Hvađa stjórnmálahugsjón ađhyllist ţú?

Stundum er fólk skilgreint út frá ţví hvar ţađ stendur í pólitík. Pólitík eru umrćđur og skođanaskipti fólka sem er stundum og stundum ekki skráđ í einhvern stjórnmálaflokkinn eđa telur einhvern einn stjórnmálaflokk betri kost en annan.

Ţetta er ţröngur rammi.

Enginn stjórnmálaflokkur er fullkominn og raunar eru ţeir allir frekar gallađir. Stjórnmál eđa pólitík er eltingaleikur viđ atkvćđi og menn selja ţar hugsjónir sínar, oft á lágu verđi, til ađ kaupa sér hylli. Enginn stjórnmálaflokkur er svo heilsteyptur ađ hann standi fastur á sínu sama hvađ skođanakannanir segja enda vćri ţađ hreinlega ekki hćgt ţví kjósendur eru ađ bíđa eftir sölurćđum og hreyfa sig ekki nema fá slíkar. Stjórnmálaflokkar verđa í sífellu ađ endurskođa sig og endurnýja ţótt ţar međ sé ekki sagt ađ ţeir ţurfi ađ ţeytast um eins og lauf í vindi.

Ţar međ er heldur ekki sagt ađ kjósendur séu allir eins og hjörđ sem lćtur smalahundinn í sífellu senda sig í ógöngur eđa inn í sláturhúsiđ. Vissulega láta ţeir táldraga sig međ útgjöldum, bótum og niđurgreiđslum og fá í stađinn hćrri skatta, fleiri reglur og meira eftirlit. Vissulega láta ţeir hrćđa sig til hlýđni ţegar einhver talar um ađ draga úr opinberri miđstýringu og einokun. En ţađ er samt hćgt ađ greina almennar hneigđir međal almennings sem hafa ţá ţrjá megindrćtti sem hvern og einn mćtti kalla mismunandi stjórnmálahugsjón:

  • Ţađ vćri ágćtt ađ geta valiđ um meira á frjálsum markađi samkeppnisreksturs í stađ ţess ađ vera bara lofađ öllu fyrir ekkert: Ríkisvaldiđ á ađ minnka og frjáls samvinna ađ stćkka
  • Ţađ vćri ágćtt ađ taka val af neytendum og setja í hendur stjórnmálamanna í auknum mćli: Ríkisvaldiđ á ađ stćkka á kostnađ hins frjálsa framtaks
  • Mér er sama: Afstöđuleysi

Ţessi flokkun felur ekki í sér ađ ef menn falla í einhvern hóp ţá séu ţeir sjálfkrafa kjósendur ákveđinna stjórnmálaflokka. Ţađ eru til flokkar sem vilja meira frelsi á sumum sviđum en meiri ríkismiđstýringu og ríkiseinokun á öđrum. Sumir vilja binda niđur hćgri höndina en losa um ţá vinstri: Frelsi til ađ skeina sér er óskert en ţađ er ekki hćgt ađ klóra sér í nefinu á sama tíma.

Ţađ gćti losađ töluvert um umrćđuna og haft hreinsandi áhrif ađ rćđa ekki stjórnmál á forsendum flokkanna heldur sem hugmyndabaráttu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband