Eru batterí umhverfisvæn?

Ég er hrifinn af öllu sem er rafknúið. Það játa ég fúslega. Ég hef notað rafmagnsbíla, allskyns lítil farartæki knúin rafmagni og á fjöldann allan af tækjum sem ganga fyrir rafmagni: Farsíma, vasaljós, Kindle lesbretti, tölvu, rafmagnssígarettur, borvél og svona mætti lengi telja.

Mér dettur samt ekki í hug að telja áhuga minn á rafmagnstækjum vera sérstaklega umhverfisvænan. Er ég þá ekki endilega að tala um að raforkuna þarf að framleiða einhvern veginn með ýmsum hætti. Rafmagnsbíll í Þýskalandi sem keyrir á kolaorku frá Póllandi er ekkert endilega umhverfisvænni en bensínbíll í Þýskalandi.

Batterí eru að mörgu leyti stórhættuleg fyrir umhverfið. Þau eru full af allskyns eiturefnum og gerð úr allskyns sjaldgæfum málmum sem kosta mikla orku og fyrirhöfn að sækja.

Þegar tæknin er þanin til hins ýtrasta er alltaf verið að taka áhættu og það eru menn svo sannarlega að gera í tilviki rafmagnsfarartækja eins og rafmagnsbila. Það er enginn hægðarleikur að slökkva eld sem blossar upp í rafmagnsbíl, og slíkir eldar virðast vera nokkuð algengir

Það kostar líka mikla orku að setja saman einn rafmagnsbíl. Sá bíll þarf að keyra í mörg ár áður en kolefnislosun vegna hans er jöfnuð út af bensínbíl í fullri notkun.

Svo má ekki gleyma hráefnum batterísins. Þau eru mörg hver sjaldgæf og finnast ekki mjög víða. Barnaþrælkun er jafnvel notuð til að halda í við þrýstinginn að koma nægum hráefnum á markað. Magnið sem einn rafmagnsbíll þarf jafnast á við gríðarlegt magn af hefðbundnum rafmagnstækjum sem eru yfirleitt lítil.

Svipaða sögu má segja um allt hitt dótið sem a að vera svo umhverfisvænt. Vindmyllur eru líka hráefnafrekar, fyrir utan að vera brothættar og óstöðugar og ný tækni sem er sífellt verið að þrýsta út á ystu mörk. Sólarorkuver þurfa líka mikið af allskyns hráefnum sem er erfitt að krækja í.

Ég neita því ekki að það er hægt að gera betur en dæla kolareyk ósíuðum upp í loftið þar sem hann fellur niður sem sót eða súrt regn. Málið er samt að við höfum um svo miklu meira að velja þótt við föllum ekki í allar gildrur dægurmálaumræðunnar um hvað er og er ekki umhverfisvænt.


mbl.is Alþingi með rafhjól til reynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikil hreyfing fyrir því usa frá demókrötum að rafvæða bíla og aðrar samgöngu. Á sama tíma vilja þeir loka kolaorkuverum og banna gasframleiðslu og olíuiðnaðinn. Fyrir utan alla orkuna og snefilefnin sem fara í að framleiða þessa hluti þá verður fátt um svör þegar spurt er um hvaðan rafmagnið í þetta allt eigi að koma. 

Almenningur veit hverslags vitfirring þetta er. Það er í raun verið að segja fólki að flytja í moldarkofa, rækta sinn eigin mat og elda með viði. Stjórnmálamenn þræta fyrir þetta enda er undirliggjandi markmið þessarar vitleysu ekki umhverfisvernd heldur allsherjarvald og miðstýring í sovétskum anda. Þeir fljúga á einkaþotum vítt og breitt til að flytja testamentið og byggja sér strandvillur á stöðum sem þeir segi að fari undir vatn innan 10 ára. 

Þetta endar með allsherjar upplausn og uppreisn og þetta lið verpur stjaksett ef þeir fá borti af þessu framgengt. Því get ég lofað.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2019 kl. 06:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Steinar,

Ekki vera svo bjartsýnn á að þessi hringavitleysa muni hafa afleiðingar.

Karl Marx skrifaði á sínum tíma þessa uppskrift að því að koma á sósíalísku þjóðskipulagi og ég veit ekki betur en að megnið af punktunum séu innleiddir að því marki að það er talið "fáránlegt" að afnema þá núna (t.d. ríkiseinokun á útgáfu peninga):
https://www.marxists.org/archive/marx/works/1848/communist-manifesto/ch02.htm

1. Abolition of property in land and application of all rents of land to public purposes.
2. A heavy progressive or graduated income tax.
3. Abolition of all rights of inheritance.
4. Confiscation of the property of all emigrants and rebels.
5. Centralisation of credit in the hands of the state, by means of a national bank with State capital and an exclusive monopoly.
6. Centralisation of the means of communication and transport in the hands of the State.
7. Extension of factories and instruments of production owned by the State; the bringing into cultivation of waste-lands, and the improvement of the soil generally in accordance with a common plan.
8. Equal liability of all to work. Establishment of industrial armies, especially for agriculture.
9. Combination of agriculture with manufacturing industries; gradual abolition of all the distinction between town and country by a more equable distribution of the populace over the country.
10. Free education for all children in public schools. Abolition of children’s factory labour in its present form. Combination of education with industrial production,

Geir Ágústsson, 22.10.2019 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband