Flott framtak, málfrelsið á greinilega að kosta sitt

Tæplega 1,5 milljón hefur safnast í netsöfnun sem stofnað var til í kjölfar þess að Hildi Lilliendahl og Oddnýju Arnarsdóttur var gert að greiða miskabætur vegna ummæla þeirra um kynferðisofbeldi. 

Þetta er gott mál. Það þarf að verja málfrelsið og greinilegt að kerfið sér ekki um það lengur. Nýlega rak til dæmis Háskólinn í Reykjavík starfsmann fyrir að tjá sig sem einstaklingur um eigin persónulegar skoðanir sem komu starfi hans ekkert við, og sakir lognar upp á hann eftir á um allskyns eitthvað sem eru og verður ósannaðar. Sá maður þarf líka að borga fyrir lögfræðing og mig grunar að hann þurfi ekki að gera það einn.

En af hverju er verið að sakfella fólk og dæma til sektargreiðslna fyrir að tjá sig? 

Þú, kæri lesandi, ert til dæmis hugsanlega brennuvargur, ofbeldismaður, nauðgari, þjófur eða svindlari. Hvað ef ég ásaka þig um eitthvað af þessu á opinberum vettvangi? Má enginn taka afstöðu til þess á eigin grundvelli? Á dómari ríkisvaldsins að skera úr um réttmæti ásakana minna? Hvað ef fólk fær bara að nota eigið hyggjuvit og hafna innantómum ásökunum og taka aðrar alvarlega? Í dag virðist vera nóg að ásaka og það er tekið gott og gilt, og gert ráð fyrir að margra mánaða dómsmeðferð skeri svo úr um sannleikann. Þetta er óhollt. Þetta er viðhorfið sem við ætlumst við að börn sýni þegar við segjum þeim frá jólasveinunum.

Einkaframtakið virðist þurfa að taka málfrelsið undir sinn verndarvæng þrátt fyrir háfleygar yfirlýsingar um réttarríkið. Þá það.


mbl.is Miskabætur í Hlíðamáli hópfjármagnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Geir,

Vangaveltur:  Er það málfrelsi að bera saklausa sökum?  Ég þekki ekki þetta mál vel, en þegar málfrelsi er misnotað finnst mér ekki að þeir, sem brjóta af sér eigi að ganga að því vísu að vera bornir á höndum sjálfskipaðra "réttlætis" dómara, sem þykjast æðri lögum og rétti.  Hvar er réttarríkið þá statt?  Hvað ef þeir, sem gerast sekir um önnur brot geta gengið í sjóði til að borga sektir fyrir brot sín án þess að þurfa að borga krónu sjálfir?  Eða þeir sem eru dæmdir til fangavistar geti "keypt" aðra einstaklinga til að sitja í fangelsi í stað brotamanns.  Ég held að samfélag, sem tekur þannig á lögbrotum og lögbrjótum, sem á mjög hálum ís siðferðislega.  Í þessu dæmi hlupu fréttamiðlar með staðlausa stafi, sem er svosem ekkert nýtt.  En samfélagsmiðlar höfðu rannsakað, réttað og dæmt áður en lögreglan hafði lokið vetvangsrannsókn.  Þetta reyndist svo allt saman bull eins og Lúkasarmálið forðum, þegar allt varð vitlaust út af dauðum hundinn, sem var svo sprellifandi.  Fólk fékk morðhótanir frá allskonar rugguhestum út af því rugli!  Mér finnst það eiga afskaplega lítið skylt við málfrelsi.  Frelsi, hvað sem það er, þarf að umgangast af ábyrgð.  Eitthvað, sem alltof fáir skilja í dag.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.6.2019 kl. 20:10

2 identicon

Heyr heyr Arnór.

Þessi söfnin er nákvæmlega eis og brotiđ sem framiđ var. Tveir einstaklingar fremja mannorđmorđ á félagsmiđlunim og nú ætla einhverjir ađ styđja þær í því. Mér finnst ađ þeir sem brotiđ var á í þessu máli ættu at lögsækja þâ sem eru ađ styđja þetta þar sem þetta er í rauninni fjárhagslegur stuđningur viđ lögbrot og hefur ekkert ađ gera međ málfrelsi. Svo einfalt er máliđ.

Sigurđur Geirsson (IP-tala skráð) 21.6.2019 kl. 21:11

3 Smámynd: ViceRoy

Veit ekki hvort þetta er kaldhæðni í þér eða ekki en eftirfarandi orð búast við að þau séu það ekki: (ef ekki þá lestu tómt í þetta)

Það er greinileg ástæða fyrir því að þú ert sjálfkrýndur sérfræðingur um samfélagsmál. Þú ert með hreinlega brjálaðar hugmyndir vinur. Það að leyfa fólki að tjá sig, löglega, uppálogið um hvern sem er um hvað sem er er stórlega hættulegt og einfaldlega samfélagslega rangt.
   Það ýtir undir það að þeir sem hafa eitthvað að segja í raunverulegum málum, þeirra mál verða minna og minna eins og orð dagsins íslenskri tungu í dag, sem túlkuð eru á hvaða þann máta sem þóknast þeim sem nota þau, þ.e. skilgreiningin missir marks og orðið öðlast allt í einu markleysu sem þýðir ekki nokkurn skapaðan hlut þar sem það lýsir ekki því sem átti sér stað.
Þau verða innihaldslaus. Þar sem merking orðsins er allt í einu afbökun á innihaldi orðsins.

Málfrelsi að þú fáir að segja hvað sem er um hvern sem er sem þú heldur að brjótir gegn öðrum... Er fáranlegt, hættulegt og til þess búið að drullusokkar fái málpípu til að fara í mál við hvern sem er, hvenær sem er og login mál sem engin grunnur er fyrir.
Málfrelsi og tjáningarfrelsi táknar ekki það að þú fáir að segja hvað sem er um hvern sem er... Þetta er það að þú hafir málgagn gegn ríki og stjórninni (og jafnvel kirkjunni) án þess að eiga hættu á að vera saksóttur fyrir.

ViceRoy, 21.6.2019 kl. 21:52

4 identicon

Sæll Geir.

Sagt hefur verið að sannleikurinn
sé það fyrsta sem hrasar á strætum.

Réttarríki hlýtur að vera skárra
sem dómur götunnar er verri.

Margur vonar á að þessar ljóðlínur
Þorsteins Erlingssonar standi:

Jeg trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni;
og þjer vinn jeg, konúngur, það sem jeg vinn,
og því stíg jeg hiklaus og vonglaður inn
í frelsisins framtíðar nafni.

Kynni þetta ljóð Þorsteins að eiga betur við á okkar tíð:

Þú fjelaus maður mátt hjer líða nauð
og munt í Víti síðar kenna á hörðu;
en takist þjer að eiga nógan auð,
þig einglar geyma bæði á himni og jörðu.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 02:20

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Höfum það á hreinu að ég styð ekki mannorðsmorð. Um leið tel ég ekki að alhæfingar biturra femínista hefðu geta orðið slíkt mannorðsmorð nema af því við trúum öllum ásökunum þar til dómstólar skerast í leikinn, og þá er allt orðið of seint.

En kannski skjátlast mér og við erum öll orðin að krökkunum sem trúa á jólasveininn af því að einhver (mamma og pabbi, femínistar, embættismenn) segja okkur að trúa.

Ætla bara að skilja eftir litla tilviljun úr bók sem ég mæli með því að allir lesi, Defending the Undefendible, eftir Walter Block:

"With the present laws prohibiting libelous falsehoods, there is a natural tendency to believe any publicized slut on someone's character. "It would not be printed if it were not true," reasons the gullible public. If libel and slander were allowed, however, the public would not be so easily deceived. ... The public would soon learn to digest and evaluate the statements of libelers and slanderes - the latter were allowed free rein. No longer would a libeler or slanderer have the automatic power to ruin a person's reputation." (bls. 47-48 í PDF-útgáfunni)

Geir Ágústsson, 22.6.2019 kl. 07:18

6 identicon

Skilur þú ekki munin ã því að saka nafngreindan einstakling um afbrot og því að hafa einhverja skoðun ã einhverjum þjõðfélagshóp?  Er ekki munur ã því í þínum huga ef ég kalla þig fãráðan glæpamann og því að ég segði frjãlshyggjumenn fáráða glæpamenn?

Þeir fãrãðu fãbjãnar sem leggja mannorðsmorðingjum lið eru hins vegar siðlausir skíthælar.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 11:22

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem ég skil raunverulega ekki er hvernig fólk tekur ósannaðar ásakanir alvarlega. 

Geir Ágústsson, 22.6.2019 kl. 13:00

8 identicon

Sæll Geir.

Fólk neyðist oft á tíðum
til að taka mark á slíku
því hvorttveggja í senn getur
átt við, æru- og atvinnumissir
auk þess sem nánustu ættingjar; börn
geta sætt ofsóknum eða verulegum óþægindum.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 13:26

9 Smámynd: FORNLEIFUR

"Það sem ég skil raunverulega ekki er hvernig fólk tekur ósannaðar ásakanir alvarlega".

Svona rugl kallar nærri því á ákveðna skilgreiningu á þér, Geir Ágústsson. En við segjum ekki neitt né skrifum, því ég er viss um að þú myndir telja það "ósannaða ásökun", ærast og fara í mál við mig og þá sem eru mér algjörlega sammála. En það sem þú veist ekki hvað ég var nærri því búinn að skrifa, getur þú bara ímyndað þér hvað það var, og þú ert greinilegar góður við það iðn.

Oft er það þannig að fólk sem telur það "mannréttindi" sín að sagja hvað sem er, þolir illa að heyra sannaleikann um sjálfan sig. Ég er þó ekki að tala um þig, til að taka af allan vafa.

Og þó þú haldir að ég sé að gefa eitthvað í skyn, er svo ekki, þó ég útiloki ekki að svo sé. Gettu nú hve margir eru farnir að hugsa sitt um ...

Njóttu dagsins.

FORNLEIFUR, 22.6.2019 kl. 18:38

10 identicon

Tekur ekki õsannaðar ãsakanir alvarlega!!!  Ertu fullkominn fãbjáni?  Õsannaðar ásakanir geta kostað þig starfið, fjölskylduna og lífið.

Þú ert glórulaust heimskt fífl, enginn með einhverja örðu af viti lætur svona þvælu frá sér fara.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 19:05

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er margt sagt sem krefst yfirlegu.

Til dæmis að ég muni lögsækja einhvern fyrir aðdróttanir, með notkun lagabálka sem ég er hugmyndafræðilega ósammála.

Takk samt fyrir athugasemdirnar. Þær hafa veitt mér innblástur til frekari skrifa.

Geir Ágústsson, 22.6.2019 kl. 19:59

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ábyrgðin hlýtur að liggja að einhverju leyti hjá fjölmiðlum sem básúna ógrundaðar og nafngreindar ásakanir. Hver maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð en ekki öfugt. Þetta er hornsteinn réttarríkisins. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2019 kl. 20:28

13 identicon

Afskalega furðulegt svar af þinni hendi, persõnulegar árásir ã nafngreinda menn er einfaldlega ekki skoðun, heldur árás á æru og persónu einstaklings.

Õtrúlegt að skynsamur einstaklingur, sem ég hélt þig vera, skulir ekki skilja svona einfalda hluti.

Málfrelsi er ekki frelsi til að ausa aðra saur heldur frelsi til að tjá skoðanir sínar.

Got it?

Bjarni (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 21:17

14 identicon

Að ljúga upp á einhvern svívirðilegum ásökunum er að sjálfsögðu hluti af málfrelsi, þ.e., mönnum á að vera heimilt að ljúga upp á einhvern.
Menn verða þó að vera tilbúnir til að verja þessar upplognu sakir fyrir dómstólum.

Í tilefni þessa ákveðna máls, þar sem femínistar ljúga upp á nafngreinda einstaklinga, er það ríkið sem á að rannsaka, stefna og fá fram sektardóm, eða þá að dómstólar sýkni ef svo ber undir. Það á ekki að vera í höndum einstaklinga að þurfa að höfða einkamál þegar svívirðan nær þessum hæðum.

Eftirmálin af þessu ákveðna dómsmáli eru þó á þann veg, að ljóst er að ekki dugar einungis að dæma mannorðsmorðingja til skaðabótagreiðslna. Þá er þetta orðið spurning, eins og síðuhöfundur veltir upp, hvort málfrelsi sé undir því komið hvað það kostar í peningum og hvort fólk hefur efni á að greiða skaðabætur. Málfrelsi er því fyrir ríka, og femínista sem safna peningum til að mannorðsmyrða karlmenn.

Auðvitað hefði saksóknari átt að stefna Tjaldhælnum og hinum til refsingar.
Hún hefði haft gott af nokkrum mánuðum á Hólmsheiðinni, þar sem glæpamenn eru geymdir eftir dóma.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.6.2019 kl. 10:09

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir mjög áhugaverðar athugasemdir, allir.

Í núverandi lagaramma sigra þeir sem hafa eftirfarandi á sínum snærum:
- Að fólk trúi því sem er sagt, þar til dómstólar segja annað (og þá er það orðið of seint)
- Að refsingin fyrir ærumeiðingar sé svo væg að lítil fjáröflun dugar til að dekka hana

Hildur og femínistarnir sigruðu hérna og höfðu menn undir. Það liggur fyrir. Um leið sýna stuðningsmenn þeirra í verki að það er hægt að komast algjörlega hjá því ða sæta afleiðingum. Þetta er skítt af því að lagaramminn og trúgirni almennings var hér notað til að taka menn niður. Þetta er gott því núna er komið fordæmi fyrir því að fá að tjá sig (á einn eða annan hátt) án þess að það sé refsivert.

Ég sit alveg undir því að vera kallaður eitt og annað fyrir að vilja ekki skerða málfrelsið. Um leið vil ég skora á fólk að láta ekki innistæðulausar upphrópanir vera afgerandi fyrir einn né neinn.

Geir Ágústsson, 23.6.2019 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband