Kolefnisfótspor góða fólksins

Rannsóknir hafa sýnt að vel menntaða, heimsvana, áhyggjufulla góða fólkið leysir úr læðingi miklu meira kolefni en aðrir.

Það er allt í góðu lagi með það. Kolefni er plöntufóður og stuðlar að grænkun Jarðarinnar og þar með auknum lífmassa, meiri matvælauppskeru og hraustlegra lífríkis. 

Verst er samt áhugi góða fólksins á að skattleggja pöpulinn svo mikið að hann hefur ekki efni á ferðalögum góða fólksins. Pöpullinn vill gjarnan eina utanlandsferð á ári í sólina eða til að heimsækja vini eða ættingja. Góða fólkið fer í stórborgarferðir, menningarreisur og ráðstefnur - margar flugferðir á ári.

Það vantar ekki predikara í fílabeinsturnum en ég legg til að hunsa þá. Kolefni er ekki hættulegt fyrir loftslagið, það er allt í lagi að fljúga og góða fólkið á ekki að fá að ráða þótt það sé duglegt að blaðra.


mbl.is Guðbjörg og Ragnar Þór völdu brúðkaupsferð í stað veislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband