Lýðræðið

Það er hægt að segja ýmislegt um Sjálfstæðisflokkinn, enda er það hálfgerð þjóðaríþrótt (sem ég tek sjálfur fullan þátt í).

Eitt verður samt að segjast: Flokkurinn er lýðræðislegur. Reglur hans og stjórnsýsla miðast allt að því að flokksmenn fái að koma skoðunum sínum á framfæri veita fulltrúum sínum aðhald.

Þetta segi ég af einlægni og sem hrós.

Þess vegna skil ég ekki af hverju þingmenn hans láta eins og lýðræðislegt aðhald samflokksmanna sinna sé fyrst og fremst einhvers konar ónæði. Þeir ganga gegn landsfundarályktunum eða vanrækja að fylgja þeim eftir. Þeir fara leynt með skoðanir sínar þar til kemur að því að kjósa um málefni á Alþingi. Hvers vegna?

Auðvitað eru á þessu veigamiklar undantekningar, eins og Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson og jafnvel Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ef allir sjálfstæðismenn væru eins og þessir sjálfstæðismenn er hugsanlegt að fylgi flokksins væri meira. En svo er ekki. Því miður. 


mbl.is Undirskriftum sjálfstæðismanna safnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingmenn eru bara bundnir af egin skoðunum og sem kjörnir fulltrúar þá eru þeir aðeins fulltrúar almennings. Almenningur kaus þá á þing og almenningur borgar þeirra laun. Eitthvað aðhald samflokksmanna þeirra samræmist ekki stjórnarskrá og á ekkert skylt við lýðræði. Og landsfundarályktanir eru ekkert sem kemur þingmönnum okkar við.

Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2019 kl. 10:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Auðvitað er allt þetta satt og rétt, en þá eiga þingmenn einfaldlega að segja það hátt og skýrt að þeir séu ósammála landsfundarályktunum og öðru því efni sem stofnanir flokksins gefa út, sé það raunin. Flokksmenn geta þá haft það í huga næst þegar þeim er boðið að kjósa í prófkjöri. Og sama gildir raunar um þingmenn allra flokka: Ætli þeir sé að ganga í veigamiklum atriðum gegn grunnstefni flokks síns þá eiga þeir að finna sig knúna til að færa rök fyrir máli sínu.

Geir Ágústsson, 6.8.2019 kl. 10:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flokkurinn er vissulega lýðræðislegur í orði kveðnu.

Mikið væri nú gott ef það sama kæmi fram í verki.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2019 kl. 14:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sannleikurinn í ályktun landsfunda er heit kosinna þingmanna, en þá gildir ekki Oft(eða stundum) má satt kyrrt liggja,koma svo!

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2019 kl. 17:25

5 identicon

Vagn er með útúrsnúninga.

Vissulega eiga þingmenn að móta sínar eigin skoðanir en fólkið sem kaus flokkinn (fólk kýs flokka en ekki persónur) kaus ákveðna stefnu sem þeir lofuðu að fylgja (fyrir kosningar)

Persónulega þá finnst mér að breyta eigi reglum þannig að ef einhver vill ekki vera í sínum þingflokki þá eigi hann að hætta á þingi í stað þess að stunda eigin hagsmunapot

Annars eftir að Hjörleifur hætti á Aþingi þá er ENGINN þingmaður sem les allt efnið sem þeir fá heldur treysta þeir algjörlega á álit einhverra annara ef þá nokkur þingmaður hefur fyrir því að lesa þessar tilskipanir frá ESB

Grímur (IP-tala skráð) 6.8.2019 kl. 17:44

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Bæði er það rétt að þingmenn eru eingöngu bundnir af sannfæringu sinni (skv. stjórnarskrá), og hitt að kjósendur og flokksmenn eiga að minnsta kosti skilið að heyra skýringar á veigamiklum frávikum frá stefnuskrá og samþykktum eigin flokka (skv. almennri kurteisi).

En það er samt skondið hvað stjórnarskráin er hérna tekin alvarlega því það er svo sannarlega ekki almenn nálgun. Hún er frekar talin vera til trafala þegar það er með veikum mætti reynt að hemja ríkisskepnuna.

Geir Ágústsson, 7.8.2019 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband