Þegar Jörðin var hlýrri ...

Jörðin hefur oft verið hlýrri en í dag. Rifjum aðeins upp afleiðngar þeirra hamfaratímabila (svo tungutak nútímans sé notað).

Þegar Jörðin var hlýrri ...

... á víkingaöld, þá ræktuðu menn korn á Íslandi, höfðu aðgang að náttúrulegum nytjaskógum og ólu sauðfé á Grænlandi.

... á tímum Rómverja, þá ræktuðu menn vínþrúgur á Englandi.

... fyrir nokkur þúsund árum þá leiddi hlýrra loftslag til meiri uppgufunar og meiri rigningar sem vökvaði Sahara-eyðimörkina svo hún var græn og stóð undir útbreiddri nýtingu mannsins.

Hræðsluáróðurinn er að ná hápunkti sínum og fer að falla um sjálfan sig. Menn eru hættir að nota venjulegt tungutak og tjá sig varla nema til að spá enn einum heimsendinum. Kannski einhver þýskur sérvitringurinn finni fljótlega upp hagkvæma leið til að framleiða orku með kjarnasamruna, flæði hræódýrri orku yfir heiminn og bjargi vitleysingunum fyrir horn áður en einhver krakkinn bendir á að keisarinn er nakinn? 


mbl.is Endurheimt landgæða lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef hlýnunin er of hröð getur það leitt til stórfelldra hörmunga. Það er alveg pointless að þrasa um að einhvern tíma, fyrir mörgþúsund árum, hafi jörðin verið hlýrri en nú. Það er einfaldlega ekki punkturinn. Punkturinn er að hröð hlýnun leiðir af sér svo hraðar breytingar á lífsskilyrðum á mörgum stöðum í heiminum að erfitt verður að ráða við afleiðingarnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2019 kl. 20:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Er einhver hröð hlýnun í gangi?

Og ef svo er, er hún af mannavöldum?

Þetta eru spurningar sem vísindamenn eru í raun og veru enn að ræða og fjarri því að vera fullkláruð umræða sem er tilbúin með niðurstöður fyrir stjórnmálamenn. 

Að því sögðu er ekki endilega svo að allar svokallaðar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu slæmar. Það má vel vera að endurheimt á mýri sé gagnleg í sjálfu sér og af ýmsum ástæðum, eða ræktun skóga, eða krafa um að miðbæir stórborga losni við útblástursrörin til að bæta loftgæði fólks.

En þessi þorsti okkar í risastór batterí blönduð námusvita afrískra barna, brothættar tegundir orkuframleiðslu og skerðing á tekjum venjulegs fólks: Það er bara sósíalismi í dulargervi, og fórnarlambið er markaðshagkerfið.

Geir Ágústsson, 12.9.2019 kl. 06:28

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarað hjá þér, Geir, og takk fyrir góðan pistilinn!

Þorsteinn greyið er enn eitt fórnarlamb þessarar biggest hoax of the 21st Century. Hann mætir trúlega með heilaþvegnu, skrópandi skólakrökkunum á reglulegar samkomur á Austurvelli í vetur og fram á vor og þar til þau hafa komizt að raun um að heimsendir er ekki á leiðinni.

Jón Valur Jensson, 12.9.2019 kl. 09:05

4 Smámynd: Haukur Árnason

"Zharkova og teymið hennar hefur með sínum reiknilíkönum náð að líkja það vel eftir hegðun sólarinnar að líkanið sýnir nær fullkomlega alla helstu og stærstu viðburði sólarinnar síðustu árþúsund. Öll lágmörk sólarinnar, Maunder lágmarkið (1645-1715), Wolf lágmarkið (1300-1350), Oort lágmarkið (1000-1050) og Homer lágmarkið (800-900 f.Kr). Einnig sólar hámörkin þegar mest var um sólbletti, Hlýindaskeið miðaldra (900-1200), Rómverska hlýindaskeiðið (400-150 f.Kr)

Vonandi verður ekki of kalt á okkur. NASA var að gefa út svipað. Kólnandi til 2055.

Haukur Árnason, 12.9.2019 kl. 11:25

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf alls ekki að uppnefna fólk eða tala niður til þess þótt það sé manni ósammála.

Ég skil vel að margir hafi áhyggjur. Ekki vantar fyrirsagnirnar og ræðurnar til að ýta undir þær.

Ég hef hins vegar valið að hafa ekki áhyggjur og í staðinn að vera bjartsýnn. Bækur eins og The Rational Optimist (Matt Ridley) og The Creative Society (Lars Tvede) hafa stuðlað að þessari bjartsýni, og stutt bjartsýnina góðum rökum.

Geir Ágústsson, 12.9.2019 kl. 11:32

6 identicon

Hvenær eru loftslagsbreytingar örar? Ég held nú að það sé afstætt. 

Danski jöklafræðingurinn, Peder Steffensen, sem hefur rannsakað Grænlandsjökul, sýnir fram á að veðurfar þar í 800 þús. ár hafi einstaka sinnum verið hlýrra heldur en nú er, en lengst af var það miklu kaldara og miklu óstöðugra. Það hefur aldrei verið eins stöðugt eins og síðustu ellefu þús. árin.

Hve lengi varir þessi stöðugleiki? Hvernig verður hægt að viðhalda menningu við þær stórkostlegu loftslagsbreytingr sem lengst af hafa verið á þessu tímbili.

Við getum ekki stjórnað loftslaginu eða hitastiginu á jörðinni, en við höfum kannski áhrif á það og okkur ber að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að þessi áhrif komi okkur í ógöngur. Hvort það tekst, veit ég ekki.  En ég get ekki skilið þá sem hafa á móti því að reyna. Það hefur ekkert með pólitík að gera, en auðvitað snertir það ýmsa hagsmuni.

Hér er myndskeið þar sem þýskur eðlisfræðingur ræðir um loftslagsmálin. Hann birtir þar m.a. línurit af útgeislun sólar sem fer nú minnkandi og ætti því loftslagið á jörðinni að kólna. Mælingar sýna þó að þessu er öfugt farið. Þetta er einkum áberandi í námunda við heimsskautin. Einnig eru veturnir nú hlýrri heldur en áður var og sama er að segja um næturnar. Þ.e. hlýnunin er meira áberandi þegar sólin skín ekki. Þessi hlýnun er í fullu samræmi við línurit sem sýna ört vaxandi styrk CO2 í loftinu.

Þeim sem vildu ómaka sig á að kynna sér rök þessa þýska vísindamanns má benda á að hægt er að ná í sjálfvirkan þýðingartexta með pistlinum, þ.á m. á íslensku.                 Ist die Sonne schuld am Klimawandel? | Harald Lesch               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.9.2019 kl. 15:19

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég lít svo á að blessuð skólabörnin hafi verið heilaþvegin af sínum takmarkað upplýstu kennurum, Krakka-Rúvurum og falsfrétta-síbylju. Sömuleiðis vorkenni ég Þorsteini.

Jón Valur Jensson, 12.9.2019 kl. 15:25

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Þú bendir á Þjóðverja. Einhver annar bendir svo á Breta. Þá er bent á Rússa, og svo á Dana. Svona á þetta að vera, líka innan vísindasamfélagsins. Niðurstaðan er, að það er ekki komin niðurstaða í málið, og þeir sem segja að niðurstaðan sé komin á hreint hafa fyrst og fremst rangt fyrir sér í því að niðurstaðan liggur ekki fyrir. 

Jón,

Auðvitað eru skólabörnin heilaþvegin af viðteknum skoðunum. Þannig hefur það alltaf verið. Þess vegna ber að einkavæða skólakerfið og koma á ný samkeppni í hugmyndum, ekki samkeppni í heilaþvotti.

Geir Ágústsson, 12.9.2019 kl. 19:07

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það þarf ekki að leita langt, Geir, til að sjá gögn um hraða hlýnun á undanförnum áratugum. Nóg að kíkja á Wikipedia: https://en.wikipedia.org/wiki/Global_warming.

En meginatriðin í umræðunni eru þessi:

Það að benda á að það hafi verið hlýrra í ár en í fyrra eru ekki rök fyrir hlýnun.

Það að benda á að það hafi verið kaldara í ár en í fyrra eru ekki rök gegn hlýnun.

Staðhæfingar um að niðurstöður um áhrif mengunar á hlýnun grundvallist aðeins á samleitni eru rangar. Aðferðir til að greina raunverulegt orsakasamhengi hafa verið þekktar lengi.

Staðhæfingar um að athafnir mannsins hafi lítil sem engin áhrif á magn gróðurhúsalofttegunda eru rangar og aðferðir til að aðgreina þessi áhrif frá öðrum hafa verið þekktar lengi.

Það að benda á jörðin hafi einhvern tíma fyrir mörgþúsund árum verið hlýrri en nú eru heldur ekki rök gegn þeirri hröðu hlýnun sem nú á sér stað. Né heldur er það röksemd gegn því að afleiðingar hennar geti leitt til stórfelldra vandamála.

En allt þetta er hins vegar megininntakið í málflutningi þeirra sem vilja skella skollaeyrum við upplýsingum um hlýnun andrúmsloftsins og afleiðingum hennar. Og það er nú einmitt það sem gerir málflutninginn svo einstaklega ótrúverðugan.

Við þetta bætast svo vitanlega bjálfarnir hjá hverjum getan til rökhugsunar takmarkast við ad hominem málflutning - í besta falli - (nefni engin nöfn).

Að lokum: Óþægilegar staðreyndir er ávallt betra að takast á við á annan hátt en með því að stinga höfðinu í sandinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.9.2019 kl. 21:12

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enginn vísindamaður er Þorsteinn á þessu sviði og ætti að spara orð sín hér. Grautarsamsetningur á Wikipediu, með þeim mun fleiri frjálsum efnisframlögum sem fleiri æsast upp í þessu máli út frá áróðurs-síbyljunni, kemur ekki í stað rannsókna. Þorsteinn hefði ekkert í Friðrik Daníelsson verkfræðing á þessu sviði, ekki fremur en hann hefði haft roð við Lofti Altice Þorsteinssyni verkfræðingi. Vísa má á skrif þeirra beggja. 

Oft koma fram athyglisverðar uppl. og fréttir á Facebókarsíðunni https://www.facebook.com/groups/glopahlynun/

Jón Valur Jensson, 12.9.2019 kl. 22:57

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarf greinilega ekki að sleppa því að nefna bjálfana með ad hominem röksemdirnar. Þeir sjá um að dúkka upp sjálfir.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.9.2019 kl. 06:03

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég held að enginn sé ósammála mælingum (gefið að það séu ekki fleiri Climategate-mál í gangi). Þær segja samt bara alls ekki alla söguna og mér finnst öll þessi tilgáta (fundin upp af Margraet Thatcher til að koma höggi á kolanámumenn í verkfalli) frekar ótrúðverðug.

Menn þurfa hér að hugsa stærra: Við erum lítil kúla í geimnum, og á henni skella allskyns stormar af ögnum, rafregulmagni og hitageislum. Skýjafar umlykur kúluna. Eldfjöll spúa upp efnum. Allt eru þetta miklu, miklu stærri kraftar en sem nemur aukningu á einni lofttegund úr 0,02% í 0,04% af andrúmsloftinu.

Veðurfar er í sífellu að breytast og loftslagsbreytingar eru hluti af lífinu á Jörðinni. Eigum við sem manneskjur ekki frekar að einblína á hagkvæma, stöðuga og agnalausa orkugjafa sem bæta líf okkar og gera okkur kleift að aðlagast breytilegum aðstæðum?
- Olía gas
- Kjarnorka
- Vatnsföll
- Rafmagnsbíla í stórborgum
- ...og fyrir þá sem eru nógu ríkir til að hafa efni á glingri: Sólarorka og vindorka

... En allt án þess að berja á hagkerfinu og senda börnin hrædd í rúmið á kvöldin.

Geir Ágústsson, 13.9.2019 kl. 07:01

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já Geir, ég held að enginn hafni því að fleira en gróðurhúsalofttegundir hefur áhrif á loftslagið. En allt þetta hefur verið rannsakað mikið, jafnvel þótt þeim rannsóknum sé ekki lokið, og verði væntanlega aldrei lokið að fullu. En miðað við það sem við vitum nú hafa athafnir okkar umtalsverð áhrif á hitastigið. Olían er stór áhrifaþáttur. En kjarnorka, sólarorka, vind- og vatnsorka ekki. Rafmagnsbílar geta leyst olíubrennslu af hólmi ef raforkan er ekki framleidd með olíu- eða kolabrennslu. Óttinn við kjarnorkuna er raunar kannski eitt af stærstu hindrununum þegar kemur að því að draga úr olíunotkun og kolanotkun.

Það er á hinn bóginn alveg rétt að þessar breytingar eru ekki að valda útrýmingu mannkynsins. En það merkir þó ekki að ástæðulaust sé að bregðast við þeim, vegna þess að áhrifin geta orðið mjög alvarleg á mörgum svæðum í heiminum. Til þess þarf að vissu marki að berja á hagkerfinu. Og að senda börnin hrædd í rúmið? Samkvæmt breytingastjórnunarfræðunum verður breytingum best hrint í framkvæmd með því að sýna annars vegar fram á ávinninginn sem bíður handan við hornið, og samhliða fram á ógnina sem til staðar er. Annars gerist ekki neitt.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.9.2019 kl. 08:24

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn Siglaugsson veit ekki hvað ad hominem "röksemd" er!

Jón Valur Jensson, 13.9.2019 kl. 18:29

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ad hominem röksemd er þegar rökum andstæðingsins er svarað með því að ekki sé að marka þau vegna þess hver hann er. Dæmi: "

Manneskja B: „Auðvitað segir þú að guð sé til, þú ert prestur, og afkoma þín ræðst af því hvort að Guð sé til eða ekki.“ (Wikipedia)

Sambærilegt dæmi: "Enginn vísindamaður er Þorsteinn á þessu sviði og ætti að spara orð sín hér. Grautarsamsetningur á Wikipediu, með þeim mun fleiri frjálsum efnisframlögum sem fleiri æsast upp í þessu máli út frá áróðurs-síbyljunni, kemur ekki í stað rannsókna. Þorsteinn hefði ekkert í Friðrik Daníelsson verkfræðing á þessu sviði, ekki fremur en hann hefði haft roð við Lofti Altice Þorsteinssyni verkfræðingi. Vísa má á skrif þeirra beggja. " (Jón Valur Jensson)

Nú hefur Jón Valur upplýsingar um hvað ad-hominem röksemd er og sé hann tilbúinn að viðurkenna að slíkar röksemdir eru ógildar, sem þær svo sannarlega eru, á hann þá hér með þess kost að hætta því. En ég held ekki að það komi til þess, vegna þess að ég efast um að hann skilji muninn á gildum og ógildum röksemdafærslum.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2019 kl. 09:27

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Bara ein athugasemd í viðbót. Þú segir: 

"En miðað við það sem við vitum nú hafa athafnir okkar umtalsverð áhrif á hitastigið. "

Í fyrsta lagi tel ég að þetta sé ósannað með öllu.

Í öðru lagi tel ég ekki endilega að núverandi hitastig sé kjörhitastig. Kannski miklu hærra hitastig yrði miklu betra fyrir flesta Jarðarbúa.

Í þriðja lagi hef ég ekki séð nein merki um að hitastig sé að breytast hraðar nú en áður. En sé svo þá sé það ekki leyfisbréf um að byrja saxa á hið frjálsa hagkerfi og færa undir vald alþjóðastofnana.

Í fjórða lagi finnst mér líklegt að stjórnmálaelítan í fyrsta lagi handvelji niðurstöður og í öðru lagi styrki rannsóknir sem bæta í safn ásættanlegra niðurstaða. Stjórnmálavæðing loftslagsvísindanna verður trúverðugleika þeirra banabiti.

Í fimmta lagi vil ég ekki láta ótta stjórna mér né leyfa stjórnmálamönnum að nota ótta til að hirða af okkur frelsi til orða og gjörða. Sagan er full at slíkum valdtökum ríkisins, og dæmin ber að líta á sem víti til varnaðar.

Geir Ágústsson, 15.9.2019 kl. 10:01

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef verið fjarri góðu gamni hér, en eftir hvíld og nokkurt hlé kem ég aftur að svara Þorsteini.

Jón Valur Jensson, 15.9.2019 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband