Um að líða vel á vinnustað

Rektor HR rak starfsmann og ber því við að ástæða brottrekstursins hafi verið að fólki hafi ekki liðið nógu vel í skólanum, og því hafi þurft að "tryggja það að bæði starfs­mönn­um og nem­end­um líði vel í skól­an­um".

Er það gert með því að reka þá sem opna á sér kjaftinn til að segja annað en viðtekin ritningarvers pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar?

Sumir halda það já, og trúa því af mikilli einlægni.

Þú sagðir dónalegan brandara - þú ert rekinn!

Þú hefur skoðun á því hvernig andrúmsloft vinnustaðar þíns er að breytast - þú ert rekinn!

Þú hefur aðra skoðun en þá sem þér er sagt að hafa - þú ert rekinn!

Takið eftir að hér er alltaf notað karlkynsform sagnorðsins "að reka", því enginn kvenmaður er rekinn fyrir það að tjá sig - aldrei nokkurn tímann og sama hvað viðkomandi sagði.

Rektor HR ætti að íhuga eitthvað annað starf en stöðu stjórnanda því ef hans leið til að tryggja vellíða er sú að reka alla sem tjá sig á hátt sem stuðar háværa netverja þá er hann á villigötum.

Íslendingar ættu í leiðinni að hugsa sinn gang mjög alvarlega. Er ekki pláss fyrir persónulegar skoðanir lengur? Fyrir brandara? Fyrir að vera maður sjálfur? Fyrir að tjá sig? Fyrir að hræra aðeins í því viðtekna?

Og er það jákvætt, fyrir einhvern?


mbl.is Ummælin höfðu „veruleg áhrif“ innan HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málfrelsi virkar bara í aðra áttina hjá Reykjavíkurborg - Hildur Lillendahl

Borgari (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 13:24

2 identicon

Ráðir þú þig í vinnu þar sem gerðar eru kröfur mátt þú búast við brottvikningu standist þú ekki kröfurnar. Ef þú kallar þína yfirmenn slefandi hálfvita, kúnnana mongólíta og samstarfsmenn skítapakk mættir þú búast við öðrum viðbrögðum en þegjandi viðurkenningu á þínum skoðunum. Og við mættum búast við því að þér þætti það óeðlilegt að einhver hefði eitthvað við þínar skoðanir að athuga.

Rasistum og kvenhatandi karlrembum undrast að þeirra skoðanir skuli ekki njóta virðingar og viðurkenningar. Furða sig á því að einhverjir telji það óásættanlegt að halda fram þeim skoðunum í ræðu og riti. Og fara mikinn í að uppnefna þau eðlilegu viðbrögð samfélagsins sem ritningarvers pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 15:52

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Rektor hefur ekki minnst á neinar kröfur. Hvaða kröfur? Hvaða kröfur gilda um karlkyns starfsmenn HR sem gilda ekki um kvenkyns starfsmenn Reykjavíkurborgar?

Geir Ágústsson, 13.6.2019 kl. 16:46

4 identicon

Skipulagsbreytingar og yfirmenn hafa frjálsar hendur að losa sig við þá sem ekki eru þeim hugnanlegir - það voru 6 látnir fara þegar SÞR breyttist í ÞON hjá Reykjavíkurborgr - https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/45_r19020019_-_tillogur_ad_skipulagi_thriggja_nyrra_kjarnasvida.pdf

Jón (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 18:40

5 identicon

Vagn, hvað með kvenkyns karlhatara? ætti ekki að reka þær líka þá?

Það er nefnilega ekki gert í HR!!

Dóri (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 19:06

6 identicon

Almennt er gerð meiri krafa til sterkari aðilans, karla í yfirburðastöðu, að grafa ekki undan þeirri baráttu fyrir jafnrétti sem veikari aðilinn háir. Þannig að hegðun hjá konum getur kallast liður í jafnréttisbaráttu en sama hegðun karla getur flokkast sem skemmdarverk og óásættanleg árás forréttindahóps.

Það er vinsælt hjá karlrembum að heimta sömu reglur og rétt til að beita yfirburðastöðu sinni til að halda í forréttindi sín og berjast gegn jafnrétti og við veitum þeim sem berjast fyrir því. Þeir telja að jafnrétti felist í jöfnum reglum en ekki jafnri stöðu.

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 19:59

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ertu að segja að karlar séu í yfirburðarstöðu og búi við forréttindi? Á hverju byggir þú það?

Væntanlega ekki: Sjálfsmorðstíðni, kynjahlutfalli fanga, hlutfalli kynja í háskólanámi, geðsjúkdómatíðni, vinnutíma vs frítíma eða lífaldri. 

Heldur hverju? 

Geir Ágústsson, 13.6.2019 kl. 20:30

8 identicon

Veisla í boði skattgreiðenda - allt frítt

https://www.dv.is/frettir/2019/6/13/kurr-karlmonnum-radhusinu-vegna-skvisupartys-kvold/

en karlmönnum úthýst

Borgari (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 21:21

9 identicon

Heildar stöðu en ekki einstökum sérvöldum atriðum. Þá bætast við atriði eins og stjórnunarstöður, eignastaða, heimilisofbeldi, vinnutími á heimili, uppsöfnun lífeyrisréttinda, vöruverð, laun fyrir að mála vegg vs. laun fyrir að annast börn, aldraða og sjúka o.s.frv.

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 21:46

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú nefnir sérvalin atriði og öll má skýra með einfaldri hagfræði, en takk samt.

Geir Ágústsson, 14.6.2019 kl. 04:56

11 identicon

Munurinn er að mín upptalning er opin og þykist ekki vera endanleg og tæmandi eins og þín.

Einfalda hagfræði má nota til að skýra hvers vegna rauðhærðir ættu að standa ver en aðrir. Það gerir það ekki rétt. Og mér þætti forvitnilegt að sjá hvaða einfalda hagfræði réttlæti hvers vegna konur verði frekar fyrir heimilisofbeldi.

Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 07:53

12 identicon

VAgn, það er bara ekki rétt hagfræði að konur verði frekar fyrir heimilisofbeldi, því er bara haldið hærra uppi í fjölmiðlum, vísindi hafa sýnt fram á það að karlar verða líka fyrir heimilisofbeldi og í jafn miklum mæli, það hefur bara verið skoðað svo lítið af því að samkvæmt þinni hugmyndafræði þá eru allir karlar allstaðar ónæmir fyrir ofbeldi og í yfirburðarstöðu, ekki satt?. Hvað er mörgu athvörf fyrir karlmenn á íslandi sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi? Hvað eru mörg fyrir kvenfólk? Mannstu hvað yfirstýra fjölskylduhjálpar sagði einusinni í fjölmiðlum þegar hún montaði sig af því að hafa vísað karlmönnum með hor í nefi frá þegar þeir komu og sóttu um aðstoð?

Þessi hugmyndafræði hjá þér Vagn er rosalega gamaladags og úrelt. 

Dóri (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 08:21

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það var feill af minni hálfu að undanskilja ekki heimilisofbeldi frá þinni annars löngu upptalningu á hagfræðilegum orsakaþáttum. En Dóri svaraði því vel.

Geir Ágústsson, 14.6.2019 kl. 09:38

14 identicon

Dóri, ég veit að það er gamaldags og úrelt að styðjast við tölfræði sjúkrahúsa, lögreglu og annarra sem að þessum málum koma þegar hægt er að búa til staðreyndir eftir hentugleika eins og er í tísku nú. En ég er of gamall til að taka upp þessa nýju siði og verð víst áfram gamaldags.

Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 09:40

15 identicon

Já það er líka ekkert mál að horfa í svoleiðis tölur og fá rétta niðurstöðu þegar ekki er spurt um heimlisofbeldi gagnvart karlmönnum, þá er það ekki þar að finna.

En áttu svar við spurningunni varðandi hvað eru til mörg athvörf fyrir karlmenn sem verða fyrir heimilisofbeldi hér á íslandi?

Dóri (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 15:11

16 identicon

Dóri, karlmenn hafa ekki stofnsett neitt athvarf eins og konur gerðu. Þeir karlmenn sem telja þörf á athvarfi fyrir karlmenn hafa ekki séð ástæðu til að bindast samtökum og stofna það.

Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 15:37

17 identicon

Vagn þessi virðist ekki skilja að réttindi hõpa verður ekki tryggður með því að skerða réttindi einstaklinga því réttindi hópa verður aldrei meiri en réttindi einstaklinganna innan hópsins.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband