Ekki gott að missa mjólkurbelju

Evrópusambandið gerir nú það sem það getur til að komast hjá því að missa eina af stóru mjólkurbeljum sínum. Sambandið þarf á peningum Bretlands að halda og hagkerfi sambandsins þarf á breskum kaupmætti að halda. 

Blaðamenn eru óspart notaðir hérna í áróðursstríðinu. Þeir taka ekki viðtöl við neinn nema sá hinn sami boði hörmungar fyrir Breta ef þeir ná ekki svokölluðum samningi. Enginn hefur samt útskýrt af hverju útganga ætti að vera verri fyrir Breta en þau ríki sem hafa aldrei tilheyrt sambandinu, svo sem Sviss og Noregur og Ísrael og Hong Kong. 

Kannski ætti að tala um að ESB hafi fengið frest, ekki Bretland.


mbl.is May samþykkir sex mánaða frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæpin rök í ljósi þess að ekki er verið að stöðva hefðbundin viðskipti þó Bretar yfirgefi ESB. Þú verður að skoða málið betur til að finna hvar hnífurinn stendur í kúnni.

ESB hefur ekki leitað eftir neinum frestum og veitt styttri fresti en sótt hefur verið um. Enda augljóst að sá skaði sem Bretar verða fyrir er umtalsvert meiri en ESB og kallar á endalausar umsóknir um frestun þar til Breska þingið samþykkir útgöngusamning sem lágmarkar tjón Breta.

Sviss og Noregur og Ísrael og Hong Kong eru ekki í ESB. Spurningin er hversu miklu betur þau hefðu það í ESB og hversu mikið lífskjör mundu skerðast við útgöngu. Útganga er verri fyrir Bretana vegna þess að þeir missa eitthvað sem Sviss og Noregur og Ísrael og Hong Kong hafa ekki. Það getur verið verra að missa eitthvað sem maður hefur en að vera án einhvers sem einhver annar hefur.

Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 15:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eitthvað, hvað? Aðgang að tollagirðingunni utan um ESB? Fé þýskra skattgreiðenda?

Geir Ágústsson, 11.4.2019 kl. 16:04

3 identicon

Eitthvað eins og heimild til búsetu, menntunar og læknisþjónustu hvar sem er innan ESB. Eitthvað eins og að þurfa ekki atvinnuleyfi og geta hringt úr gemsa án aukakostnaðar á ESB svæðinu. Eitthvað eins og lægra vöruverð og ferskari vöru. Eitthvað eins og að geta notað bankakort eins og heima hjá sér. Eitthvað eins og að þurfa ekki alþjóðlegt ökuskírteini til að aka í ESB ríki. Fleira mætti telja sem venjulegur Breti missir. Og já, eitthvað eins og aðgang að tollfrjálsum sameiginlegum markaði án skrifræðisins, eftirlitsins og tafanna sem það gefur. Útganga hefur einnig áhrif á fjárhag fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins sem þá orsakar skerðingar á lífskjörum í formi lægri launa, minni vinnu og hærri skatta og gjalda. Þetta er svolítið meira en bara einhver hækkun á verði Benz.

Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 20:58

4 Smámynd: Geir Ágústsson

ESB hlýtur að gera sitt besta til að halda í Bretana sína. Bretar hafa lengi verið góðir í að þefa upp viðskiptatækifæri um allan heim. 

Ekki veit ég af hverju matvælaverð Breta ætti að hækka eða laun að lækka. Er það ekki nokkuð sem menn segja bara?

Geir Ágústsson, 12.4.2019 kl. 08:31

5 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Vagn, held þú hafir misskilið eitthvað smávegis. Það er hægt að keyra (nánast) hvar sem er án alþjóðlegs ökuskírteinis. Og sömuleiðis virka krítarkortin (nánast) havr sem er, það var ekki ESB sem innleiddi þau. Ótakmörkaðri heimild breta til búsetu í ESB fylgiur gagnkvæm heimild íbúa annarra ríkaj til að leggjast á breska sósíalinn sem er drýgri en víðast annasrs staðar og það er nákvæmlega það sem bretar eru ósáttir við. En sennilega sjá spánverjar sér hag í að breskir eftirlaunaþegar haldi áfram að eyða peninguinum sínum á Spáni.

En annars, kannski er þetta allt rétt hjá þér, lægra vöruverð og ferskari vörur og allt það. Kannski verða þeir bara eins og Kúba norðursins?

Hólmgeir Guðmundsson, 12.4.2019 kl. 08:52

6 identicon

ESB hefur boðið Bresku stjórninni samning sem tekur á flestum málunum. En það dugar skammt ef þing Breta vill ekki samning.

Það að kostnaður fyrirtækja aukist hefur áhrif á lífskjör en smá lækkun lífskjara, aukið flækjustig og vandræði gerir samt Bretland ekki að Kúbu norðursins. Nema að því leiti að án samnings gilda sömu reglur um fólk og vörur frá Kúbu og Bretlandi. Notkun ökuskírteina er oftast samningsatriði milli ríkja, þar sem enginn samningur er þar gilda ekki ökuskírteini án alþjóðlegs ökuskírteinis. Og nærri 70% innflytjenda eru frá fyrrum nýlendum Breta og öðrum ríkjum utan ESB. 

Vagn (IP-tala skráð) 12.4.2019 kl. 12:43

7 identicon

Noregur er í EES og Svisslendingar með tvíhliðasamning. Það er mikill munur á því og engum samning. EES hentar alls ekki Bretum því að ein helsta ástæða þeirra fyrir Brexit er að stöðva frjálsan flutning fólks til Bretlands frá EES-löndum

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.4.2019 kl. 13:42

8 identicon

Þessi endalausa frestunarárátta og að May skuli sífellt koma með sama"samninginn" sem er algjörlega samin af skrifstofublókunum í Brussel er bar orðin slíkur farsi að hann er breska þinginu til skammar.

Bretar ættu að sýna smá reisn og ganga úr ESB á morgun í stað þess að láta smána sig svona. Hvað með það þó þeir þurfi að gera nokkra tvíhliða samninga við slatta af löndum þetta var nú einusinni heimsveldi og Elísabet getur enn hjálpað til ef með þarf.

Grímur (IP-tala skráð) 12.4.2019 kl. 15:48

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver er kostnaður Breta af veru í ESB? Og hver er ávinningur þeirra? Það væri áhugavert ef þú segðir okkur þetta Geir.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.4.2019 kl. 22:35

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Kostnaður Breta hlýtur að vera allt sem Bretar vilja ekki að gildi fyrir Bretland en gildir samt. 

Ávinningur þeirra er svo sá að geta breytt því sem þeir vilja breyta.

Þá má velta fyrir sér kostnaðinum við ávinninginn: Mun ESB henda fríverslun við Breta út um gluggann? Það þyrfti þá að vera þvert á vilja Þjóðverja sem selja þeim bíla, Spánverja og Frakka sem selja þeim landbúnaðarvörur, fiskveiðiþjóða ESB sem selja þeim fisk og svona má lengi telja. ESB þyrfti bókstaflega að valta yfir eigin útflytjendur.

Mun ESB hamla för Breta inn í ESB? Loka á hæfileika, viðskipti, menntun og tækni? Það myndi fyrst og fremst bitna á ESB. Bretar eru snillingar í verslun og þefa uppi nýja markaði.

Munu Bretar missa fyrirtæki og verðmætasköpun til ESB? Kannski eitthvað en í staðinn kæmi eitthvað annað. Kannski minnkar bankakerfið Bretlands og ættu fáir að gráta það. Eru það ekki aðallega fjármálastofnanirnar sem ætla að sækja til Frankfurt? Kannski yfirsást mér eitthvað.

Oft er skilnaður frá borði sæng betri en sambúð þar sem annar aðilinn er óhamingjusamir. Svisslendingar hafa valið þann kost, varanlega.

Geir Ágústsson, 13.4.2019 kl. 18:08

11 identicon

Við útgöngu án samnings taka við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, ekki frelsi. Það er ekki þannig að Bretar öðlist frelsi til að breyta því sem þeir vilja breyta og að það sem Bretar vilja ekki að gildi fyrir Bretland hætti að gilda.

Þeir ráða litlu um það hvernig tollum er háttað í viðskiptum við ríki sem ekki hefur verið samið við. Alþjóðaviðskiptastofnunin ræður hvaða vörur eru tollaðar og tollprósentunni. Bretum er heldur ekki frjálst að gera upp á milli ríkja sem ekki hefur verið samið við. Opni þeir fyrir eitt ríki opnast fyrir öll. Og allar takmarkanir sem ESB setur á viðskipti við ríki sem ekki hefur verið samið við munu gilda um viðskipti við Bretland. Til dæmis þarf að taka upp virkt heilbrigðiseftirlit og vottun á matvöru frá Bretlandi, Breskar eftirlitsstofnanir missa gildi sitt á ESB svæðinu.

Reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru ekki eins hagstæðar Bretum og reglur ESB.

Bretar eru að missa það að vera alþjóðleg fjármálamiðstöð fyrir Evrópu. En þar er verslað um allan heim með hrávörur, olíu, tryggingar, skuldabréf, hlutabréf o.s.frv. Undirstaðan fyrir því er hið frjálsa flæði fjármagns innan ESB. Breska bankakerfið er allt annað.

Vagn (IP-tala skráð) 13.4.2019 kl. 20:30

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Því er enn òsvarað hvernig eitthvað ríki utan ESB í dag er ekki á hvínandi kúpunni.

Geir Ágústsson, 13.4.2019 kl. 20:46

13 identicon

Fyrir flestar þjóðir í okkar heimshluta getur ríkið misst töluverðar tekjur og lífskjör almennings skerst tilfinnanlega áður en farið er á hvínandi kúpuna. Það eru nefnilega mörg sársaukafull þrep á niðurleiðinni áður en komið er á hvínandi kúpuna. Það þykir ekki gott að fara tröppu niður meðan allir nágrannarnir eru á uppleið. Bretar munu sjálfsagt áfram hafa það betra en Grikkir þó þeir falli niður fyrir lífskjör Frakka. Á hvaða tröppu þar á milli Bretar lenda verður forvitnilegt að sjá.

Vagn (IP-tala skráð) 14.4.2019 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband