Þetta með verðbólgu

Af einhverjum ástæðum hafa menn ákveðið að það sé góð hugmynd að helminga kaupmátt gjaldmiðla á um einnar kynslóðar fresti (verðbólgumarkmiðið svokallaða er 2,5% á ári sem þýðir að hundraðkallinn er orðinn minna en 50 króna virði á innan við 30 árum, gefið að ekkert fari úrskeiðis, sem það gerir alltaf).

Menn halda líka - ranglega - að þetta megi gera á þann hátt að allir finni á sama hátt fyrir rýrnun kaupmáttarins. Það er eins og aukið peningamagn geti dreifst jafnt ofan í veski allra, sem er að sjálfsögðu ekki raunin. Verðbólga er tæki sem sumir hagnast á og aðrir tapa á. Verðbólga er flutningur á verðmætum frá sparifjáreigendum og launafólki og ofan í vasa bankamanna og eftirlætisskjólstæðinga þeirra. 

Nýr seðlabankastjóri ætlar ekki að hrófla við þessu fyrirkomulagi. Hann talar í mesta lagi fyrir svolítilli fínstillingu á því mikla stjórntæki sem miðstýrð ríkiseinokun á peningaútgáfu er. 

Framundan er því meira af því sama. Það eru öll tíðindin. 


mbl.is „Tek við mjög góðu búi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er stórkostleg þversögn að á sama tíma og viðurkennt er að verðbólga sé slæm skuli beinlínis vera opinbert markmið að viðhalda henni.

Svo eru þeir til sem gagnrýna krónuna fyrir að vera gjörn á að rýrna og hafa lagt frama ýmsisskonar tillögur til að bregðast við því sem flestar fela í sér að framselja íslenskt vald til útlanda, en engir þeirra hafa stungið upp á því að einfaldlega verði hætt að rýra krónuna.

Afnemum verðbólgu og gerum krónuna stöðugasta gjaldmiðil heims.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2019 kl. 16:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

100% gullfótur, einhver?

Geir Ágústsson, 26.7.2019 kl. 18:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gullverð er sveiflukennt og því ekki heppilegt viðmið. Auk þess á Seðlabanki Íslands ekki nema um tvö tonn af gulli sem jafngildir um 11 milljörðum króna á núverandi verði. Krónur í umferð eru aftur á móti 1.933 milljarðar og til þess að gulltryggja þær allar þyrfti seðlabankinn að kaupa næstum 350 tonn af gulli í viðbót og borga fyrir í erlendum gjaldeyri, en svo mikill erlendur gjaldeyrir er hreinlega ekki til í landinu.

Við íslenskar aðstæður væri langauðveldasta leiðin til að afnema verðbólgu að taka einfaldlega verðtryggðu krónuna upp sem lögeyri.

100% verðlagsfótur, einhver?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2019 kl. 18:28

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Svona get ég notað 2,5% verðbólgu, til hagsbóta fyrir mig.

Ef við höfum 2,5% verðbólgu, þá er hægt að hækka launin um 2,5% á ári og það þykir gáfulegt, þá hækka þau ekkert, og allir ánægðir. 

Við vitum og skiljum, að oft mis lukkast framkvæmdir, þá getum við bankaeigendur losnað við þau vandræði, 2,5% afskrift á ári.

Við skiljum líka að til að finna það sem við lifum á, þá þarf hugsanlega  að gera 90 % sem engu skilar.

Þegar við bankaeigendur lánum okkur sjálfum, getur það horfið, ef vextir eru lágir eða engir.

Við getum hugsað þetta betur.

Egilsstaðir, 27.07.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.7.2019 kl. 09:52

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Einhversstaðar sá ég að Trump ætlaði að láta Djúpríkið kaupa gull, og gera það verðlaust, í peningakerfinu.

Þegar við kaupum gull í banka, þá er það aðeins tala. Ef við eigum það í holu í garðinum, þá eigum við gull.

Verðið á gullinu virðist vera trú, sem er byggð upp af bakvaldinu, og er oft notað til að spila á okkur. Ég bý til allskonar flækjur til að spila á fólkið.

Mér er nákvæmlega sama, hvað ég sel þér, ef ég fæ þig til að færa eigur þínar til mín.

slóð

Starfsmenn J.P. Morgan fóru í íhugun, hugarflug, um hvernig þeir gætu aukið tekjur fyrirtækisins.

Jónas Gunnlaugsson | 20. janúar 2016

slóð

Chris Powell, ráðherra Gold Anti-Trust Action Comittee, segir að 80% af gulleignum, í veröldinni sé ekki til. Ef það er rétt, þá eru það einhver mestu fjársvik í veröldinni. Það virðist sem hver únsa af gulli sé seld fjórum sinnum, sé eign fjögurra aðila.

Jónas Gunnlaugsson | 13. september 2018

Egilsstaðir, 27.07.2019  Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 27.7.2019 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband