Ríkisafskipti og ekkert annað

Hvað gerist þegar ríkinu er "leyft" að skipta sér af ofbeldislausum athöfnum einstaklinga? 

Svarið: Ríkið treður puttunum í allskonar frjáls samskipti á milli óþvingaðra einstaklinga!

Íslendingar þekkja þetta vel. Á Íslandi getur ekki hver sem er selt hverjum sem er áfenga drykki. Á Íslandi er eigendum húseigna ekki leyft að ráða reykingahegðun gesta sinna án afskipta hins opinbera. Á Íslandi þarf að greiða ríkinu gjöld og skatta ef vara er seld frá einum aðila til annars. Á Íslandi má ekki lækna sjúka menn án viðurkenndra pappíra og leyfa, og ekki hægt að greiða fyrir hvaða lækningu sem er á hvaða hátt sem er.

Á Íslandi taka bráðum í gildi lög sem banna með lögum fólki að hleypa öðru fólki inn á húseign sína til að reykja. Í Póllandi eru barnamyndir undir rannsókn yfirvalda (og gætu átt á hættu að vera bannaðar) af því ríkið ákvað að það væri athyglisvert - jafnvel "nauðsynlegt". 

Sem betur fer hef ég hugsað, lesið og heyrt það sem dugir til til að sannfæra mig um að ríkisvaldið er ekki réttlætanlegt með gildum rökum sama hvað. Heildarmyndin er ljós fyrir mér. Því miður gildir það ekki almennt um alla. Þess vegna hneykslast menn á hegðun pólskra stjórnvalda. Það geri ég ekki. Fyrir mér er hún rökrétt og eðlileg afleiðing þess að menn umbera ríkisvaldið.


mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband