Sýndarmennska auðmannanna

Hluti af ríkasta fólki Bandaríkjanna hvetur þá sem sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna til að leggja til hækkun skatta á ofurríka. Með því verði hægt að draga úr ójöfnuði og berjast gegn loftslagsvánni.

Með öðrum orðum: Bandarískir auðmenn reyna hér að afvegaleiða stjórnmálamenn með einhverri vitleysu í von um að hljóta náð fyrir augum hins opinbera, t.d. þegar á að bjóða út stórar opinberar framkvæmdir.

Hærri skattar á þá ríku eru ekki góð leið til að fjármagna hið opinbera. Skattstofninn skreppur saman eða hverfur. Hins vegar er hægt að hækka skatta á þá ríku til að líta út fyrir að styðja við litla manninn á lágu laununum. Skattar verða alltaf að megninu til borgaðir af venjulegu launafólki. Of háir skattar eru afleiðing of umfangsmikils ríkisvalds. Sé ætlunin að lækka skatta á venjulegt launafólk þarf að létta hinn opinbera rekstur.

Hærri skattar á þá ríku hjálpa heldur ekki loftslaginu, sem er alls ekki í neinni hættu. Eða ætlar einhver að halda því fram að fólk vilji frekar niðurgreiða vindmyllur en bæta vegina, skólana og sjúkrahúsin? Ég held ekki. 

Nú fyrir utan að bandaríska alríkið skuldar svimandi fjárhæðir. Stærri skattstofn myndi bara þýða meira lánstraust og fleiri lántökur.

Auðmenn eru hérna komnir á þunnan ís sem krefst þess að þeir skilja við rökhugsun og hagfræði til að taka upp sýndarmennsku og pólitískan leikaraskap.


mbl.is Hærri skattar á ritara en milljarðamæring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögnin er rosalega villandi, samkvæmt henni borgar ritar hærri skatt en milljarðamæringur, en síðan er tekið fram seinna í fréttinni að verið er að tala um hærri prósentu ekki upphæð eins og fyrirsögnin gefur í skyn.

Halldór (IP-tala skráð) 25.6.2019 kl. 10:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú fyrir utan allt annað sem er ekki nefnt:

- Fyrirtæki auðmannsins borgar tekjuskatt af hagnaði og auðmaðurinn borgar svo skatt af arðgreiðslunum. Þegar þetta leggst saman er oft um að ræða töluverða skattheimtu

- Launþeginn fær ýmislegt til frádráttar og að auki bætur. Nettóskattheimtan er því yfirleitt lægri að lokum

Geir Ágústsson, 25.6.2019 kl. 10:31

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er mjög gott hjá þér. Rétt er að öll lán Bandaríkjana eru aðeins skrifuð tal. Til að skoða það er gott að lesa,

Kennsla í góðri peninga, bókhalds stjórnun. Allir læri og hjálpi til við endursköpun fjármála bókhaldsins, peninganna, ekki síst að hjálpa þeim sem eru fastir í gamla peningatrúarkerfinu. Peningur er bókhald, skrifuð tala. 16.3.2018 | 20:08

Reyndar eru margir að kynna þetta fyrir okkur á netinu.

Hver á að eiga skrifuðu töluna, það er málefnið.

Miklu af skrifuðutölunum, þarf að henda, þegar verkefnið mistekst.

Til að finna og gera það sem heldur í okkur lífinu,þarf oft að reyna ýmislegt, fara ýmsar krókaleiðir.

Egilsstaðir, 26.06.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.6.2019 kl. 11:12

4 identicon

Það einkennir marga auðmenn, líklega flesta þeirra, að eftir því sem auðurinn vex eykst græðgin í enn meira. Þetta er fíknsjúkdómur.

En auðmenn eru ólíkir eins og aðrir og sumir standast fíknina. Þeir sjá heildarmyndina og gera sér grein fyrir að ójöfnuðurinn er orðinn svo mikill og fer sífellt vaxandi að hætta er á hruni samfélagsins. Þar sem þeir eru ekki illa haldnir af auðsöfnunarfíkninni geta þeir vel hugsað sér að greiða hærri skatta og þannig stuðla að meiri jöfnuði.

Fyrir utan að mikil auðsöfnun veldur oft fíknisjúkdómi hjá auðmönnum er hann þjóðfélagsmein sem fylgir kapítalísku þjóðfélagi ef ekki er gripið í taumana. Það er því mikilvægt að gerðar séu ráðstafanir til að draga úr þessum slæmu afleiðingum.

Þegar Bandaríkin voru talin fyrirmyndarríki voru skattar á hæstu tekjur fyrst um 90%, síðan um 70%, þar sem þeir voru þar þangað til Reagan varð forseti. Síðan hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá almenningi í BNA.

Skattar á hæstu tekjur voru í lágmarki í aðdraganda hrunanna 1929 og 2008. Mikil hækkun skatta á hæstu tekjur er því nauðsynleg til að komast hjá nýju hruni.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.6.2019 kl. 11:45

5 Smámynd: Geir Ágústsson

 Nú eru allir sem lesa þetta meðal 1% ríkustu Jarðarbúa. Þarf ekki að ofurskattleggja ykkur öll svo heimurinn fari ekki á hliðina?

Geir Ágústsson, 26.6.2019 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband