400 metrar

Enn og aftur er boðið upp á flugeldasýningu og húllumhæ: Nýtt leiðarkerfi almenningsvagna í Reykjavík er í bígerð!

Það mætti halda að enginn læri af reynslunni.

Það hefur margoft verið reynt að koma fleirum í strætó með nýju leiðarkerfi.

Milljarðarnir sópast inn í kerfið.

En ekkert gerist.

Kannski vantar bara þumalputtareglurnar? Hér eru nokkrar nothæfar:

  • Ekki hafa lengra en 400-500 metra á milli stoppistöðva
  • Ekki láta fólk skipta oftar en einu sinni til að komast á áfangastað
  • Ekki moka fólki inn í troðfulla vagna
  • Ekki láta fólk bíða í meira en 10 mínútur
  • Ekki vera tæknilega eftir á, hvorki hvað varðar að skipuleggja ferðina né borga fyrir hana
  • Það skiptir minna máli að bíða stutt og fá sæti en komast hratt á áfangastað eftir langa bið, og þurfa að standa á meðan

Good luck!


mbl.is Borgarlína og ný leiðarkerfi kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hafa WiFi sem virkar. Í augnablikinu tengjast farsímarnir roternum en það er allt of sumt. Routerinn sem er ætlaður farþegunum er ekkert í sambandi við netið. Svo að þegar Strætó auglýsir frítt WiFi, þá er það svindl og blekking.

Stefán (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 20:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það gera fleiri, líka dönsku lestirnar og sumir strætóar. Sjálfur er ég hættur að reyna komast inn á þetta af sömu ástæðum og þú nefnir, fyrir utan að opin WiFi hafa oft ýmsa öryggisgalla. Þetta lét ég viljandi standa utan við minna lista.

Geir Ágústsson, 29.10.2019 kl. 21:04

3 identicon

Ég hef núna kynnt mér fyrstu hugmyndirnar að þessu nýja leiðakerfi og mér finnst þetta vera tóm vitleysa. Þetta er versta almenningssamgönguáætlun sem ég hef nokkurn tíma séð. Ef að þessu verður (og það er engin ástæða til annars, því að stjórn Strætós hlustar yfirleitt ekki á kvartanir farþega, hvað þá meirihlutinn í borgarstjórn), þá verður þetta versta kerfi síðan 1968 þegar aðeins einn vagn hjá SVR fór upp í Breiðholt á hálftíma fresti (hins vegar fóru a.m.k. tveir vagnar inn á Klepp) og einn vagn frá SVK inn í Kópavoginn á klukkutíma fresti. En því gamla úrelta kerfi má segja til varnar að það hafði verið í notkun síðan leið eitt byrjaði að keyra Freyjugötuna í lok 6. áratugarins og SVR hafði ekki getað fylgt með þróuninni af einhverjum ástæðum.

Ég fer með strætó á hverjum degi og mér dugar alltaf að taka einn vagn sama hvert ég fer, hvort sem það er leið 3, 6, 4 eða 24, en í þessu nýja leiðakerfi þarf ég að taka tvo eða þrjá. Stofnleiðirnar eru látnar keyra flöskuhálsa eins og Suðurlandsbraut (með umferðarljósum á 50 metra fresti og aðins tveimur akreinum) í stað Hringbrautar og Miklubrautar. Norðanverður Kópavogur (Nýbýlavegur) verður næstum strætólaus og aðeins ein leið fer inn í Mjódd.

Þegar núverandi kerfi var kynnt, var hugmyndin mjög góð. Stofnleiðirnar 1-6 voru hraðferðir og síðan var hægt að taka aðrar leiðir. En síðan komu breytingar á leið 2, 4 og 6 sem gerði að leiðirnar voru ekki lengur stofnleiðir, hvað þá hraðferðir. Það liggur við að ég sakni leiðakerfisins frá 8. áratugnum þegar leið 2 keyrði Granda-Voga og leið 3 keyrði Haga-Sund. Liggur við.

Að því sögðu þá veit ég enn ekki hvað þessi vesæla Borgarlína er. Ég held ekki að neinn hjá borgaryfirvöldum viti það heldur. Það hefur verið ýjað að því að Borgarlínan sé bara 2ja vagna strætó, en hún virðist ákveða allt annað, bæði strætóleiðir og hvar verði byggt. Í hvert skipti sem talað er um samgöngur í borginni kemur orðið "Borgarlína" fyrir í hverri setningu, hugtak sem er álíka útjaskað og merkingarlaust og klisjurnar "loftslagsvá" og "hnattræn hlýnun".

Einhver hefur nefnt að Borgarlínan sé andvana fædd hugmynd. Í öllu falli löngu dauð á miðri meðgöngu.

Stefán (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 22:08

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það hlýtur að blasa við að það er ekki hægt að miðstýra þessu frekar en öðru.

Af hverju er ekki fyrir löngu búið að gefast upp og bjóða sérhæfðum fyrirtækjum í fólksflutningum upp á að setjast við borðið og ræða málin?

Til dæmis Uber:
https://movement.uber.com/

"Cities are the backdrop of our lives - they are complicated, ever-changing places. As Uber has powered the movement of millions from A to B, we've uncovered unique insights about how and why people move."

Geir Ágústsson, 30.10.2019 kl. 08:25

5 identicon

Satt segirðu. Sérstaklega þegar miðstýringin byggir á imynunum og hugmyndum sem eru blessunarlega laus við tengsl við raunveruleikann.

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2019 kl. 12:23

6 identicon

Leiðakerfi breytast eftir því hvernig borgir þróast. Breytt hlutverk miðbæjarins og breytt aldurssamsetning íbúa í hverfunum kallar á breytingar.

Farþegum Strætó fjölgaði um sex prósent á fyrri hemingi ársins 2019. Í lok júlí höfðu um 6,8 milljónir farþega ferðast með Strætó það sem af er ári.

Strætó er sérhæft fyrirtæki í fólksflutningum með áratuga reynslu. Það er meira en nokkur á þessari síðu getur sagt, og meira en uber getur sagt. 

Vagn (IP-tala skráð) 31.10.2019 kl. 10:24

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ekkert af því sem þú nefnir er raunveruleg ástæða næstkomandi breytinga. Breytingarnar miðast við að einhvern tímann í framtíðinni verði búið að byggja meira meðfram fyrirfram skilgreindum línum. En á meðan svo er ekki þarf fólk að labba lengra (slæmt) gegn því að bíða styttra eftir strætó (gott) sem keyrir á stað þar sem þarf svo aftur að labba lengra (slæmt). 

Sem sagt: Gamalt mjöl í nýjum sekkjum.

En sjáum hvað setur. Jú, á fyrstu 6 mánuðum þessa árs tókst að fjölga í strætó (þótt það sé ekki tekið fram að hve miklu leyti þetta er fjölgun á föstum farþegum vs. ferðamönnum) en yfir það heila hefur gjörsamlega mistekist að fjölga strætófarþegum þótt upphæðirnar sem menn hafa sett í kerfið séu svimandi.

En menn þurfa ekki að gefast upp á meðan skattgreiðendur halda áfram að opna veskin.

Geir Ágústsson, 31.10.2019 kl. 11:28

8 identicon

Ég álít að núverandi strætókerfi er ágætt, bæði hvað varðar leiðir ofg tíðni en meirihlutinn í borginni vill alltaf eyðileggja allt sem virkar vel. Þetta áætla'a kerfi er algjörlega út úr kú.

Almenningssamgöngur eiga að vera góðar, því að ekki allir eiga bíl eða hafa bílpróf, og eðli sínu samkvæmt þurfa sveitarfélögin að niðurgreiða þær hlutfallslega.

Hins vegar á ekki að láta góðar almenningssamgöngur bitna á einkabílum. Það er sama hvað Dagur & Co. rembast við að eyðileggja götur og torg borgarinnar (í augnablikinu er verið að eyðileggja Hagatorg) og sóa fé í bjánalegar framkvæmdir (sbr. Miklubrautina svo og Furumel með hraðahindranir á 3 stöðum á 150 m langri götu), bílaeigendur munu aldrei flykkjast í strætó nema tímabundið meðan bíllinn er á verkstæði.

Það er sósíalískur hugsunarháttur sem byggir á atferlisstjórnun og á því að afnema lýðræði fyrir þegnana. Sbr. Venezuela, Cuba og Norður-Kóreu.

Stefán (IP-tala skráð) 31.10.2019 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband