Sleppið því bara að fara á fætur

Á Íslandi er skólaskylda. Börn eru skylduð til að mæta í skóla til 15-16 ára aldurs. Þar eiga þau að læra að lesa og reikna og jafnvel tileinka sér einhverja hæfileika sem hjálpa þeim í lífinu. 

Þetta gengur stundum vel en yfirleitt ekki. Rannsókn eftir rannsókn sýnir fallandi gæði grunnskólanna á Íslandi að því marki að sum sveitarfélög þora ekki lengur að birta sundurliðaðar niðurstöður slíkra rannsókna. Kennarar tala um aukningu á agavandamálum. Skólinn virðist líka vera hundleiðinlegur því allt í einu er orðið svo erfitt að drullast á fætur á morgnana og komast í skólann. Ætli Netflix-gláp fram á nótt, þar sem bláu ljósi er dælt í heilann og hann plataður til að halda sér vakandi, komi eitthvað við sögu?

Um leið er greiningafaraldur í gangi. Í stað þess að leyfa krökkunum að hreyfa sig aðeins eða pína þá út í frímínútur þá sitja þeir eins og draugar á rassgatinu og horfa á Youtube í símanum. Er skrýtið að krakkar þjáist af einbeitingarskorti?

Má ekki bara sleppa því að þvinga þessi unglingagrey til að mæta í skólann? Grunnskólinn er oftar en ekki bara orðinn að geymslu fyrir lata og metnaðarlausa unglinga en það á að vera óþarfi. Þeir ættu bara að fá að vera heima hjá sér og sofa til hádegis og spila tölvuleiki fram á nótt ef það er það sem þeir vilja. Kennararnir gætu þá losnað við þessa hauga úr kennslustofunni og einbeitt sér að því að kenna þeim sem eftir eru og vilja læra. Það gæti orðið til þess að kennarar endist lengur í starfi og geti boðið námsfúsum krökkum upp á meiri stöðugleika. 

Eða eru grunnskólakennarar kannski farnir að gera það sama og margir samstarfsfélagar mínir í menntaskóla á sínum tíma og skrá mætingu á alla hvort sem þeir mæta eða ekki?


mbl.is Skólar byrji ekki fyrr en kl. 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir.

Með illu skal illt út reka.

Margur hefur fjárfest í rándýrum
bláum hlandkoppum úr postulíni frá Bing og Gröndal
til að skvetta mætti keytu á þá illu anda skólakerfisins.

Að sögn hlandfróðra í hlandfræðum (Urinology) þá hefur
þetta gefist vel og hrifið sérstaklega vel á
skólanefndir vítt og breitt um landið sem fyrir guðlega
náð hafa valið þessa sauði, sauðnaut og skrattakolla til starfa.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.6.2019 kl. 12:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já eitthvað má fá fyrir 1,9 milljónir á ári (kostnaður að meðaltali á hvern grunnskólanemanda), þó það nú væri.

Hvað er hægt að fá fleira fyrir 1,9 milljónir?

- 95 heildrænar allsherjarmeðferðir hjá World Class Laugum Spa

- 49 námskeið í almennri tölvukunnáttu hjá Promennt (28 klst per námskeið)

- Tæplega 6 meiraprófsréttindi hjá Ökuskóla Suðurlands (ökuréttindi C)

- 90 námskeið í karate fyrir 18 ára og eldri hjá Fylki

Geir Ágústsson, 24.6.2019 kl. 12:53

3 identicon

Sæll Geir.

Örskjótt var hellt úr stofustássi þessu
yfir kartöflugarðinn og við blasti dásemd
hringrásar lífsins; aðrir söfnuðu hjónahlandi
í eikartunnur og veltu að vatnsbólum í skjóli nætur.
Afleiðingin varð hvellsýki eða iðrakvef sem herjar
jafnt á alla með tilheyrandi endalausum forföllum
sem enginn þarf lengur að tilkynna og sjálfráðir
þeir sem hafa fyrir því að líta útigangsfjósið.

Ódýr lausn öllum aðdáendum kerfisins.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.6.2019 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband