Ekki verið að verja erlent starfsfólk

Efling stendur nú í ströngu að kæra mann og annan fyrir að hafa brotið á fullorðnum karlmönnum sem kvarta að tilefnislausu. 

Efling er ekki að standa vörð um lögbundin réttindi og tryggja að lögum sé framfylgt. Efling er að verja yfirráðasvæði sitt með því að gera ráðningar á útlendingum að hættuspili.

Því er ekki hlutverk stéttarfélaga að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna? Og eru hagsmunir þeirra ekki þeir að sem fæstir bítist um þær stöður sem eru í boði, rökstutt af þeirri gölluðu hagfræði að fjöldi starfa í markaðshagkerfi sé fastur?

En gott og vel, það má alveg kæra og láta rannsaka mál og hvaðeina, en slíkt er alltaf gert á kostnað einhvers: Fyrirtækja sem þora ennþá að ráða útlendinga eða verkalýðsfélaga sem senda reikninginn á félagsmenn sína.


mbl.is Efling sakar Eldum rétt um útúrsnúning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband