Frjáls hugsun er auðlind framtíðarinnar

Það er alltaf ánægjulegt að lesa um frumlega hugsuði, þá sem skapa og þá sem þora. Á meðan ungmennin brotna núna saman eins og spilaborgir vegna skorts á fylgjendum á samfélagsmiðlum liggur við að maður missi móðinn. Er unga kynslóðin bara að væflast um á netinu í leit að viðurkenningu ókunnugra? Er enginn að hittast, þróa félagsfærni sína og brjóta múra? Eru allir annaðhvort að syngja eins og kórinn eða þegja eins og grjótið?

Það er í svona bölsýnismóði að ég fagna fréttum af ungum, hugrökkum myndlistarmönnum  og miðaldra dónaköllum í Vestmannaeyjum. Þeir eru enn til sem þora, slá til og leggja undir. Sem betur fer. Frjáls hugsun dýrmætasta auðlind okkar. Því miður er verið að loka á þá auðlind. Gegn því þarf að sporna.


mbl.is Leið eins og fertugum karli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verða allavega ekki margar aðrar auðlindir eftir ef þið hægrimenn fáið einhverju ráðið.

Loft, vatn og jörð eru bara eitthvað sem þið viljið frelsi til að fara illa með. Frelsi til að þurfa ekki að taka tillit til annarra er ykkur hugleikið. Ykkur þykir fúlt að hafa ekki frelsi til að hæðast að minnihlutahópum eins og klausturdónar. Fagnið þegar Trump ræðst á konur, blökkumenn, innflytjendur og flóttamenn. Og haldið ekki vatni af gleði ef fávitar gefa út blaðsnepil með bröndurum sem síðast sáust á kaffistofu Gestapo.

Það fer minna fyrir áhuga ykkar á því frelsi sem felst í því að verkafólk ráði sínum örlögum og hafi til hnífs og skeiðar, í því að geta andað að sér hreinu lofti og drukkið hreint vatn. Frelsi til kúgunar, háðungar og eitrunar hljómar svo miklu betur í ykkar eyrum, eða frjáls hugsun eins og þú kallar það.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2019 kl. 00:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kapítalsimi er vinur verkamannsins. Flóttamenn flýja inn í kapítalisma. Umhverfið er þar hreinna. 

Geir Ágústsson, 4.8.2019 kl. 04:53

3 identicon

Ef vinstra liðinu væri alvara að draga úr útblæstri gróðuhúsalofttegunda þá ætti að vera sjálfsagt mál að virkja fleiri lækjarsprænur og jafnvel reisa fleiri kjarnorrkuver í stað þess að kenna kapítalistunm um allt sem það telur miður fara

Grímur (IP-tala skráð) 4.8.2019 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband