Hver er hinn valkosturinn?

Blaðamenn Morgunblaðsins eyða oft (en ekki alltaf) furðulega miklum tíma í augljóslega glataðan fréttaflutning.

Nú er því slegið upp, í löngu máli, að hönnuðir hanni til að viðhalda athygli.

Hefur einhver hönnuður einhvern tímann hannað á annan hátt?

(Að vísu reyndu hönnuðir merkimiðanna á íslenska brennivíninu á sínum tíma að hanna eitthvað fráhrindandi með svörtum litum og hvítum stöfum, en það virkaði þveröfugt.)

Höfum eitt á hreinu:

Í frjálsu markaðshagkerfi eru neytendur við stjórnvölinn, ekki fyrirtæki. Neytendur tala saman, mæla með, mæla gegn og kaupa hér en ekki þar.

Þessu er þveröfugt farið í umhverfi opinberra afskipta. Þar eru völdin tekin af neytendum og sett í hendur stjórnmálamanna sem allir elska að hata en allir hlýða engu að síður því afleiðingin við óhlýðni er fangelsisvist.  

Ef litasamsetning á forritum og heimasíðum getur lokkað fólk ofan í svarthol eyðslu á tíma og fé þá er það frekar saklaust fyrirbæri sem má standast með svolitlum viljastyrk og fræðslu. 

Að skera af limi útblásins ríkisvalds er öllu erfiðari aðgerð.


mbl.is Hönnuð til að tæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Færi betur að fleiri einbeyttu sér að því að gagnrýna og skera niður fjandans "kerfið" og afætur þess. Afætur sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir yfirgang óprúttinna aðila að upplýsingum um okkur. Kerfisrotturnar eru hinsvegar svo uppteknar af því að éta kerfið innan frá, sér til hagsbóta, að ástandið mun bara versna og versna, þar til rotturnar sjálfar verða étnar.

 "What goes around, comes around"

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2019 kl. 23:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Maður furðar sig stundum á því hvernig vestrænum samfélögum tókst að rísa upp úr eilífðarfátækt fornaldar og standa undir betri og betri lífskjörum fleira og fleira fólks (samtímis sprenging í lífskjörum og fólksfjölda) í fjarveru allra þeirra stofnana og reglugerða sem nú eru við lýði.

Það þarf ekki að kíkja nema 20 ár aftur í tímann til að sjá hvað kerfið er að þenjast hratt út. Skattbyrði á einstaklinga/fjölskyldur hefur vaxið í himinhæðir en um leið virðast gæði skóla og heilbrigðisstofnana rýrna. Í hvert rennur allt þetta fé? Nú, í hítina auðvitað, sem gagnast engum nema þeim sem þiggja frá henni laun og fríðindi.

Geir Ágústsson, 10.3.2019 kl. 09:50

3 identicon

Það er eins og fólk átti sig ekki á því að ástæðan fyrir lélegum lífsgæðum láglaunafólks eru ríki og sveitarfélög. Það er einhver misskilningur á ferðinni því 80% af skatttekjum einstaklinga eru af launum 300.000.- og minna. Hátekjuskattur skilar hugsanlega 1 milljarði, en það er hægt að spara 5M með því að loka ríkissjónvarpinu. Best væri að breyta skattkerfinu í flatan 10% skatt og spara hjá ríki og sveitarfélögum eins og hægt er. Núverandi kerfi mun á endanum soga alla orku úr þjóðfélaginu. Stórir verða stærri, risastórt ríki og pínulitlir þjófélgsþegnar er á fleygiferð.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband