Þegar boginn er spenntur í botn - alltaf!

Margir treysta á ríkisvaldið til að aðstoða sig, lækna sig og grípa sig ef eitthvað kemur upp á.

Það traust er ekki verðskuldað.

Í góðu árferði þenur ríkisvaldið sig út, sópar að sér dýrum gæluverkefnum og fjölgar starfsmönnum sínum. Röðin hjá Tryggingastofnun og Vinnumálastofnun heldur vissulega áfram að vera löng en allskyns annað fær nóg fjármagn.

Í verra árferði þarf svo að draga saman seglin. Gæluverkefnin standa óhreyfð, að sjálfsögðu, enda búið að blása í blaðamannafundi og búa til háværa og skipulagða hagsmunahópa sem láta ekki valta yfir sig.

Hefur engum dottið í hug að miðstýrð ríkiseinokun er ónæm fyrir raunverulegri þörf og því að þurfa verðskulda traust?


mbl.is Milljarðalækkun framlags til öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir.

Það ætla ég rétt að vona að enginn
telji hana verðskulda traust og
allra sízt í ljósi þess sem trúlega
er ekki annað en rétt og finna mætti jafnvel
fjölmörg dæmi um að hún þarf ekki frekar
á trausti að halda en Guði almáttugum sjálfum
enda leikur hún hlutverk hvors um sig eftir hentugleikum.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.6.2019 kl. 19:37

2 identicon

þannig að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er gæluverkefni í Borginni sem ekki má hreyfa við sama hvernig hún hegðar sér

Borgari (IP-tala skráð) 18.6.2019 kl. 20:57

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað er megnið af "stjórum" borgarinnar í flokki gæluverkefna. Það mætti auðveldlega lækka skatta um 30% án þess að einn sjúklingur eða einn nemandi eða einn ellilífeyrisþegi tæki eftir því.

Geir Ágústsson, 19.6.2019 kl. 08:53

4 identicon

Ég vinn hjá Borginn og er þér hjartanlega sammála Geir

en það er alveg öruggt að ég yrði kallaður á teppið og væntanlega rekinn ef ég vogaði mér almennt að tjá mig undir eigin nafni

Borgari (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 18:52

5 identicon

"Við hugum að því að það sé gott að vinna hjá Reykjavíkurborg." https://www.visir.is/g/2019190618789/samthykktu-sidareglur-a-hitafundi

Í minni deild eru flestir skíthræddir um að vera reknir enda 6 látir fara um síðustu mánaðarmót og enginn í mínu nærumhverfi telur sig vera öruggur um að halda vinnunni til frambúðar

Borgari (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 19:09

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Borgari,

Sendu nú nafnlaust bréf á einhvern fjölmiðil sem þú heldur að trúi á málfrelsið, og að það trompi pólitískan rétttrúnað. Ef enginn segir neitt þá enda allir, nema ráðandi básúnur, á því að þegja.

Geir Ágústsson, 19.6.2019 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband