Hollt að hugsa, óhollt að gleypa hrátt

Margir vilja gjarnan lifa umhverfisvænu lífi og það er í sjálfu sér allt í lagi, að sjálfsögðu. Hreint umhverfi er heilsusamlagt og oft verðmæt auðlind í sjálfu sér, hvort sem umhverfið er stofan okkar, svalirnar, garðurinn eða náttúran utan við bæjarmörkin.

Þeir sem vilja lifa umhverfisvænu lífi þurfa samt að vara sig því það er ekki allt satt sem sagt er um umhverfisvænt líferni, og sumt er satt en beinlínis skaðlegt heilsu okkar.

Til dæmis eru fjölnota burðarpokar gróðrarstía fyrir bakteríur og það fer mikil orka í að framleiða þá (og þrífa, ef menn nenna því). Þá er betra að nota bara plastpoka, sem er svo hægt að nýta sem ruslapoka sem enda í urðun eða brennslu og gera engum mein (megnið af plastúrgangi hafsins rennur úr örfáum stórfljótum i vanþróuðum ríkjum).

Allskyns ílát úr málmi og gleri eru þung og orkufrek í framleiðslu og þarf að þrífa í sífellu með heitu vatni og sápu. Plastbrúsarnir eru jafnvel betri í mörgum tilfellum.

Einkabíllinn (fjölskyldubíllinn) gerir fólki kleift að versla inn til margra daga og það hvetur fólk til að skipuleggja þarfir sínar nokkra daga fram í tímann. Í því felst töluverð hagkvæmni, bæði fyrir veskið og umhverfið. 

Plast er létt og sterkt og nýjar bifreiðar eru að stóru leyti úr plasti sem léttir þær og minnkar eldsneytisnotkun. Stál er þungt og mikil orka fer í að framleiða það og það þarf mikla orku til að færa það á milli staða. 

Allt sem er fjölnota þarf að þrífa svo það safni ekki í sig sýklum og sveppum. Allt sem er einnota þarf að urða, brenna eða saxa niður og endurnota. Stundum er fjölnota skynsamlegt, stundum ekki.

Endurvinnsla getur verið hagkvæm og skynsamleg en hún getur líka verið orkufrek og krafist allskyns eiturefna og orkufrekra ferla sem nota miklu fleiri auðlindir en að einfaldlega urða eða brenna.

Það er hollt að hugsa og gott fyrir bæði efnahaginn og náttúruna að vanda stundum valið. En það getur kostað bæði fé og sóun að gleypa allan áróðurinn.


mbl.is Stærsta áskorunin að kaupa minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband