Tilvitnun dagsins

Vefþjóðviljinn kveður gamla og góða vísu í dag (#):

Lækingin á meinsemdinni sem ríkisstyrkirnir valda er auðvitað meiri ríkisstyrkir.

Bændum á líka að bjarga frá hinu hörmulega landbúnaðarkerfi með auknu fjáraustri í það. Sjúkrahúsunum "fjársveltu" á að bjarga frá biðlistamenningu og fólki sofandi út á göngunum með meira fjáraustri úr ríkissjóði. Meinsemdir ríkisstyrkjanna hljóta bara eitt læknisráð: Fleiri ríkisstyrki. Er þetta ekki form af sturlun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ennþá viss um að hafa kosið rétt? 

 http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=99848

Árni Richard (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta eru leiðinleg tíðindi og koma mér mikið á óvart. Væri til í að lesa nánari útlistum á ástæðum Einars fyrir þessari yfirlýsingu sinni. Hún er a.m.k. þvert á landsfundarályktun flokks hans! Ætlar Samfylkingin að þegja yfir þessu? 

Geir Ágústsson, 29.5.2007 kl. 20:45

3 identicon

Ég vona það. Samfylkingarráðherrarnir eru farnir að hamra á Sjálfstæðisflokknum með skoðanayfirlýsingum sínum. Annað hvort þegja Sjálfstæðisráðherrarnir eða lýsa yfir Framsóknarskoðunum sínum. Framhaldið verður spennandi.

Árni Richard (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband