Mikilvægara að hleypa áfengi í matvöruverslanir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það eindregna skoðun sína að seinka skuli klukkunni á Íslandi, enda sé það lýðheilsumál.

Gott hjá henni. Á meðan önnur ríki ræða að hætta eilífu hringli með klukkuna tekur heilbrigðisráðherra Íslands þetta ómerkilega mál upp á sína arma. 

Ég er samt með annað lýðheilsumál sem er sennilega brýnna: Að hleypa áfengi inn í íslenskar matvöruverslanir og gera það ódýrara.

Þetta hefur marga kosti.

Í fyrsta lagi fær kaupmaðurinn á horninu annað tækifæri til að halda lífi í samkeppni við stórmarkaðina sem deila bílastæði með áfengisverslunum ríkisins. Um leið minnkar þetta umferð inn á þau bílastæði. Nærumhverfið styrkist.

Í öðru lagi getur áfengi komist nær því að verða afslappandi neysluvara sem má njóta í hófi og oft frekar en að vera sjaldgæfur lúxusdropi sem þarf að sturta í sig í miklu magni. Menn kaupa oftar áfengi og minna í einu og læra að umgangast það eins og hverja aðra óhollustu.

Í þriðja lagi er dregið úr freistingunni að sækja sér önnur vímuefni, lögleg eða ólögleg. Áfengi er fyrirsjáanlegt og rennur hratt úr kerfinu. Unglingar og ungt fólk gæti haldið sig við áfengið og látið önnur efni eiga sig. Ef hverfissjoppan selur bjórkippu er komin samkeppni við heimsend vímuefni glæpamannanna. 

Í fjórða lagi er ekkert að því að lina aðeins þjáningar myrkursins með svolitlu áfengi. Eitt vínglas eða bjór er bæði andlegur og líkamlegur gleðigjafi, rúsína í pylsuenda skammdegisins og leið til að hrista af sér drunga dagsins.

Kæri heilbrigðisráðherra, áfengi í matvöruverslanir - fyrir lýðheilsuna!


mbl.is Svandís vill seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta tvennt fer algerlega saman Geir. Því drukknari sem maður er á kveldin, þeim mun seinna vill maður fara á fætur á morgnana. Fullkominni lýðheilsu verður tæpast náð fyrr en fólk tekur að staulast illa timbrað eða jafnvel enn sauðdrukkuð í vinnuna einhvern tíma rétt undir hádegi, og nær ekki að hírast þar nema 2-3 tíma í nafni styttingar (eða jafnvel afnáms) vinnuvikunnar. Fer þá aftur heim að staupa sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2019 kl. 21:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eru menn ekki að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar? Áfengið getur tvímælalaust stuðlað að slíku. Annars hljóta allir að gera það upp við sjálfa sig hvað þeir vilja vinna mikið og í hvernig ástandi. Flestir geta hæglega sameinað tvö rauðvínsglös með fullum og afkastamiklum vinnudegi frá næsta morgni.

Geir Ágústsson, 8.12.2019 kl. 11:35

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Akkúrat. Og verulega mikið áfengi á degi hverjum mun líklega hjálpa mönnum að stytta starfsævina (og æviskeiðið allt raunar) alveg umtalsvert. Best færi því á því að lækka eða afnema tolla á áfengi, eða jafnvel hafa það á krananum, breyta klukkunni, ekki aðeins til að menn geti mætt síðar til vinnu, heldur á þann hátt að dagurinn styttist en nóttin lengist. Með þessu væri margt unnið fyrir þá sem leiðist í vinnunni og vilja verja þar sem stystum tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2019 kl. 18:09

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Merkilegt er að þegar Íslendingar ferðast erlendi,þá er

þetta svo sjálfsagt að fara í matvöruverslanir og geta

keypt sér bjór eða vín. En þegar komið er til baka til

Íslands, þá verður þetta að stórvandamáli.

Nægir að  minna á bjórbannið sem lauk 1.mars 1989.

Allar þær stórfullyrðingar hvernig þjóðin myndi fara fjandans

til ef almenningur gæti keypt sér bjór varð af engvu.

Sauð drukknir Íslendingar, eftir böll, sem venjan var að sjá,

heyra sögunni til.

Kannski væri neysla á sterkum fíkniefnum minni í dag

ef ekki væri fyri þetta bann á sölu á léttvíni og bjór

í matvöruverslunum. Hvað veit ég.

Tek það fram að ég er ekki fylgjandi hvoru tveggja,

en hvenær hafa boð og bönn komið í veg fyrir hvort tveggja..??

Bjórbannið, þegar því var aflétt, snarlega breytti drykkjuvenjum Íslendinga til

hins betra, ef svo má að orði komast.

Í dag sést meira af útdópuðu fólki heldur en drukknum

í miðborg Reykjavíkur í dag.

Hver skyldi ástæðan vera fyri því..??

Ekki er það léttvín og bjór..!!!

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.12.2019 kl. 19:15

5 identicon

Svandís vill fara eins að og aðrar þjóðir og vill hafa klukkuna sem næst rétta miðað við gang sólar. Hún hefur ekki lagt til að það hringl með klukkuna sem viðgengst beggja megin Atlantsála verði tekið upp hér.

Ég held hins vegar að það væri heppilegt. Þannig kæmu ungmenni betur sofin í skólann á morgnana, menn fengju betur notið sólar eftir vinnu á sumrin og tímamunurinn við útlönd yrði ávallt hinn sami. 

Þannig var þetta hér á landi á árum áður og reyndist vel. Ef aðrar þjóðir hættu að færa til klukkuna tvisvar á ári gæti afstaða mín þó breyst.

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.12.2019 kl. 12:11

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óvænt og vel skoðandi rök kemurðu með fyrir máli þínu hér, Geir, sitthvað sem ég hafði ekki hugleitt, en skemmtilega glögg eru svörin frá Þorsteini.

Jón Valur Jensson, 10.12.2019 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband