Listin að móðga

Það er ákveðin list að móðga fólk. Ásetningurinn getur verið mismunandi og aðferðirnar fjölbreyttar.

Sumir móðga af ásetningi til að særa annað fólk á persónulegan hátt.

Sumir móðga til að koma áleiðis mikilvægum og gjarnan umdeildum skilaboðum.

Sumir móðga til að gera grín að þeim sem hafa móðgunina að lífsreglu. Til dæmis með því að ganga í bol sem lofar Kölska til að gera grín að djöfladýrkendum.

En það er því miður orðið alltof auðvelt að móðga og það mætti ætla að margir hafi aldrei átt vini í kringum unglingsárin þegar allt er látið flakka. Mínir bestu vinir segja allskyns hluti um mig við mig og ég svara fullum hálsi og að lokum segja allir skál og hlægja. Ég á fjölbreyttan vinahóp sem aðhyllist allskyns trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir og mataræði. Ekkert er samt heilagt í góðra vina hópi og það má bæði ræða allt af fullri alvöru og gera grín að því. 

Þetta er lífið að mínu mati og forsenda þess að menn geti skipst á skoðunum, ögrað huga sínum og þroskað sjálfið.

Þessu eru samt ekki allir sammála. Ég sé allskyns umfjöllun um að menn reyni að loka á sumar skoðanir með notkun ofbeldis, lögreglu, dómstóla og óhróðurs. Þeir sem uppnefna aðra nasista og fasista beita sjálfir fasískum aðferðum (ritskoðun, ofbeldi og svívirðingar), sem er alveg einstaklega kaldhæðnislegt. 

Þetta er furðulegt því hvernig er besta leiðin til að mæta fullyrðingum þess sem hefur rangt fyrir sér, að mati einhvers? Það er jú að leyfa viðkomandi að tala og vera síðan svarað með rökum. 

Besta leiðin til að útrýma því óvelkomna er að draga það fram í dagsljósið.

Eftir að leikskóla sleppir á enginn að geta heimtað öruggt rými þar sem bara hið saklausa, viðtekna og samþykkta fær að heyrast. Þeir sem vilja slík örugg rými er bent á að kaupa sér bleiupakka og snuð og yfirgefa heim fullorðinna.


mbl.is Satanískur bolur veldur uppþoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Orð að sönnu Geir.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2019 kl. 08:30

2 identicon

Virkar vel þegar tveir tala saman yfir kaffibolla eða í litlum lokuðum hóp drykkjufélaga. Þess fyrir utan er aðeins hið óvelkomna, engin rök til að mæta fullyrðingunum, ekkert mótsvar og skaðinn er skeður. Sjáðu bara Ómar, hann trúir hverju orði af þessu bulli þínu. Hann er ekki maður sem skiptir um skoðun þegar hann hefur hugsunarlaust kokgleypt eitthvað. Og ekki var sú skoðun mynduð með samtali og rökræðum. Engin ögrun, enginn þroski og engin skoðanaskipti.

Vagn (IP-tala skráð) 10.12.2019 kl. 13:56

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Vagn minn, það er einmitt þetta sem Geir á við með móðgunargirni.

Eiginlega ekkert sagt, eða þá mjög lífið, og rafeind eins og þú breytist í tuðandi gamalmenni.

Þú ættir að fá þér einn léttan og athuga hvort þú getir ekki slakað á.

Það er lélegur sýndarveruleiki sem býður ekki upp á slíka þjónustu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2019 kl. 15:52

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bara til að árétta þá er móðgun stór hluti gamanleikja, kvikmynda, listaverka, ræðukeppna og vegglistaverkja, svo eitthvað sé nefnt. Það er mikil vinna að forðast allt þetta en fóðrað herbergi hjálpar kannski.

Geir Ágústsson, 10.12.2019 kl. 18:04

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef tekið eftir því hér á Blogginu að það eru margir sem þora ekki að koma fram undir nafni hvað þá með mynd. Oftar en ekki eru það þeir sem gagrýna mest og "ráðast" á aðra. Þetta eru lítilmenni að mínum dómi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2019 kl. 17:35

6 identicon

Lítilmenni skipta um umræðuefni til að reyna að koma höggi á aðra. Sárnar þegar ekkert nafn er til að rekja og rakka persónulega niður. Og gera það ekki á sinni síðu heldur á síðum þeirra sem vilja skoðanir en ekki nöfn og sjá ekki neitt athugavert við nafnleysi. Enda er það síðueigandi sem hefur ritstjórnarvaldið og ákveður hvað fær að standa og hvað ekki.

Það er mitt að ákveða hvernig ég bregst við hættum internetsins. Og það er mitt að ákveða hvort ég treysti vinnuveitendum til að hundsa við ráðningar í ábyrgðarstöður það sem fólk setur á internetið. Sjötugur ellilífeyrisþegi með lögheimili í Mosfellsbæ sem enginn telur marktækan og engu hefur að tapa breytir því ekki með einhverju geðvonskurausi.

Vagn (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 00:24

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Nafnleysi þitt angrar mig ekki en vinsamlegast reyndu að hemja í þér ókurteisina og persónuníðið. Hafir þú þörf fyrir að móðga og gera lítið úr fólki sökum aldurs eða annars er ég viss um að þú eigir eldri ættingja eða aðra í nærumhverfi þínu sem taka við slíku frá þér.

Geir Ágústsson, 12.12.2019 kl. 07:46

8 identicon

"Eftir að leikskóla sleppir á enginn að geta heimtað öruggt rými þar sem bara hið saklausa, viðtekna og samþykkta fær að heyrast. Þeir sem vilja slík örugg rými er bent á að kaupa sér bleiupakka og snuð og yfirgefa heim fullorðinna."

Vagn (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 08:20

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Rétt, og ég tek undir mín eigin orð um að það eigi ekki að vera hægt að breyta heiminum í leikskóla og öruggt rými og þess í stað er betra að skrá sig bara á leikskóla. En hér var enginn einstaklingur tekinn fyrir og lítilsvirtur fyrir aldurs sakir.

Geir Ágústsson, 12.12.2019 kl. 13:34

10 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef greinilega móðgað nafnleysinga!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.12.2019 kl. 16:23

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Klárlega, enda augljóst að Vagn hefur ekki náð tökum á listinni að móðga, og ruglar því saman við að svívirða. Þetta tvennt er samt tvennt ólíkt.

Geir Ágústsson, 12.12.2019 kl. 18:57

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Geir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2019 kl. 19:57

13 identicon

Ef það er svívirða að kalla sjötugan ellilífeyrisþega með lögheimili í Mosfellsbæ  sjötugan ellilífeyrisþega með lögheimili í Mosfellsbæ þá er fokið í flest skjól.

Ef það að segja einhvern, sem ekki þekkir aðstæður og getur sagt hvað sem er án afleiðinga, ómarktækan með engu að tapa er það mikil svívirða að menn halda ekki vatni er ofurviðkvæmnin komin á nýtt og áður óþekkt stig.

Og haldi einhver að geðvonskuraus sé ekki réttnefni á ólundar tuði sem á ekkert skylt við umræðuefnið þá vantar hann eitthvað upp á Íslenskukunnáttuna.

En það að þið skulið móðgast svo svakalega að þið teljið ykkur svívirta kom ekki á óvart. Í framtíðinni mun ég samt ekki reyna að taka tillit til tilfinninga ykkar og þroska og halda mig við það sem leikskólabörn þola, hið saklausa, viðtekna og samþykkta. Þið getið prufað bossakrem ef sviðinn verður of mikill.

Vagn (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 20:32

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þetta var miklu betra. Þarna kallaðir þú ellilífeyrisþega með lögheimili í Mosfellsbæ  sjötugan ellilífeyrisþega, í stað þess að gefa til kynna að þar með sé viðkomandi ómarktækur.

Geir Ágústsson, 13.12.2019 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband