Þjóðarsátt er hvað?

Mikið hefur gengið á í íslensku atvinnulífi undanfarnar vikur og mánuði. Virðist markmiðið vera að reyna að koma á einhvers konar sátt. Forsendan virðist vera sú að það sé hægt að ákvarða laun allra þannig að allir verði sáttir. Auðvitað er það verkefni sem er dæmt til að mistakast. Jafnvel þótt hægt væri að skrifa einhvers konar launataxta sem litu vel út á blaðið blasir við að tveir einstaklingar, með sömu menntun og starfsreynslu og stöðu, eru misduglegir, og þá er þeim duglega refsað á kostnað hins ef þeir fylgja sömu launatöflu (eða hið andstæða: Sá lati er verðlaunaður á kostnað þess duglega). 

Þjóðarsátt næst bara ef allir þurfa og að semja um eigin kaup og kjör beint við atvinnurekanda sem hefur um leið umboð eigenda sinna til að umbuna fyrir góða vinnu og sleppa því að umbuna fyrir lélega vinnu.

Með öðrum orðum: Einkavæða allt.

Þetta gæti sumum þótt verða harðneskjulegt og óréttlátt en munum þá að á hinum frjálsa markaði erum við öll samstarfsaðilar. Við gerum eitthvað fyrir eitthvað. Fullkomið jafnvægi! Vantar þig brauð? Seldu þjónustu þína notaðu ágóðann til að kaupa brauð af sérhæfðum bakara sem seldi sína þjónustu til þín í formi brauðhleifs. Vantar þig skó? Seldu vinnu þína í nokkra tíma og færðu skósmiðnum afraksturinn í skiptum fyrir skó sem hann saumaði fyrir þig með sínum tíma og með notkun sinna hæfileika. Enginn þarf að líða skort því allir skipast á varningi og þjónustu í skiptum fyrir varning og þjónustu. Þetta er jafnvægið sem Bastiat lýsti í bók sinni Economic Harmonies, og er róandi lesefni fyrir þá sem vilja skilja samfélagið í kringum sig.

Svokölluð þjóðarsátt er söluræða verkalýðsfélaga sem reita hárið hvert á öðru í von um að fá sem mest á kostnað einhvers annars. Raunveruleg þjóðarsátt felst í því að þú, sem einstaklingur, fáir að taka þátt í samvinnu og samstarfi hins frjálsa markaðar. 


mbl.is Ekki nægur grundvöllur fyrir þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband