Sjálfhverfar frekjur í leit að þægilegri innivinnu

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna virðist flestum ekki detta neitt betra í hug en að benda á að þeir sem vinna mikið þéna meira en þeir sem vinna lítið.

(Karlmenn brenna sér út með löngum vinnudögum í kapphlaupi um titla og laun á meðan konur lifa lengur og betur því þær passa upp á tengslanet sitt, vini og geðheilsu.)

Vestrænir femínistar telja sig vera niðurtroðin fórnarlömb kúgandi og þrúgandi kerfis, en svo er ekki.

(Það eru strákarnir sem skolast út úr skólakerfinu og karlmennirnir fremja miklu fleiri sjálfsmorð, fylla fangelsin og eru hrópaðir út í horn eða atvinnuleysi ef þeir misstíga sig gagnvart hinu kyninu.)

Konur í Miðausturlöndum og Afríku eru hin raunverulegu niðurtroðnu fórnarlömb kúgandi og þrúgandi kerfa. Það má hins vegar ekki gagnrýna hjónabönd ungra stúlkna, smölun þeirra í kvennabúr múslímskra karlmanna og skipulagðar nauðganir þeim. Þetta er jú bara önnur menning, og öll menning á skilið virðingu og umburðarlyndi, ekki satt?

En í stað þess að mótmæla raunverulegum, alþjóðlegum vandamálum kvenna setja vestrænir femínistar á sig heimatilbúnar grímur fórnarlambanna og heimta hærri laun fyrir minni vinnu.

Alþjóðlegur baráttudagur? Það væri óskandi, en svo er ekki.


mbl.is Tekjur kvenna 72% af tekjum karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju orði sannara. 

Júlíus (IP-tala skráð) 8.3.2019 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband