur svör en mín.1

En það gera menn ekki. Þess í stað er hent í stóru orðin: Afneitari og samsæriskenningar! Hvernig stendur á því?

Nú er Veðurstofa Íslands bæði vettvangur rannsókna og vísinda en líka sinn eigin vettvangur fjárveitinga sem þarf að standa vörð um. Það þarf ekki að smíða flóknar samsæriskenningar til að sjá að það hefur áhrif. 

Það er auðvelt að skjóta á þá sem benda á þetta og verði mönnum að góðu en þegar eðlisfræðingur í leit að talnarunum grípur í tómt þar sem áður var ekki tómt er lítið annað hægt að segja en að eitthvað var fjarlægt sem var þarna áður og fyrir því hlýtur að vera ástæða, góð eða slæm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veðurstofan hefur alls ekki fjarlægt upplýsingar um hitastig fyrir þetta tímabil. Kannski sniðugt að gá fyrst og draga svo ályktanir. En svona verða rangfærslurnar auðvitað til, og vinda upp á sig, og það er vitanlega ánægjulegt fyrir þá sem þrífast á þeim.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 15:50

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svo angað fóru "Engey/sjallinn" gaurarnir.

Á Twitter.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2020 kl. 15:54

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Athyglisvert! Af hverju sagði Andri ekki frá þessu? Hvernig greip pistlahöfundur Fréttablaðsins í tómt? 

Geir Ágústsson, 18.2.2020 kl. 16:03

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu búinn að fara sjálfur inn á vef Veðurstofunnar og athuga hvort gögn um þetta eru þar til staðar? Eða kýstu frekar að byggja skoðanir þínar á getgátum og vangaveltum um hver hafi sagt hvað, og forðast eins og heitan eldinn að afla þér upplýsinga? Er það kennt í verkfræðinni Geir?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 16:32

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég treysti reyndar á fyrrum nágranna minn og pabba vinar og hef að auki ekki haft næði á sama tíma og tölvuaðgengi í bili. Ég þarf því að treysta á þig núna.

Geir Ágústsson, 18.2.2020 kl. 18:22

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Jæja, eyddi 10 mín í að vafra, googla og hvaðeina. Ég finn hvorki stuttar né langar gagnaraðir. Hjálp!

Geir Ágústsson, 18.2.2020 kl. 19:48

7 identicon

Ef þú opnar meðalárshitastig fyrir t.d Stórhöfða hjá Veðurstofunni þá hefst taflan árið 1949.

https://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/Stod_815_Storhofdi.ArsMedal.txt

Ég finn ekki dæmi um að meðaltalið hafi verið 1931 áður en a.m.k. þá eru gögnin birt eftir háhitatímabilið 1925-1945

Karl (IP-tala skráð) 18.2.2020 kl. 19:48

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Athyglistvert. Þá er boltinn hjá Þorsteini að svara fyrir þetta: 

"Vil kvarta yfir því við Veðurstofuna að meðalárshitatölur fyrir tímabilið 1931-1948, sem var hlýtt tímabil, eru ekki aðgengilegar eins og áður. "

Geir Ágústsson, 18.2.2020 kl. 20:47

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þetta er að verða ansi spennandi umræða!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.2.2020 kl. 21:04

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hitatölurnar eru þarna, upp á mánuð, alveg aftur á 19. öld. Dæmi: https://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/lengri/Storhofdi.txt

Og þar með er sú kjánalega samsæriskenning að Veðurstofan feli hitatölur til að blekkja fólk fallin!

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 22:25

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er reyndar alveg furðulegt finnst mér að fólk, sem maður hefði átt að geta talið bærilega skynsamt, sé að standa í því að kokka upp einhverjar svona fáránlegar samsæriskenningar. Til hvers í ósköpunum? Til að þóknast einhverjum apaheilum á blog.is?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 22:27

12 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú varstu tekinn í bólinu frændi.

Er loftslag að breytast?

Merkjanlegar breytingar

Halldór Björnsson 19.3.2009

Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum.

Samfelldar mælingar á styrk CO2 í lofthjúpnum hófust 1958 á Mauna Loa í Kyrrahafinu. Strax á fyrstu árum mælinganna kom í ljós að styrkur CO2 í lofthjúpnum jókst ár frá ári. Við upphaf mælinganna var styrkur CO2 um 315 ppm en árið 2008 hafði styrkurinn vaxið í rúmlega 380 ppm.

Ef magn CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda eykst má búast við auknum gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hlýnun.

Samantekt á nýlegum rannsóknum á loftslagsbreytingum er lýst í ástandsskýrslu Milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar (The Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) sem gefin var út árið 2007 (sjá nánar tilvísun [7]). Þar kemur m.a. fram að:

    • Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni. Á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0.7°C (sjá mynd 1). Ýmsar breytingar tengdar hlýnun eru merkjanlegar. Frostdögum hefur fækkað, jafnframt því sem óvenju köldum dögum fækkar, en heitum dögum fjölgar. Hitabylgjur eru tíðari.

    • Úrkomubreytingar eru ekki jafn eindregnar og hitabreytingar. Víða má merkja verulegar langtíma breytingar á magni úrkomu, en á öðrum svæðum hefur dregið úr henni. Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu. Tíðni flóða og þurrka hefur sumstaðar aukist.

    • Snjóhula hefur minnkað víðast hvar, sérstaklega að vorlagi (sjá mynd 1). Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000. Snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður. Í fjalllendi minnkar snjóhulan meira neðarlega í hlíðum þar sem áhrifa hlýnunar gætir frekar. Á suðurhveli jarðar er minna um snjóhulugögn en þau sýna ýmist minnkun eða engar breytingar á næstliðnum fjórum áratugum.

    • Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli sem og í hitabeltinu. Líklegt er að ísmassi beggja stóru jökulhvelanna (á Grænlandi og á Suðurskautslandinu) hafi minnkað á tímabilinu 1993-2003.

    • Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í N-Íshafi sem hefur minnkað um 7,4% á áratug.

    • Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 m heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratugnum. Eðlismassabreytingar vegna hlýnunar heimshafanna haldast í hendur við hækkandi sjávaryfirborð.

    • Frá 1961 til 2003 hækkaði yfirborð sjávar að meðaltali um 1,8 mm á ári og frá 1993 um 3,1 mm á ári. Þáttur varmaþenslu í hækkun sjávarborðs vegna hlýnunar sjávar er verulegur. Þótt gögn um sjávarstöðu fyrr á tíð séu brotakennd þá er mikil vissa fyrir því að hraði sjávarborðshækkunar jókst á tímabilinu frá 1871 til 2000 (sjá mynd 1).

    • Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins. Þetta sýrir hafið og hefur það súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar. Takmarkaður vísindalegur skilningur er á áhrifum súrnunar á vistkerfi hafsins.

    Meðalhiti jarðar í 150 ár, sjávarstaða og snjóhula

    þrjú línurit

    Mynd 1. Breytingar á meðalhita jarðar (efst), á sjávarstöðu og snjóhulu á Norðurhveli.

    Heimild: IPCC, sjá nánar tilvísun [7].

    Það er því nokkuð ljóst að veðurfar er að breytast, enda er niðurstaða milliríkjanefndarinnar að það sé mjög líklegt að meðalhiti jarðar hafi á síðari hluta 20. aldar verið hærri en á nokkru en á nokkru öðru 50-ára tímabili síðustu 500 árin, og líklega sá hæsti í a.m.k. 1300 ár. Breytingar í ýmsum náttúruþáttum í lofthjúpnum, hafinu, í jöklum og ís bera óumdeilanleg merki þessarar hlýnunar.

    Hverjar eru ástæður loftslagsbreytinganna?

    Af ofanskráðu má vera ljóst að líklegast er að þessa hlýnun megi rekja til losunar gróðurhúsalofttegunda.

    Milliríkjanefndin lagði mat á hvort þessa hlýnun mætti rekja til innri orsaka, svo sem tilviljanakennds náttúrulegs breytileika. Niðurstaðan er sú að það er afar ólíklegt að hlýnun síðustu 50 ára megi útskýra án breytinga í ytri aðstæðum. Samanlögð áhrif náttúrulegra þátta, þ.e. eldgosaösku og breytinga á styrk sólar, hefðu líklega valdið kólnun á tímabilinu. Þetta má sjá á mynd 2 þar sem borin er saman mæld hlýnun jarðar og niðurstöður margra loftslagslíkana (heimild IPCC, sjá nánar tilvísun [8]).

    Myndin sýnir að líkönin herma að meðaltali vel eftir langtímabreytingum á meðalhita, en einungis ef tekið er tillit til aukningar gróðurhúsalofttegunda (mynd 2a). Séu gróðurhúsalofttegundir ekki teknar með í reikninginn (mynd 2b) ná líkönin ekki að herma eftir hlýnun síðustu áratuga. Mjög líklegt er að aukning gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannkyns valdi megninu af þeirri hnattrænu hlýnun sem átt hefur sér stað frá því um miðja seinustu öld.

    Hitafrávik við yfirborð jarðar á síðustu öld

    tvö línurit

    Mynd 2.

    a) Hitafrávik við yfirborð jarðar á síðustu öld. Svarta breiða línan sýnir athuganir, fíndregnu línurnar sýna niðurstöður margra loftslagslíkana þar sem geislunarálagið þróaðist í samræmi við aukningu gróðurhúsalofttegunda og náttúrulegra þátta (s.s. breytinga á sólgeislun og loftarða vegna eldgosa). Breiða rauða línan sýnir meðaltal líkananna. Stærstu eldgos á 20. öldinni eru einnig merkt inn á myndina.

    b) Eins og í a) - nema í loftslagslíkönunum var ekki tekið tillit til áhrifa gróðurhúsalofttegunda.

    Heimild IPCC, sjá nánar tilvísun [8].

    Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2020 kl. 00:05

    13 Smámynd: Geir Ágústsson

    Það sem gerðist sennilega hér er að hitatölurunan hin styttri var stytt.

    Geir Ágústsson, 19.2.2020 kl. 04:46

    14 identicon

    Samkvæmt tölunum sem Jóhannes setur hér fram hefur koltvíoxið í lofthjúp því aukist úr 0,0315% í 0,0390% (10.000ppm í 1%). Mun þessi munur gjörbreyta hér veðurfari eða er þessi munur nánast innan skekkjumarka?

    Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.2.2020 kl. 08:58

    15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

    Allt sem kemur frá IPCC(það sem Jóhannes Laxdal setur hér fram í góðri trú væntanlega) er með framsetningar villum sem virðast miða að því einu að ýkja hlýnun síðustu 50 ára Allir sem eitthvað haf fylgst með síðustu 15 ár eða svo ættu að vera búnir að meðtaka þetta. Hér er ágæt úttekt þessu.

        https://skepticalscience.com/Climategate-CRU-emails-hacked.htm

    Af hverju eru þessi IPCC áróður enn á vef veðurstofunnar ?

    Guðmundur Jónsson, 19.2.2020 kl. 11:07

    16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Hvað ertu að segja okkur með þessum hlekk Guðmundur? Kannski það sem stendur þar?

    "A number of independent investigations from different countries, universities and government bodies have investigated the stolen emails and found no evidence of wrong doing. Focusing on a few suggestive emails, taken out of context, merely serves to distract from the wealth of empirical evidence for man-made global warming."

    Þorsteinn Siglaugsson, 19.2.2020 kl. 13:47

    17 identicon

    Þorsteinn það getur verið varasamt að vísa í SkepticalScience líka!

    "Hide the decline" eitt og sér nægir til að sanna að hrein og bein svik voru í tafli hjá Michael Mann og félögum.

    -

    En til að hafa þetta einfalt.  Hvernig er hægt að útskýra hitabreytingarnar frá 1920-1940, litlu ísöldina, kuldatímabilið frá 1960-1980 og bráðnun jökla fyrr á öldum með CO2 jöfnu?

    Það er einfaldlega ekki hægt.

    Karl (IP-tala skráð) 19.2.2020 kl. 15:29

    18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

    Þetta var vitlaus linkur hjà mér, afsakaðu það Þorsteinn. Hér er það sem ég ætlaði að tengj á. 

    https://youtu.be/pVXHaSqpsVg

    Guðmundur Jónsson, 19.2.2020 kl. 20:32

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband