Farið hefur fé betra!

Rio Tinto hyggst hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess. Í fyrirhugaðri endurskoðun verða allar leiðir skoðaðar, þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun.

Og þá hugsa sjálfsagt margir: Farið hefur fé betra!

Ef þeir geta ekki borgað mannsæmandi laun þá mega þeir hypja sig! Að ætla sér að knésetja verkalýðsfélögin með svona hótunum um lokun er ólíðandi!

Þetta er skítugur iðnaður sem eyðileggur loftgæðin, hálendið og útsýnið úr hæðum og hólum Hafnarfjarðar sem hafa byggst upp eftir að álverið reis!

Íslendingar vilja ekki verksmiðjur! Við viljum græn svæði með ferðamönnum og útivistarfólki! Við viljum bara framleiða tölvuleiki og smáforrit í síma! Við erum græn núna!

Hin hreina orka Íslands á ekki að fara í svona ógeð!

En viti menn, núna ræða menn um að álverið fari. Það tapar fé og enginn getur þolað það til eilífðar. Kannski er svona tal orðin endurtekin tugga en margir vonast nú samt til að það sé satt og rétt og að álverið fari.

Auðvitað breytast hagkerfi og gamall iðnaður víkur fyrir nýjum en ef slíkt ferli gerist mjög hratt - hraðar en eðlilegar aðstæður segja til um - þá skilur það marga eftir með ónothæfa reynslu og þekkingu. Nema stálsmiðirnir séu allir á leið á forritunarnámskeið eða í skóla fyrir leiðsögumenn ferðamanna?


mbl.is Skoða mögulega lokun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vandinn þarna liggur í því að svo virðist sem samið hafi verið um fast orkuverð, í stað þess að það væri tengt álverði. Áður voru slíkir samningar yfirleitt tengdir álverði. Líklega hefur kaupandinn í þessu tilfelli talið hagstæðara fyrir sig að taka sjálfur áhættuna af verðsveiflum, enda má leiða líkum að því að þannig hafi hann náð betra verði en ef seljandinn hefði tekið áhættuna Væntingar kaupandans um álverð til framtíðar hafa hins vegar bersýnilega ekki staðist.

Ekki bý ég í nágrenni þessarar verksmiðju, svo tilvist hennar truflar mig ekki. En ég skil auðvitað vel þá sem búa þarna í nágrenninu og þykir lýti að henni fremur en hitt. Og vitanlega víkur gamall iðnaður fyrir nýjum. En framleiðsla málma er kannski ekki beint háð slíku lögmáli, því notkun þeirra er ekki að minnka. Iðnaðurinn færist hins vegar kannski til annarra landa, þar sem orkuverð og vinnuafl er ódýrara.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.2.2020 kl. 13:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Auðvitað er það svo að ef rekstrargrundvöllurinn er horfinn þá hverfur reksturinn. Ýmislegt getur komið til:

- Raforkuverk á markaðsverði er of hátt

- Laun hækka meira en reksturinn þolir

- Hráefni hækka í verði og afurðaverð lækkar

- Ríkið setur á aukaskatta

Í þessu tilviki er samkeppnin frá Kína og þar eru kolin að knýja verksmiðjurnar en ekki vatnsföllin. Umhverfisverndarsinnar hljóta að gráta brotthvarf álversins í Straumsvík. Síðan Kyoto-samkomulagið var sett á hefur allur þungur iðnaður smátt og smátt verið að flýja síhækkandi orkuverð Evrópu.

Hér hafa menn ekki stuðst við markaðslögmálin heldur hafa menn innleitt manngerðar hindranir og kæft sumt en liðkað fyrir öðru.

Geir Ágústsson, 12.2.2020 kl. 14:34

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér þykir ólíklegt að færri álver verði byggð í Kína haldi Ísal áfram starfsemi. :aun eru vitanlega einn þáttur þarna, afurðaverð er annar, en eins og ég nefndi grunar mig að mestu muni um að ekki virðist vera tenging milli álverðs og orkuverðs.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.2.2020 kl. 19:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er gömul taktík hjá þeim til að knýja sitt fram. Þeir hafa hótað þessu nokkrum ainnum og gera það um allan heim. Síðast hótuðu þeir að fara ef þeir fengju ekki að stækka álverið, nú ætla þeir að minnka ef landsvírkjun minnkar ekki verð. Verð sem alltaf hefur verið hrakvirði og því haldið leyndu.

Orkuverðið getur varla verið orsök fyrir 10 milljarða tapi á ári s.l. 10 ár. Þannig kokka þeir bækurnar til að borga núll skatt. Skatt hafa þeir aldrei borgað. Auðvitað á fyrirtæki sem tapar svona og loka. Það segir sig alveg sjálft. 

Ég skora á stjórnvöld að láta reyna á þetta og bugta ekki. Kjosa um þetta ef ekki villbetur til. 

Rio Tinto er ekki í sömu aðstöðu til svona bolabragða eins og áður. Vær så god, myndi ég segja. Farið hefur fé betra.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2020 kl. 19:43

5 identicon

það er undarlegt að Geir skuli vera svona pirraður út í álverið. Það var nú aldeilis mikill sigur árið 1966 að fá þetta fínerí. Hefur skapað ófá störfin og tekjur fyrir þjóðina.Ég vissi ekki að Geir,hinn annars ágæti og frábæri penni, sem ég er 99% sammála,væri umhverfiskommi. Skárra en að vera umhverfishommi eins og sá er situr í rikisstjórninni.

STEINTHOR JONSSON (IP-tala skráð) 12.2.2020 kl. 21:03

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Steinþór,

Ég hef auðvitað taugar til álversins, hef bæði unnið fyrir það verkefni í námi og þekki þónokkra sem hafa unnið það og líkað vel. En ef rekstrargrundvöllurinn er horfinn (samkeppni frá Kína, lágt markaðsverð afurða) þá þarf reksturinn að fara. 

Hins vegar, ef hið opinbera (beint eða óbeint) er að bola fyrirtækinu úr landi þá er hætta á ferð því ef hið opinbera kemst upp með að handvelja fyrirtæki sem fá að starfa á eðlilegum forsendum þá er hægt að spyrja sig: Hver er næstur?

Geir Ágústsson, 13.2.2020 kl. 08:48

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held a að það sé tóm vitleysa að orkukostnaðurinn einn og sér valdi rekstrarvanda þessa fyrirtækis. Ef svo væri, hvers vegna væri þá fyrirtækið að íhuga að bregðast við með því að minnka framleiðslu? Það hefur skyldu til að kaupa ákveðið magn orku, og dragi það verulega úr framleiðslu, hvað gerist þá? Jú, orkukostnaðurinn verður vitanlega enn hærra hlutfall af rekstrarkostnaði en áður. Þarna eru önnur vandamál á ferðinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2020 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband