Hverjir eru öfgamenn?

Stóru samfélagsmiðlarnir virðast vera undir mikilli pressu að loka á hina og þessa einstaklinga. Hvaðan sú pressa kemur veit ég ekki en það er engin tilviljun að nákvæmlega sömu einstaklingarnir lendi í lokun á mörgum miðlum á sama tíma, eins og kom t.d. fyrir hinn svokallaða öfgamann Alex Jones.

Það vantar heldur ekki uppnefnin hjá hinum hefðbundnu fjölmiðlum: Öfgamenn, boðberar hatursumræðu og hvaðeina.

Höfum samt eitt á hreinu: Það er ekki það að hinir útilokuðu einstaklingar brjóti notendaskilmála sem leiðir til að það er lokað á þá. Nei, það sem leiðir til þess að lokað er á þá er að þeir stuða riddara hins pólitíska rétttrúnaðar.

Það virðist t.d. vera í lagi að óska karlmönnum dauða fyrir það eitt að vera karlmenn, en svo má ekki benda á að karlar sem vinna langa vinnudaga í fyrirtækjum sem afla mikilla tekna þéna betur en konur sem vinna stutta vinnudaga hjá opinberum stofnunum.

Það má flæma menn úr starfi fyrir að tjá sínar persónulegu skoðanir í lokuðum hópum en ekki benda á að þeir sem tala hæst um að vilja frið í heiminum eru þeir sem senda flestar sprengjur á almenna borgara í eyðimerkurlöndum. 

En gott og vel, ef samfélagsmiðlarnir ætla að beygja sig undir pólitískri pressu og rétttrúnaði og gerast bergmálsherbergi fyrir skoðanir sem blaðamenn samþykkja þá þeir um það. Hinn frjálsi markaður og hið stjórnlausa internet mun svara á einn eða annan hátt.

Svo má á lokum benda á að skoðun gufar ekki upp þótt einhver Twitter-reikningur hverfi. Það sem gerist er að sú skoðun skýtur rótum þar sem hún mætir minna aðhaldi, og um leið eflist hún og brýst fram á óvæntan og jafnvel óvægin hátt.


mbl.is Kvartar undan ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það væri fróðlegt ef einhver gæti bent manni á VINSTRIöfgamann

en margoft hefur verið talað um HÆGRIöfgamenn þegar verið er að lýsa einhverju ljótu

svo er ekki sama hver á í hlut stundum rotta sumir sig saman um að "taka niður " ákveðna einstalkinga og beina öllum spjótum sínum að þeim jafnt samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. 

Fyrir vestan þá hefur verið reynt með öllum ráðum að finna eitthvað á Trump þar á meðal að bjóða öllum sem hugsanlega gætu komið með óhróður á hann fríkort frá öllum hugsanlegum ákærum um aldur og æfi - eru það ekki öfgar

Grímur (IP-tala skráð) 5.5.2019 kl. 08:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, svo sannarlega eru það öfgar, Grímur.

Margt gott hér í þessum pistli hans Geirs, sem og hjá Grími.

Jón Valur Jensson, 5.5.2019 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband