Hart sótt að efasemdamanneskju á borgarafundi

RÚV skrifar nánast með stolti í stórri fyrirsögn: 

Hart sótt að efasemdamanneskju á borgarafundi

Það má svo sannarlega segja það. Manneskja var boðuð í sjónvarpssal og á móti henni töluðu tveir spyrlar og þrír gestir. Gripið var fram í við hvert tækifæri svo viðkomandi fékk aldrei að ljúka setningu. Svo já, þarna sótti RÚV að svokallaðri efasemdamanneskju, sem er rangnefni því þessi manneskja var sú eina sem efaðist ekki um að vísindamenn séu að vinna við vísindi þar sem ný þekking er sífellt að skjóta upp kollinum. Aðrir - köllum þá hina trúuðu - telja ranglega að vísindin séu einfaldlega frágengin og komin inn í lokaskýrsluna sem þurfi ekki að bæta fleiru við.

En af hverju ákveður RÚV að sækja að efasemdamanneskju?

Frægur er viðtalsþáttur RÚV við Milton Friedman heitinn, einn frægasta hagfræðing sögunnar. Þar sátu á móti honum einn blaðamaður og þrír mótherjar. Þar sótti RÚV líka að manneskju. 

Í stað þess að sækja að fólki ætti RÚV að reyna - eftir þeirri sýnilega takmörkuðu getu sem stofnunin yfir að ráða - að bjóða upp á umræðu þar sem maður ræðir við mann eða menn ræða við menn. Að siga heilum hópi af sanntrúuðum á eina manneskju, og leyfa svo þessari manneskju aldrei að ljúka setningu, er léleg blaðamennska og skemmdarverk á opinberri og upplýstri umræðu.

Skamm, RÚV!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átti einhver von á öðru þegar kemur að fjölmiðlum yfir höfuð og þá sérstaklega rúv?

Halldór (IP-tala skráð) 20.11.2019 kl. 15:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég senti svonefndum „Þjóðfundi“ í Kastljósi eftirfarandi spurningalista. Ég reiknaði ekki með að neinni þeirra verði svarað, enda varð sú raunin, því „þjóðfundurinn var nánast eingöngu skipuaður fólki sem tekur tölvulíkön fram yfir blákaldar staðreyndir eiss og þær sem hér eru raktar:

Spuning 1. Hvers vegna er alltaf talað um „hlýnun“ þegar það er alveg óumdeilt að jörðin hefur verið að kólna og þorna í 7-8 þúsund ár. Sú smávægilega uppsveifla í hita, ein af mörgum upp- og niðursveiflum í árþúsundir ætti að kallast „endurhlýnun“. Má t.d. benda á nýlega bók Helga Björnssonar jöklafræðings, þar sem fram kemur að Vatnajökull byrjaði að myndast fyrir 4500 árum, um sama leyti og Forn- Egyptar voru að reisa pýramída sína.

Raunar vær lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880.
Þetta ættu allir, sem titla sig „vísindamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki marktækir.

Og hver er þetta litla orð „aftur“? Af hverju er alltaf talað um „hlýnun“ en ekki eins og rétter, „endurhlýnun“?

 

Spurning 2. Koldíozíð hleðst ekki upp, heldur verður það  koldíoxíð sem verður til í dag orðið að nýjum jurtum og nýjú súrefni eftir ca. tíu ár. Á þessari hringrás byggja t.d. C14 aldursákvarðanir fornleifafræðinga. Meira koldíoxíð þýðir einfaldlega meiri gróður, sem aftur þýðir meiri upptöku því náttúran leitar alltaf jafnvægis. Græðgi jurtalífsins hefur haldiðkoldíoxíði frá því að vera yfir 200 kíló í tonni niður í innan við eitt kíló í tonni adrúmslofts í meira en 500 milljón ár og er nú sem svarar 400 grömmum í tonni andrúmslofts.Gervihnattamyndir NASA sýna ótvírætt að jörðin er nú grænni og grónari en í manna minnum,

Hvað er vandamálið?

 

Spurning 3.  Af hverju er aldrei talað um að a.m.k. 97% koldíoxíðs er náttúrulegt?

Það kemur að sjálfsögðu að hluta frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska (neðansjáar). skordýra (gífulegt magn, sem alltaf gleymist) og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakteríum. 

Allt sem deyr ofansjávar og neðan breytist að miklu leyti í koldíoxíð fyrir tilverknað þessarra örvera. Menn ættu að hafa í huga að örverur eru meira en helmingur lífmassa jarðar og þetta magn er gífurlegt (sbr. t.d. framræsla mýra).

Þá er ótalið allt það, sem hefur streymt frá því í árdaga af þessari ósýnilegu, lyktarlausu lofttegund upp úr jörðinni úr öllßum lág- og háhitasvæðum jarðar ofansjávar og neðan auk þess sem eldfjöllin leggja öðru hvoru til. Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega „köldum" löndum eru víða ölkeldur og loftop, sem koldíoxíð streymir upp um.

Auk þess ná eldvirkir neðansjávarhryggir um 50 þús. kílómetra í mörgum hlykkjum umhveris jörðina og á þeim eru hunduð þúsunda eða milljónir loftventla og eldgíga sem koldíoxíð streymir úr. Þetta er óskaplegt magn, sem nánast aldrei er talað um. Af hverju í ósköpunum er aldrei talað um þetta?

Spurning 4: Hvað í ósköpunum gerir það til ef Sahara verður aftur að grasi gróinn slélttu, freðmýrar bráðni aftur þannig að skógur nái aftur allt til íshafs eins og hann sannannlega gerði fyrir 7-8 þúsund árum? Mikið hafði kólnað á dögum Rómverja, en þó var Norður- Afríka svo gróin að hún var kornforðabúr veldisins og þaðan komu fílar Hannibals og villidýrin í hringleikahúsin. Þetta er alveg óumdeilt. Rómverjar stunduðu líka vínrækt við Hadríanusarmúrinn á landamærum Skotlands eins og fornleifar sanna. Hvað gerir til þó það gerist aftur?

Spurning 5. Meðan sólin skín mun ferskt vatn gufa upp úr höfunum og því meira sem loftslag er hlýrra. Einnig eykst rakadrægni loftsins gífurlega við tiltölulega litla hækkun hitastigs. Gróflega þýðir þetta að hlýnun gufuhvolfsins um eitt stig veldur hækkun vatnsgufu í því um sjö rakastig.  Ef loftslag skyldi hlýna mundi að því þýða stóraukna úrkomu, svipað og var fyrir 7-8 þúsund árum þegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin eins og flestar aðrar eyðimerkur. Nýlegar rannsóknir á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna, að á atlantíska skeiðinu fyrir um átta þúsund árum uxu þar jurtir sem þurfa um sjö stiga hærri meðalhita en nú er þar. Þetta þýðir, að íshafið hefur verið að mestu eða öllu íslaust a.m.k. á sumrin. Meðal sjávarstaða, að frátöldu landrisi og landsigi, var  þó aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú. Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðalhita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungu meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli.

Spurning 6. Af hverju í ósköpunum trúa menn á tölvulíkön en ekki blákaldar staðreyndir eins og þær sem ég hef rakið hér að ofan?

Vilhjálmur Eyþórsson, 20.11.2019 kl. 16:00

3 identicon

Áhugaverðar spurningar hjá Vilhjálmi, væri gaman að fá einhvern loftslagsvísindamann til að svara þeim og sannfæra mig um að hann hafi rangt fyrir sér.

Getur verið að IPCC sé að nota sér hamfarahlýnun til að breyta heiminum í sósíalíska útópíu með háum sköttum ? 

Emil Þór Emilsson (IP-tala skráð) 20.11.2019 kl. 21:51

4 identicon

Ríkissjónvarpið er vinstri áróðursmaskína sem slítur af mér á annað hundrað þúsund króna árlega í afnotagjöld. Ég er hættur að horfa á ríkissjónvarpið en þarf samt að borga. Getur fólk ekki verið sammála um að finna þessum risafjármunum sem fara í þennann rekstur betri farveg? Á meðan fólk er ekki sammála um svo einfalda hluti er borin von að hagur hinna verst settu vænkist.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 21.11.2019 kl. 07:47

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ÉG slepp yfirleitt Rúv fréttum, sé þær á st2 með miklu skemmtilegri íþróttafréttir. slepp við að sjá skítlegar fyrirsagnir um Trump,sem svo dregið í land til að þær dæmist ekki vitlausr,- Fyrir sagnir duga Glóbalistum þykjst vinna heiminn.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2019 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband