Áróðurinn bítur sig í rassgatið

Höfum eitt á hreinu:

Plast er gott hráefni sem hefur mikið notagildi og lítil neikvæð áhrif á umhverfið og heilsu manna og dýra og gerir okkur kleift að gera mjög mikið fyrir lítið fé.

Það er hægt að segja svipaða sögu um ál.

Markaðurinn hefur fundið leiðir til að nýta bæði plast og ál á hagkvæman hátt (þrátt fyrir alla skattana, niðurgreiðslurnar og reglurnar). 

Það er því synd og skömm að sjá innantóman og tilfinningahlaðinn áróður þrýsta plasti út. Því er þá annaðhvort skipt út fyrir allskonar málma (eins og ál) eða menn reyna að komast hjá því að nota umbúðir þar sem áður voru umbúðir.

Umbúðir verja varning og matvæli og minnka sóun á verðmætum. 

Ál er ekki beinlínis sársaukalaus framleiðsla. Hráefni álvinnslu þarf að grafa upp úr jörðu og ógrynni rafmagns þarf til að úr verði endanleg vara. Ál er heppilegt þegar umbúðir þurfa að vera þéttar og léttar eða sem byggingarefni í hluti sem þurfa að vera sterkir og léttir, svo sem hjól og bíla. 

Plast hefur líka galla: Það þarf að farga því á réttan hátt að notkun lokinni. Þetta er samt ekkert vandamál ef undan eru skilin nokkur stórfljót í þróunarríkjum. Yfir 90% af öllu plasti sem endar í sjónum rennur úr eingöngu 10 stórfljótum í Afríku og Asíu. Plaströr á Íslandi endar í ruslinu og að lokum í höndum fagaðila sem farga því á einn eða annan hátt.

Áliðnaðurinn gleðst nú yfir því að fólk lætur plata sig. Það er svo einfalt.


mbl.is Stækkar álmarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eftir því sem langra á líður hef ég meiri grun um að þetta snúist ekkert um umhverfisvernd, heldur bara um að stjórna *einhverju.*  Hverju sem er.  Þða er bara eitthvað lið sem vill geta sagt: við létum banna þetta.  Púntur.

Engin umhverfisvernd, engin hugsjón, engin hugsun, ekkert.  Bara stjórn.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2019 kl. 15:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Auðvitað er þetta rétt hjá þér og afsakanirnar fyrir stjórnmennskunni breytast svo bara með tímanum. 

Það breytir því samt ekki að ef einhver boðar hefnd guðanna, reiði Guðs, ógnvænlegar veðurspár eða stanslaust fyllerí sem dregur alla í glötun þá þarf að svara því. Andstæðingar stjórnmennskunnar þurfa að breytast í einskonar fjölvísindamenn sem geta svarað hrópunum með rökum og passa sig á að verða ekki bara hluti af grátkór á móti.

Því miður.

Það er því miður að sá sem kvartar og kveinar, óttast, hræðist og vill setja alla í hlekki til að forða okkur frá glötun fær strax athygli. Sá sem syndir í hina áttina þarf að afla sér röksemda sem styðjast við raunveruleikann.

Geir Ágústsson, 23.10.2019 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband