Passar þú ekki í mótið? Láttu þig hverfa!

Athyglisbrestur er svo sannarlega eitthvað sem þarf að taka alvarlega. Um leið er það rétt að athyglisbrestur gefur haft jákvæðar verkanir. Krakka með athyglisbrest þarf að gefa ró til að þau geti einbeitt sér og svigrúm til að fá útrás þess á milli. Slíkir krakkar eiga erfitt með að sitja lengi í einu að einbeita sér en þeir hafa mikið úthald í allskyns hreyfingu og oft mjög skapandi ef aðstæður eru réttar.

Fullorðnir með athyglisbrest hafa lært að höndla styrkleika sína og takmarkanir. Þeir hafa fundið starf sem veitir mátulega blöndu af kyrrsetu og hreyfingu. Þeir hafa lært hvernig á að umgangast aðra. Ég þekki nokkra einstaklinga sem hefðu verið greindir með athyglisbrest sem krakkar ef slíkt hefði á annað borð verið í boði, áttu frekar rysjótta skólagöngu en spjara sig vel í dag.

En núna er krafan um formlega menntun orðin töluvert sterkari. Það fær enginn aðgang að neinu án réttu pappíranna. Og því miður krakkar, skólakerfið hefur ekki pláss fyrir ykkur. Þar eiga að vera 25 nemendur í bekk, einn kennari og allt nám fer fram með bóklestri eða skjáglápi. Frímínútur eru á 35-40 mínútna fresti þegar bjallan hringir. Þess á milli er setið á rassinum. Ef þetta hentar ykkur ekki þá er boðið upp á greiningu sem endar í lyfjagjöf. Gerðu svo vel!

Það þarf að einkavæða skólakerfið sem fyrst sem foreldrar geti aðstoðað börn sín og fundið fyrir þau rétta umgjörð skólagöngu á frjálsum markaði skóla. Til vara má taka upp ávísanakerfi Svía. Það er ekki hægt að þröngva öllum krökkum í sama mót sama hvað líður texta aðalnámskrár og annarra yfirlýsinga ráðuneytisins.


mbl.is ADHD-röskun eða ofurkraftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Reykjavík eru 6 einkareknir grunnskólar og ekkert í regluverkinu sem kemur í veg fyrir fjölgun þeirra.

Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 11:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kostnaður við grunnskóla hér í Reykjavík sem kallaðir eru "einkaskólar" eða "einkareknir skólar" er nær eingöngu greiddur af Reykjavíkurborg. cool

Tjarnarskóli:

"Skólagjöld skólaárið 2019-2020 verða 29.800 krónur. cool

Greitt er fyrir níu og hálfan mánuð."

Þorsteinn Briem, 14.6.2019 kl. 12:22

3 identicon

Ég hefði haldið að það samrýmdist einmitt frjálshyggju (sem pistlahöfundur kennir sig gjarnan við) að mega nýta framfarir í læknavísindum m.a. til að minnka slæm áhrif athyglisbrests með lyfjagjöf.  Persónulega hef ég aldrei séð neinn kost við minn athyglisbrest og er þakklátur fyrir möguleikann að slá á helstu gallana með lyfjum. Hver veit nema að ef slík lyfjameðferð hefði verið í boði á sínum tíma hefði ég getað samfagnað verkfræðiprófi með pistlahöfundi. Eða boðið hann velkominn í hópinn (mér hefur sýnst að ég sé eitthvað eldri en hann, án þess að vita það samt fyrir víst).

Það má svo líka benda á að athyglisbrestur og ofvirkni er ekki það sama.  Það má ráða af pistlinum að höfundur hafi ofvirkni í huga, en samt kallar hann hana alltaf athyglisbrest. Auðvitað á maður ekki að draga of víðtækar ályktanir af því en það gæti bent til þess að höfundur hafi ekki mikið vit á því sem hann er að fjalla um.

ls (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 12:39

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má vissulega kalla það "einkasjoppu" eða "einkaverkstæði" sem sjálfstæðir aðilar reka fyrir opinbert fé og gera þar allt samkvæmt forskrift yfirvalda. 

En hitt er rétt að ég nota hugtakið "athyglisbrestur" hér ranglega og um það sem yfirleitt er kallað ADHD (sem sagt, bæði athyglisbresturinn og ofvirknin). Ég hef heldur ekkert á móti lyfjagjöfinni ef það er það sem er best. Ég umgengst einstaklinga frá ýmsum stöðum á ADD/ADHD rofinu. Sumir ættu klárlega að fá hraða afgreiðslu í kerfinu og fara á lyf sem fyrst, á meðan aðrir þurfa bara að passa sig að fá útrás en geta að öðru leyti alveg þolað þunga einbeitingarvinnu. 

Geir Ágústsson, 14.6.2019 kl. 13:15

5 identicon

Sæll Geir.

Getur verið að foreldrar/forráðamenn
hafi farið í vissa samkeppni vegna
þeirra greiðslna sem fengust frá
Tryggingastofnun ríkisins eftir að greining
lá fyrir að fengnum gögnum þeirra sem töldust
til þess bærir að veita þau að mati stofnunarinnar?
Að um hafi verið að ræða öllu frekar peninga
sem vantaði til þess að endar næðu saman?

Fyrst í stað nægði álit sálfræðings hvað þetta varðaði en
viðmið stofnunarinnar sem og kröfur um hæfni
til álitsgerðar og greiningar er nú strangara.

Álit heimilislækna þá fyrst þetta kom upp um að
ekki væri þörf lyfjagjafar
féll um sig sjálft ef sálfræðingur gaf út álit sitt um annað.

Ég finn fyrir vissum samhljómi með mörgu af því sem
síðuhafi segir hér þó nokkuð af því sé mér framandi
sérstaklega sá þáttur er víkur að kennsluaðferðum!

Húsari. (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband