Sá sem telur sig vera fórnarlamb verður það

Hópur einstaklinga lendir á flugvelli. Af ýmsum ástæðum þarf hann að gangast undir vegabréfaskoðun. Hópurinn móðgast. Maður gengur að hópnum og í gríni þykist ætla taka viðtal við einhvern. Hópurinn móðgast. 

Allar útskýringar eru ófullnægjandi. Menn voru hér móðgaðir!

Hvaða hópur er þetta sem móðgast svona auðveldlega?

Möguleikarnir eru svo margir!

Kannski konur sem hata karla.

Kannski samkynhneigðir sem finnst vera brotið á sér af þessum luralegu öryggisvörðum á flugvellinum.

Kannski vel launaðir kvenmenn í þægilegum innivinnum sem vilja vinna minna en fá meira í laun.

Kannski Íslendingar í Danmörku sem eru orðnir þreyttir á að heyra brandara um þorramat og brennivín.

En eitt er víst: Sá sem lætur auðveldlega móðga sig gerir sig um leið að fórnarlambi. Þar með er ekki sagt að engin raunveruleg fórnarlömb finnist, en það er óþarfi að framleiða slík að óþörfu. 

Íslendingur í Danmörku á að þola brandara um þorramat og einstæðar mæður. Dani á Íslandi á að þola brandara um svínakjöt og áfengisneyslu. Tyrki á Íslandi á að þola vegabréfaskoðun.


mbl.is Hefnd fyrir móttökurnar í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir móðgast nær daglega, bæði fyrir sína eigin hönd og annarra, og kunna engan veginn að taka gríni. Brjálast jafnvel út af því, eins og dæmin sanna, og eru alltaf hneykslaðir út af einhverju. cool

Ómar Ragnarsson er til að mynda hið dæmigerða "fórnarlamb", er í stöðugum vandræðum og fátt honum sjálfum að kenna. cool

Karlinn tekur þátt í nær öllum mótmælum og er mesti hrakfallabálkur landsins, miðað við þær sögur sem hann segir af sjálfum sér hér á Moggablogginu.


En árangurinn af öllum þessum mótmælum er nær enginn.

Íslenskir menn hrella karlinn á erlendum veitingastöðum og í millilandaflugvélum, stolið er af honum myndavélum, fartölvum, bensíni, dekkjum og bílum, lögreglan handtekur hann í Gálgahrauni og fyrir að stela sínum eigin bíl, hann lendir í umferðarslysum og flugslysum, og menn ráðast á hann í umferðinni, svo eitthvað sé nefnt. cool

Þorsteinn Briem, 11.6.2019 kl. 09:02

2 identicon

Þegar fólk þjáist af minnimáttarkennd, og skammast sín fyrir þjóðerni sitt, verður það gjarnan viðkvæmt fyrir öllu og móðgast auðveldlega.

Vagn (IP-tala skráð) 11.6.2019 kl. 15:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það eru örugglega margar ástæður fyrir því að sumt fólk stekkur upp og geltir eins og svangir hungar við minnsta áreiti.

Minnimáttarkennd er pottþétt ein ástæða.

Önnur gæti verið langvarandi áreiti. Tyrkir barma sér yfir bröndurum Þjóðverja um þá sem ódýrt vinnuafl. Íslendingar í Noregi upplifa svipaða brandara Norðmanna ekki á sama hátt enda hafa Íslendingar ekki verið viðvarandi ódýrt vinnuafl í Noregi (kannski bara í 3-4 ár eftir 2008 áður en Íslendingar fóru að snúa heim aftur eða sækja í betri stöður).

Þriðja gæti verið blessaði fórnalambakúltúrinn sem gengur yfir okkur núna: Allir eru núna fórnarlömb einhvers eða annars og undir blússandi ofsóknum frá - aðallega - hvítum karlmönnum. 

Fjórða ástæðan gæti svo verið að viðkomandi hafi raunverulega ástæðu til að spyrna við fótum. 

Geir Ágústsson, 11.6.2019 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband