Kona tekur að sér skítastarf - frábært!

Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna, og má segja að 426 ára vígi karla sé að líða und­ir lok með komu Rögnu.

Já, það er þetta með vígi karla.

Karlar eru uppistaða námuverkamanna, byggingaverkamanna, slökkviliðsmanna, lögreglumanna, björgunarsveitamanna og hermanna. Þeir eru drepnir og limlestir miklu oftar í starfi en kvenmenn. Störf sem kvenfólk kærir sig ekki um eru skítug, hættuleg og ekki endilega sérstaklega vel launuð.

Nú er starf skrifstofustjóra Alþingis vissulega þægileg innivinna sem borgar vel og því skiljanlegt að kvenmaður hafi sóst eftir því, en þetta er samt erfitt starf sem krefst þess að manneskjan standi í lappirnar, eins og þegar fólk reyndi að brjótast inn í Alþingishúsið í kjölfar bankahrunsins. Það er heldur ekki víst að þetta starf henti þeim sem vilja eiga mikið félagslíf á öllum tímum ársins, og sé heldur ekki fyrir þá sem hugsa mikið um svokallað jafnvægi milli vinnu og heimilis og allt það. Starfið snýst um að þjóna Alþingi og það getur á köflum verið skítastarf. Og nú mannað af konu. Gott mál!


mbl.is Ragna rýfur karlavígi til 426 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband