Bjóðið út! Bjóðið út!

Siglingar milli lands og Vestmannaeyja eiga að fara í opinbert útboð hið fyrsta og komast í hendur einkaaðila eins fljótt og hægt er. Þetta gildir um bæði skipið og hafnaraðstöðuna á báðum endum. Það þarf að koma þessu máli í jákvæðan og stöðugan langtímafarveg sem fyrst og stoppa þannig í gatið á veski skattgreiðenda. 

Einhverjum snillingi datt í hug að moka höfn út úr sandströnd við sjó. Það hefur verið eilífur hausverkur allar götur síðan. Þeir sem hafa mokað í sand á fjöru (t.d. í leik með börnum sínum) vita að allt sem er grafið út er fullt af sandi 5 mínútum seinna. Þessari höfn þarf að loka og reisa minnisvarða um fé skattgreiðenda í staðinn.

Úti í hinum stóra heimi finnast óteljandi fyrirtæki sem sérhæfa sig í hagkvæmum, hraðskreiðum og áreiðanlegum siglingum á milli tveggja áfangastaða. Það yrði mikið happ fyrir Íslendinga að fá einhvern slíkra fagaðila til að bjarga málunum hérna.


mbl.is Vilja þjóðhátíðarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs hefur lengi verið á grundvelli útboðs og í höndum einkaaðila. Reksturinn var síðast boðinn út árið 2012 til þriggja ára og svo framlengdur vegna væntanlegrar komu nýja Herjólfs.

Vagn (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 13:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Fylgdi því útboði óútfylltur tékki og sú kvöð að Vegagerðin og Siglingastofnun réðu öllu sem skiptir máli? Annars þigg ég gjarnan smáatriði rekstrarins, herlofur.is er mjög sparasamur á upplýsingar.

Geir Ágústsson, 24.7.2019 kl. 15:10

3 identicon

Hafi óútfylltur tékki verið hagstæðasta tilboðið sem vegegerðinni barst þá hafa þeir þurft að taka því. Útboð fer enginn að bjóða í nema telja sig geta haft einhvern hagnað umfram kostnað. Ríkið þarf því að borga kostnað verks og hagnað verktaka.

Vagn (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 15:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Látum okkur sjá:
- Menn byggja sandkastala við fjöru
- Menn byggja bát sem er ekki hleypt úr skipasmíðastöðinni
- En þegar er búið að leysa út skipið kemur í ljós að það kemst ekki inn í aðra höfnina af tveimur

Annaðhvort er búið að banna aðkomu verkfræðinga og annarra sem kunna að leggja saman einn og einn, eða skera á samskipti verkfræðinga innan skipuritsins. 

Geir Ágústsson, 24.7.2019 kl. 18:40

5 identicon

Það er e.t.v. ekki að ástæðulausu að verkfræðingar eru helst þekktir fyrir að vera hlandblautir í framan eftir að hafa pissað upp í vindinn. Öll þessi útboðsverk sem einkaaðilar unnu hafa ekki varpað neinum ljóma á útboðsleiðina. Verkfræðistofurnar virðast ekki vera nein musteri gáfumanna.

Vagn (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 19:19

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það má vel vera. Ísland er lítið land og skortir e.t.v. sérhæfingu á mörgum sviðum, t.d. í svona löguðu. Gera kannski annað betur. En mér hefði verið hent lóðbeint út á götu fyrir að hafa ekki séð fyrir hæð skips á leið inn í höfn.

Geir Ágústsson, 24.7.2019 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband