MC Hammer sem fjármálaráðherra?

Í fjarveru meiriháttar áfalla er eiginlega aldrei hægt að tala um að einhver eða eitthvað eigi við tekjuvandamál að stríða. Miklu frekar ætti að tala um útgjaldavandamál.

Tökum dæmi:

Fyrir mörgum árum kom út lagið "U Can't Touch It", sem var flutt af rapparanum MC Hammer. Þetta lag náði gríðarlegum vinsældum og það, auk fleiri, gerði MC Hammer að moldríkum manni. Fyrir nokkura ára vinnu hefði maðurinn getað lifað góðu lífi alla ævi. Svo fór þó ekki. 

Hann fór að eyða stórkostlegum fjárhæðum í glæsikerrur, hallir og lífverði. Á tímabili var hann með um 200 manns á launaskrá. Skuldir fóru að hlaðast upp um leið og hægðist á plötusölunni. Að lokum þurfti hann að lýsa sig gjaldþrota.

Gjaldþrota!

MC Hammer átti á tímabili sand af seðlum sem hefðu auðveldlega getað dugað honum út ævina. Hann kom sér hins vegar í útgjaldavandamál. 

Hið íslenska ríki er eins konar MC Hammer. Tekjurnar hafa aldrei verið hærri og sneiðin sem ríkið klípir af hagkerfinu hefur sjaldan verið stærri. Samt eru menn að dansa í kringum núllið á meðan opinberar skuldir eru enn í svimandi hæðum.

Íslendingar geta gert betur en að láta MC Hammer stjórna ríkisfjármálunum. Mörg sveitarfélög ættu líka að hugsa sinn gang.


mbl.is Hallarekstur mildi samdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband