Hið varanlega neyðarástand

Einu sinni var kalt stríð. Þá stofnuðu menn NATO. Á hinni hliðinni stofnuðu menn Varsjárbandalagið. Svo endaði kalda stríðið og þar með Varsjárbandalagið. En NATO stóð eftir. Rússarnir gátu jú ennþá gert eitthvað! Svo þurfti að stilla til friðar í fyrrum Júgóslavíu. Síðan hefur verkefnum NATO bara fjölgað. Og núna senda Rússar flugvélar inn í lofthelgi annarra ríkja til að hrista upp í hlutunum. NATO fer ekkert og það gera Rússar heldur ekki.

Hið varanlega neyðarástand heldur lífi í allskyns stofnunum, lögum og skerðingum sem áttu bara að vera tímabundin fyrirbæri. Með tíð og tíma verða hin tímabundnu fyrirværi varanleg og hluti af kerfinu. Eftir það má smyrja fleiri stofnunum, lögum og skerðingum ofan á það sem fyrir er. Þannig vindur kerfið upp á sig og enginn tekur eftir neinu.

Í mjög áhugaverðri bók, Against Leviathan: Government Power and a Free Society, rekur sagn- og hagfræðingurinn Robert Higgs nákvæmlega þróun af þessu tagi: Þá sem hefur átt sér stað í Bandaríkjunum síðan við upphaf fyrri heimstyrjaldar. Þetta er drungaleg lesning á köflum og sýnir hvernig við, sem einstaklingar, erum í sífellu látin standa frammi fyrir enn einu tímabundnu neyðarástandinu sem tekur varanlega af okkur réttindi og frelsi. Gildir þá einu hvort einhver stjórnarskrá segi eitt eða annað. Við erum allt að því varnarlaus þegar neyðarástand er annars vegar!

Það besta í stöðunni er kannski bara að vera á varðbergi og helst að gerast frjálshyggjumaður og hafna réttmæti ríkisvaldsins eins og það leggur sig. Væri það ekki fínt aðhald ef nógu margir tækju þátt?


mbl.is NATO breytist með heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki hrunið afleiðing slökunar á regluverkinu, minna aðhald og eftirlit? Mannlegt eðli passar illa inn í draum frjálshyggjunnar.

Draumur frjálshyggjunnar á það sameiginlegt með draumi kommúnistanna að reikna með að einstaklingurinn vilji fórna sér fyrir fjöldann. Þegar það gengur ekki eftir verður afleiðingin sú að fjöldanum er fórnað fyrir nokkra einstaklinga. 

Vagn (IP-tala skráð) 12.6.2019 kl. 08:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Labbaðu að einhverjum bankamanninum í dag og leggðu til að regluverkið sé minnkað og slakað á eftirlitinu. Þessi bankamaður mun kalla þig brjálaðan - það þarf reglur og eftirlit segir hann, en það sem hann meinar er að flókið regluverk og dýrt eftirlit heldur samkeppnisaðilum í skefjum. Bankarnir vilja regluverkið. Frjálshyggjumenn vilja að það sé jafnauðvelt að stofna banka og bakarí þannig að samkeppni sé blússandi og auðvelt fyrir viðskiptavini að flýja þá sem standa sig illa og verðlauna þá sem standa sig vel.

En þú hefur ekki heyrt aðrar skýringar á hruninu en þær sem var slett upp í fyrirsögnum haustið 2008. 

Boðskapur minn með þessum pistli var að ríkisvaldið þarf hugmyndafræðilegt aðhald. Nóg á það af klappstýrum og gengur fyrir vikið mjög vel að söðla undir hatt sinn meira og meira af gangverki samfélagsins, beint eða óbeint.

Geir Ágústsson, 12.6.2019 kl. 10:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörg ríki í Austur-Evrópu hafa fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eftir að Sovétríkin hrundu og að sjálfsögðu að eigin ósk. cool

Og Norður-Makedónía verður 30. aðildarríki NATO.

En Ómar Ragnarsson telur að öll Austur-Evrópa eigi að vera áhrifasvæði Rússlands, sem réðst nýlega inn í Úkraínu og lagði þar undir sig stórt landsvæði. cool

Meirihluti þingmanna á Alþingi vill aðild Íslands að NATO og hér á Íslandi er þingræði.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin." cool

Þorsteinn Briem, 12.6.2019 kl. 10:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu. cool

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 12.6.2019 kl. 10:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið. cool

Þorsteinn Briem, 12.6.2019 kl. 10:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög." cool

Þorsteinn Briem, 12.6.2019 kl. 10:32

7 identicon

Já, mantra frjálshyggjumanna að ríkisafskipti séu óþörf því markaðurinn sjái sjálfur um að halda sér heiðarlegum og leita hagstæðustu lausna heyrist sjaldnar eftir hrun. Helst að bókstafstrúar veruleikafirrtir frjálshyggjumenn í afneitun haldi slíku fram.

Vagn (IP-tala skráð) 12.6.2019 kl. 12:32

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Frjálshyggjumenn gefa sér ekkert um heiðarleika en vissuleg að fólk geri sitt besta til að bæta kjör sín, sem getur aftur á móti þýtt svo margt. En þú heldur bara áfram að endursegja Stefán Ólafsson.

Þorsteinn,

Það er eitt að ríki myndi með sér varnarbandalag en nokkuð annað að sama bandalag sé á köflum orðið að árásarbandalagi og handbendi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Donald Trump er kannski óaðvitandi að breyta þessu með því að heimta meira fé frá NATO-ríkjunum til reksturs þess því þegar menn borga þá eiga menn það til að hafa skoðanir líka.

Geir Ágústsson, 12.6.2019 kl. 17:13

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Valdið þrífst á neyðarástandi. Það viðheldur sjálfu sér og eflir tök sín með því að telja fólki trú um að neyðarástand ríki. Það er punkturinn sem Geir setur hér fram og hann er ekki fyrstur til þess. Lestu bara 1984 Orwells Vagn.

Markaðurinn er ekki fullkominn, vegna þess að maðurinn er ekki fullkominn, og markaðurinn er ekkert annað en samskipti og viðskipti ófullkominna manna. En þegar völdin eru tekin af markaðnum, þ.e. fólkinu, og látin í hendur valdhafanna - það er þá sem slæmu hlutirnir fara að gerast.

Þú verður að losa þig við þessa einfeldningslegu möntru um að allt slæmt sé markaðnum að kenna, og reyna að hugsa dýpra. Þ.e. ef markmið þitt er að skilja hvernig hlutirnir virka. En svo er auðvitað ekkert víst að það sé markmið þitt að skilja neitt. Eins og Thomas Edison sagði: 5% fólks hugsa. Önnur 10% halda að þau hugsi. Hin 85 prósentin myndu heldur henda sér fram af brú en að þurfa að hugsa.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2019 kl. 19:32

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Geir, 

Takk fyrir þessa grein, en hvers vegna erum við að styðja allt þetta hernaðarbrölt NATO í Afganistan, Írak og Sýrlandi? 

Er ekki óþægilegt að vita til þess að þetta NATO lið hafi notast við lygar (um einhverja uppreisn í Líbýu) til þess eins þá að hefja NATO í stríðinu gegn saklausum borgurum í Líbýu? 

Við keyptum líka þessar lygar frá þessu sama liði með að borgarastríð hafi verið í Sýrlandi, nú og fjölmiðlar hérna eru ennþá að styðja þessar lygar, þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um borgarastríð í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.facebook.com/ScoopWhoopNews/videos/580686822128516/) *
Við höfum ekkert að gera með að styðja þetta NATO -lið og allar þessar lygar frá þeim.

Við höfum ekkert að gera með að styðja NATO við alla þessa opíum/heróín gæslu og vöktun þarna í Afganistan (Drug War? American Troops Are Protecting Afghan Opium. U.S. Occupation Leads to All-Time High Heroin Production)?

Image result for Nato libya afghanistan Iraq

Nú auk þess þá er þetta lélega og leiðinlega NATO- lið að valda vandræðum víða:  
 

The Security Council meets in secret after the arrest of NATO officers in Aleppo

The US Seeks To Free Its Officers From The Death-Trap In Aleppo City?

RODNEY ATKINSON: BRITISH AND US TROOPS ALONGSIDE JIHADISTS IN ALEPPO

British military specialists arrive in Middle East to train Syrian rebels

BREAKING: Congress Makes Deadly Announcement, U.S. Has Been Funding ISIS For MONTHS

 

Updated: Syrian Special Forces captured 14 US Coalition officers captured in Aleppo


Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.6.2019 kl. 20:14

11 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Leiðrétting, hérna einn línkurinn þarna virkar ekki, en hérna er réttur línkurJournalist Slams The US For Funding Terrorism In Syria  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.6.2019 kl. 23:40

12 identicon

Þorsteinn, í veruleikafyrringu þinni þá gerir þú þér augljóslega ekki grein fyrir því að 1984 Orwells er skáldsaga en ekki fræðirit eða söguskýring. Þú getur eins vitnað í Tarsan eða Ronju Ræningjadóttur máli þínu til stuðnings.

Og þú passar vel inn í álhattahópinn með hugmyndina um að þeir sem við veljum til að beita sameinuðum kröftum okkar séu óvinurinn. Að það sé slæmt að einstaklingarnir skuli sameinast í þjóðfélagi sem setur reglur um hvernig við viljum hafa okkar samfélag. En álhatturinn ver þig ekki þegar þú hoppar af brúnni.

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 03:36

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Einu sinni var skrifað:

We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.--That to secure these rights, Governments are instituted among Men, deriving their just powers from the consent of the governed, --That whenever any Form of Government becomes destructive of these ends, it is the Right of the People to alter or to abolish it, and to institute new Government, laying its foundation on such principles and organizing its powers in such form, as to them shall seem most likely to effect their Safety and Happiness.

Ekki liðu samt mörg ár eftir að þetta var skrifað og borgarastyrjöld skall á einmitt þegar einhver vildi fylgja boðskap þessa texta.

Í stað þess að dreifa valdinu og minnka það þá er það aukið og því þjappað saman.

Þeir sem tala um misbeitingu valds og samþjöppun þess fá svo - eins og hér er dæmi um - það í hausinn að valdið sé gott og að allt tal um annað sé fásinna.

Það er auðvelt fyrir hið opinbera að þenjast út með allar klappstýrurnar sínar á kantinum.

Og jú, það er fullkomlega við hæfi að styðjast við skáldsögur og ljóð og ræður og hvað sem er til að leggja áherslu á punkt.

Geir Ágústsson, 13.6.2019 kl. 06:41

14 identicon

Þeir sem ekki segja alla reglusetningu þjóðfélagsins vera misbeitingu valds og samþjöppun þess fá - eins og hér er dæmi um - það í hausinn að mikill meirihluti í lýðræðislegu þjóðfélagi séu fávísar klappstýrur og valdið sé ætíð og í öllum tilfellum slæmt og að allt tal um annað sé fásinna.

Það að vera sammála einhverju sem rithöfundur segir hefur ekkert gildi. Vinsælast þegar menn vilja vitna í skáldskap til áherslu og máli sínu til sönnunar eru Biblían og Kóraninn. Sem sýnir vel gildi þannig áhersluauka og rökþrotin sem menn eru þá komnir í. 

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 10:35

15 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Vagn, 

Þú getur eins vitnað í Zíonista CNN eða NY TIMES máli þínu til stuðnings.

Nú og þú passar vel inn í neocons- hópinn með svona líka slam dunk bulli, en ég á hins vegar ekkert sameiginlegt með álhattahópnum. Þínar aðferð eiga margt sameiginlegt með fólki er fer alltaf í manninn en aldrei í boltann. Nú þú notar þessar bullying og name calling aðferðir og aðalmálið hjá þér er finna bara eitthvað á fólk. Ég hef aldrei minnst á George Orwell hérna eða hvað þá hans skáldsögu hérna, en ég skil mjög vel þessa heift í þér með að leggja svona orð í munn og klína bara einhverju á fólk.

Það eina leiðinlega við þig er að þú getur aldrei einu sinni slysast til þess að vera mánefnanlegur, heldur snýst þetta allt saman hjá þér um að slam dunk-a bara einhverju bulli á fólk.

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 13.6.2019 kl. 10:55

16 identicon

Þorsteinn Sch, Þorsteinn Sigurlaugsson var á undan þér og honum var ég að svara. En að þú skulir umsvifalaust taka það til þín og stökkva upp á nef þitt strax og einhver minnist á álhatta segir margt.

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 11:26

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Annars er ég sammála því sem nafni minn segir um þennan Vagn. Hann er bersýnilega kjáni og tilheyrir 85% hópnum sem myndi heldur varpa sér fram af brú en hugsa.

Hvað er annars "álhattur"? Er það fólk sem hugsar?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.6.2019 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband