Bólufrumvarpið

Nýtt fjárlagafrumvarp hefur verið sett saman og þar eru margir athyglisverðir þættir.

Skuldirnar eru háar og eiga að halda áfram að vera háar.

Yfir 2 milljarðar fara í að keyra sjúklingum framhjá einkareknum heilsugæslum í Reykjavík og í flugvél þar sem þeim er flogið til útlanda til að gangast undir áríðandi aðgerðir fyrir margfaldan kostnað miðað við innlenda þjónustu.

Útgjöldin halda áfram að vaxa á ógnarhraða. Óli Björn Kárason, þingmaður, hefur bent á þetta í færslu á fésbókinni, þar sem hann segir meðal annars:

Á komandi ári verða útgjöld ríkisins, fyrir utan fjármagnskostnað, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar, um 62 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs og 44 milljörðum hærri en endurmetin áætlun gerir ráð fyrir. Á næsta ári verða útgjöldin um 206 milljörðum hærri en 2017!

Heildarútgjöld skv. frumvarpi verða 862 milljarðar. Ef menn hefðu bara staðið á bremsunni fyrir litlum tveimur árum væri hreinlega hægt að ganga mjög langt í að afnema virðisaukaskattinn (32% af heildartekjum upp á 920 milljarða, eða 294 milljarðar).

Hvað hafa menn fengið fyrir aukalega 206 milljarða á tveimur árum? Nýtt sjúkrahús? Nei. Ánægða opinbera starfsmenn? Nei. Bætta heilbrigðisþjónustu? Það er erfitt að sjá. 

Fengu menn kannski bara stærri opinbera hít?

Og enn skal haldið áfram á sömu braut!

Þetta fjárlagafrumvarp er galin útþensla á opinberu bákni sem virðist fyrst og fremst framleiða óánægða starfsmenn, biðlista, gagnslausar háskólagráður og holur í gegnum fáfarnar heiðar. 


mbl.is Margra grasa kennir í fjárlagafrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Það er ansi illa farið fyrir okkur þegar ráðherra Sjálfstæðismanna leggur svona fram.

Hvar er frjálshyggjan í þessu frumvarpi? Það virðist vera að Alþingi sé alveg frátengt því að það eru allir skattar í botni

Emil Þór Emilsson, 7.9.2019 kl. 15:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Skattar eru í botni og það er málið! Árið 2008 voru þeir það ekki og skuldir ríkisins nánast engar. Það tókst að forðast raunveruleg viðbrögð við niðursveiflu með því að botna skatta og skuldir. Hvað gerist við næstu niðursveiflu?

Geir Ágústsson, 7.9.2019 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband