Hugmyndafræðilegur sársauki

Að ríkið vilji ekki semja við innlenda einkaaðila um að framkvæma læknisaðgerðir hefur eingöngu eina ástæðu: Hugmyndafræði.

Ekki er verið að spara fé með því að kæfa innlenda heilbrigðisþjónustu í höndum einkaaðila.

Ekki er verið að lina verki eða stytta biðlista. Þvert á móti.

Ekki er verið að verja hið ríkisrekna kerfi. Það getur bara batnað ef biðlistar styttast og langtímaþjáningar eru linaðar af öðrum.

Ekki er verið að verja faglega getu hins opinbera kerfis. Einkaaðilar laða ekki bara til sín starfsfólk Landspítalans heldur líka fagfólk sem hefði annars búið erlendis og unnið þar. Blómlegur einkarekstur laðar líka hæfileikaríkt fólk í nám - fólk sem hefði ekki getað hugsað sér að lokast inni á opinberri stofnun alla ævi. (Hvað væri mikið af yfirborðskenndum lögfræðingum dagsins í dag læknar og hjúkrunarfræðingar ef á Íslandi væri valkostur við hið opinbera heilbrigðiskerfi?)

Ekki er verið að tryggja einhvers konar fjarveru hagnaðar í heilbrigðisþjónustu (hagnaður af rekstri heilbrigðisþjónustu fer af einhverjum ástæðum meira fyrir brjóstið á sumum en hagnaður af skó- og brauðsölu). Sá hagnaður fer bara til söluaðila verkjalyfja og erlendra heilbrigðisstofnana, og alltaf á kostnað sárþjáðra og hálf-vinnufærra Íslendinga sem búa við skert lífsgæði án góðrar ástæðu.

Morgunblaðið á hrós skilið fyrir að benda á að Íslendingum er hér fórnað á bál sósíalískrar hugmyndafræði þjáninga og þvermóðsku.


mbl.is Ósáttur við kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er óskiljanlegt hve sósíalismi andskotans getur blindad sumt fólk. Núverandi heilbrigdisrádherra er ein af thessum ólánsmanneskjum. Hún gefur skít í thjáningar fólks, thví sósíalisminn SKAL hafa sinn framgang, sama hvad tautar og raular. Bidlistar virdast ekki angra hana hid minnsta, né heldur that ad fleiri og fleiri fara erlendis í thessar lidskiptaadgerdir á kostnad hins opinbera. Kostnadur sem er miklu haerri en ef thessar adgerdir vaeru framkvaemdar hér á landi, thar sem öll adstada er fyrir hendi og mjög faert fólk til ad sinna thessu. Thad er allt klárt til ad takast á vid thetta og jafnvel snarminnka eyda bidlistum med ádur óthekktum hrada. Hvada andskotans máli skiptir hvort thad er hid opinbera eda einkaadilar sem geta linad thjáningar fólks og tala nú ekki um stytt bidlista? Hvad á sér eiginlega stad milli eyrnanna á rádamönnum sem svona hugsa, hlýtur ad teljast einhverskonar baeklun. Spurning hvort hún fáist laeknud af hinu opinbera?

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 13.4.2019 kl. 18:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má kannski kalla það plástur á skömmina að Klíníkin sé ekki beinlínis bönnuð með lögum. Hliðstæður veruleiki við liðasjúklinga er sá fyrir heyrnaskerta:

https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2180063/

Geir Ágústsson, 13.4.2019 kl. 19:18

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Plásturinn dugar þó skammt fyrir allt of marga, sem hafa einfaldlega ekki ráð á að greiða fyrir þessar aðgerðir úr eigin vasa. Skömm og forheimska ráðherrunnar er yfirgengileg, svo ekki sé fastar að orði kveðið, en í þessu efni sést vel hve skaðlegur sósíalisminn getur verið.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.4.2019 kl. 21:29

4 identicon

Hugmyndafræði er viðhorf okkar til alls. Hvað sé rétt og hvað sé rangt. Öll höfum við hugmyndafræði og viljum að hún stjórni öllum okkar gerðum.

Sumir sjá ekkert athugavert við það að skipta við lækna sem heimta hagnað ofan á laun og kostnað. Fyrir aðra er það prinsippmál að gera það ekki, svipað og hvers vegna fatlaðir eru ekki notaðir í varahluti þó það mundi stytta biðlista og lina þjáningar.

Stytting biðlista og linun þjáninga eru nefnilega ekki einhver töfraorð sem gera allt siðferðilega réttlætanlegt. En notkun þeirra orða er til þess fallin að kalla fram tilfinningarleg viðbrögð og ákvarðanir sem ekki byggja á rökhugsun, áróðurstækni lýðskrumara.

Vagn (IP-tala skráð) 14.4.2019 kl. 05:02

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er ekkert í dag sem heldur fólki frá því að bíða til eilífðar á biðlistum hins opinbera kerfis. Hér er eingöngu verið að benda á að til að spara fé og tíma, lina þjáningar, dreifa álagi, stytta biðlista og gefa opinbera heilbrigðiskerfinu meira svigrúm og losa um legupláss að þá geti ríkið gert samstarfssamning við fyrirtæki.

Kannski Klíníkin geti lofað því að skila taprekstri til að lina þjáningar þeirra sem finnst að önnur lögmál eigi að gilda um lækna en lögmenn? 

Þú kemst ekkert áleiðis með því að rugla saman viðskiptum og því að brytja fólk niður.

Fólk er að brotna niður í kerfinu í dag, vel á minnst. Í fréttinni er talað um mann sem þurfti að bíða svo lengi eftir aðgerð að beinin í líkama hans voru byrjuð að snertast vegns brjóskleysis. Kannski sláturhúsið sé eitthvað sem við viljum forðast, frekar en verja?

Geir Ágústsson, 14.4.2019 kl. 08:12

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að rót vandans sé þetta sambland ríkis- og einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu. Frá sjónarmiði þeirra sem fara með ríkisreksturinn er hagkvæmast að allt sé á þeirra hendi því þá megi skipuleggja kerfið á sem hagkvæmastan hátt. Einkareksturinn er þeim því þyrnir í augum. Svo lengi sem við höfum þetta sambland verður þessi togstreita til staðar. Heilbrigðasta fyrirkomulagið er að allur rekstur í heilbrigðiskerfinu sé í höndum einkaaðila. Það er svo önnur spurning hvernig ríkið kemur að því að niðurgreiða þjónustuna eða eða hvernig séð verður til þess að fólk sé tryggt.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2019 kl. 12:06

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Svokölluð sænska leiðin, sem þarf ekki að finnst upp aftur ef menn vilja.

Geir Ágústsson, 14.4.2019 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband